Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 22
Sigling með stærsta skemmtiferðaskipi heims fyrir tvo í Karíbahafinu. Skipið er hið fljótandi 5 stjörnu lúxushótel, „Freedom of the Seas“. Fararstjóri verður Lilja Jónsdóttir. Frá 24. apríl – 6. maí 2009 Moggaklúbburinn er nýjung fyrir áskrifendur Morgunblaðs- ins. Félagar í Moggaklúbbnum njóta margskonar fríðinda og ávinnings. Í hverjum mánuði fá áskrifendur frábær til- boð um margskonar vörur, þjónustu og afþreyingu á mjög hagkvæmum kjörum auk þess sem dreginn er út glæsilegur ferðavinningur. Með Moggaklúbbnum í Karíbahafið – meira fyrir áskrifendur Nóvembervinningur: Skemmtisigling í Karíbahafinu fyrir tvo að verðmæti 699.768 kr. Innifalið í verði ferðar: • Flug til og frá Orlando • Gisting á hótel Florida Mall í 2 nætur • Gisting á hótel Embassy Suites í 3 nætur • Skemmtisigling í 7 nætur með fullu fæði og afþreyingu • Þjórfé um borð í skipinu • Allar ferðir milli flugvalla, hótela og skips Ekki innifalið: • Skoðunarferðir á áfangastöðum skipsins Moggaklúbburinn Allir skráðir áskrifendur eru félagar í Moggaklúbbnum og njóta þar með tilboða um góð kjör á ýmiss konar afþreyingu; bíómiðum, listviðburðum, bókum og hljómdiskum, auk þess sem dreginn er út glæsilegur ferðavinningur mánaðarlega.Fáðu þér áskrift ámbl.is/askrift eða í síma 569 1122 F í t o n / S Í A F I 0 2 7 3 3 6 mbl.is/moggaklubburinn Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008 EFNAHAGS- VANDINN er gíf- urlegur og vindur hratt upp á sig. Ástæð- ur vandans eru marg- ar og verður að rann- saka strax af þar til bærum fagaðilum. Hins vegar þarf nú að grípa til allra tiltækra ráða til að hjól atvinnulífsins snúist og koma í veg fyrir gríðarlegt atvinnuleysi. Ríkið verður að gefa skýr og af- dráttarlaus svör til fyrirtækja um að þau njóti á þessum erfiðleikatímum rýmri lána – og greiðslukjara en áð- ur. Jafnframt verður að veita ein- staklingum og fjölskyldum í landinu rýmri greiðslukjör en áður og skoða þá bæði verðtryggð lán og geng- istryggð. Við höfum sem þjóð ekki efni á öðru, hvorki siðferðislega né efnahagslega. Samhliða verðum við ræða hvern- ig við komumst hjá slíkum koll- steypum í framtíðinni. Krónan og peningamálastefnan hafa beðið hnekki, eru rúnar trausti innanlands sem utan. Því þarf að endurskoða og gera úttekt á peningamálastefnunni og taka næstu skref. En hvert liggja þau? Við eigum tvo kosti, annars vegar að byggja krónuna upp á nýtt eða taka upp evru. Í dag er æði langsótt að ætla að byggja upp traust á krónunni til framtíðar litið. Alþjóðatengslum þarf að ná á ný og alþjóðleg viðskipti verða stunduð í framtíðinni og ég hygg að fáir hafi trú á krónunni sem framtíðargjald- miðli í slíkum viðskiptum. Allar aðr- ar greinar í íslensku atvinnulífi verða einnig að geta vaxið og dafnað í umhverfi sem byggist á stöðugleika og hann er vart að finna í nú- verandi umhverfi. Við þurfum hreinskiptna umræðu um gjaldmið- ilinn, nýjan gjaldmiðil og stöðu Íslands í sam- félagi þjóða. Traust og trúnaður ríkir ekki milli þings og þjóðar það er krist- altært. En þingmenn og sveitarstjórnarmenn sitja eða víkja, meirihluti hverfur og nýr er myndaður, þannig virkar lýðræðið og er það vel. Hins vegar verðum við þingmenn að endurskoða störf okkar og í ljósi atburða síðustu vikna vakna ýmsar spurningar. Hefði þurft að fara betur í gegnum áhrif tilskipana EES-samningsins á íslenskt samfélag? Uppfylltu frum- vörp eingöngu lágmarkskröfur eða var gengið lengra en skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum gáfu tilefni til? Hefðu lög um eignarhald á fjölmiðlum og um eignarhald á bönkum getað breytt einhverju? Átti að breyta lögum um Seðla- banka Íslands? Ég er ekki í vafa um að klárlega hefði verið hægt að gera betur, öllu eftirliti, jafnt þinglegu sem öðru, var ábótavant. Ég hef ætíð haft þá skoðun að fyrrverandi stjórnmálamenn ætti ekki að skipa í stjórnir ríkisfyr- irtækja. Nú ríkir hvorki traust né trúnaður gagnvart seðlabankastjór- um né bankaráði Seðlabankans og þess vegna ættu allir er þar sitja að víkja svo hægt verði að byggja upp traust og trúnað á ný og samhliða á að breyta lögum um Seðlabanka Ís- lands, stjórnskipulag bankans, stöðu og markmið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síð- ustu 17 árum verið í ríkisstjórn og staðið með öðrum að mörgum fram- farabreytingum. Íslenskt efnahags- líf hefur tekið stakkaskiptum, fyr- irtæki verið stofnuð innanlands sem utan, bankageirinn blómstraði og við landsmenn tókum þátt í góð- ærinu. En annar veruleiki blasir við og nú ríkir reiði í garð Sjálfstæð- isflokksins og forystumönnum hans er kennt um ófarir sem þjóðin hefur ratað í. Það er eðlilegt og við sjálf- stæðismenn verðum að líta okkur nær, skoða frelsið og breytingaferli því tengt og sérlega eftirlitið sem brást. Enginn á að skorast undan því að endurmeta, læra af mistökum og gera betur. En grunngildi Sjálf- stæðisflokksins eru nú sem fyrr gulls ígildi og um þau þarf að standa vörð. Það er hins vegar afar sér- kennilegt að svo virðist sem gömlu kommarnir hlakki yfir ástandinu og hrópi víða að nú sé kapítalisminn dauður og það sé vel. Þeirra skoð- anir eru hættulegri efnahagskerfinu en kollsteypur. Ég vitna í orð dr. Jóns Daníelssonar er hann segir: „Stóra hættan er aftur á móti sú, að þeir sem eru á móti frjálsum mark- aði sem skipan efnahagsmála, muni notfæra sér tækifærið til þess að koma á þungbæru regluverki, sem mun takmarka eða valda lang- tímatjóni á efnahagsbata. Eina leið- in til þess að hafa sæmilega sterkt hagkerfi er að vera með sterkt og virkt markaðskerfi. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir bólur og hrun er að búa í Norður-Kóreu eða Kúbu.“ Það er ískyggilegt að slíkar hugmyndir og skoðanir skuli fá brautargengi í núverandi efnahags- róti og þótt ég finni og skilji reiði fólks og sé sjálf öskureið vegna ákvarðana og ástandsins, trúi ég því ekki að íslensk þjóð vilji kalla yfir sig slík höft, boð og bönn alræðis forsjárhyggjunnar. Við stöndum á alvarlegum tíma- mótum og þurfum að vinna okkur út úr þeim kollsteypum sem við og aðr- ar þjóðir tökum nú og ákveða hvaða skref verða stigin á næstu mánuðum og árum. Hvar viljum við vera í samfélagi þjóða og hvernig ætlum við að byggja upp traust og trúnað, annars vegar á milli þjóðarinnar innbyrðis og hins vegar á al- þjóðavettvangi? Þessum spurn- ingum verða allir að svara, ekki í ótta, kvíða og reiði heldur af yf- irvegun. Hingað og ekki lengra Ragnheiður Rík- harðsdóttir segir að það ríki ekki traust milli þjóðar, þings og Seðlabanka. Því verði að breyta Ragnheiður Ríkharðsdóttir »Nú ríkir hvorki traust né trúnaður gagnvart seðlabanka- stjórum né bankaráði Seðlabankans og þess vegna ættu allir er þar sitja að víkja. Höfundur er þingmaður. Frá Þóri S. Guðbergssyni EF ÞÖRF er á góðvild almennt í samfélaginu, er aldrei meiri þörf en einmitt á álags- og krepputímum. Hafi mannskeppnan þörf á góðvild, skilningi og per- sónulegri nánd í venjulegu árferði í dagsins ys og erli er aldrei meiri þörf á henni en nú þegar margir eru sárir, vonsviknir, daprir, reiðir, jafnvel ævareiðir og í árásarhug. Aldrei er meiri þörf á hlýju og samstöðu en einmitt nú. Ártíðin er erfið og minnir á dauðapestir, óáran og hamfarir fyrri alda. En eins og bent hefur verið á um árþúsundir er maður manns gaman. Meistarinn frá Nasaret, meðal margra annarra, hvatti okkur til að elska guð og náungann eins og okk- ur sjálf. Þegar óvænt holskefla félagslegrar, sálrænnar og fjárhagslegrar kreppu eins og nú skellur yfir ís- lenskt samfélag er meiri þörf en nokkurn tímann fyrr á algjörri endurskoðun nýrra samfélagslegra gilda. Ný sýn á örlagatímum er nauðsynleg. Ef mikil orka fer í að finna sökudólga þá spillum við mikilvægum tíma. „Allt er í heiminum hverfult“, við þurfum ávallt að læra af mistökum margra og aldrei er brýnni þörf á mótun heildarsýnar en nú, er við stöndum á brún nýrr- ar veraldar. Listamenn, vísindamenn, hugsuðir, hugmyndasmiðir, atorkumenn, fólk með nýjar sýnir á öllum sviðum mannlegs samfélags vilja leggja sitt af mörkum. Við þurfum öll að vinna saman og fjárfesta í nýrri framtíð sem við getum með stolti afhent börnum okkar þegar þar að kemur. Björk Guðmundsdóttir er eins og opinber sendiherra þeirra hópa sem vilja með jákvæðri en þungri gagnrýni blása til atlögu við nýja, góða tíma og gildismats. Sam- einuð sköpum við nýjan lífsgrundvöll. Með þeim bar- áttuanda munum við koma á þeim breytingum sem þarf. Þess óskar undiritaður eftir að hafa heyrt túlkun Bjarkar á vinnu hópanna um nýtt Ísland. ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON, ellilífeyrisþegi með nýja sýn. Góðvild og góðir tímar BRÉF TIL BLAÐSINS INTRUM á Íslandi vill koma á framfæri athugasemdum við fréttaflutning fréttastofu RÚV af hertum innheimtuaðgerðum hjá Intrum og greinarskrif Álfheiðar Ingadóttur í Morgunblaðið sl. laugardag í framhaldi af því. Hvorki fréttastofa RÚV né Álf- heiður höfðu fyrir því að ræða við forsvarsmenn Intrum um málið. Frá stofnun, árið 1995, hefur Intrum unnið markvisst að því að bæta fjárstreymi fyrirtækja og stofnana. Intrum hefur líka frá upphafi lagt á það áherslu að áður en krafa er send til innheimtu sé greiðanda send ítrekun þar sem varað er við yfirvofandi inn- heimtuaðgerðum. Við stofnun Intrum varð bylting í inn- heimtuþóknunum sem lagðar eru á greiðendur, til lækkunar. Intrum hefur frá upphafi ráð- lagt fyrirtækjum og stofnunum að hafa skilvirka ferla í innheimtu- málum sínum og senda kröfur til innheimtu 3 til 5 vikum eftir ein- daga. Í þessu hefur ekkert breyst. Það er áríðandi að hér er um ráð- gjöf að ræða. Ákvarðanir um inn- heimtuferla eru alltaf kröfuhafans. Allar vangaveltur um að Intr- um eða eigendur Intrum geti tek- ið ákvarðanir um hertar inn- heimtur eru úr lausu lofti gripnar og fyrir þeim er enginn fótur. Það er hins vegar rétt að við þær að- stæður sem nú ríkja eru dæmi um að kröfuhafar stytti ferla, enda aðgengi að lausafé takmarkað og kröfuhöfum því enn mikilvægara en áður að fá kröfur greiddar til að geta staðið við sínar skuldbind- ingar, hvort sem það eru reikn- ingar, laun, skattar eða aðrar skuldbindingar. Sigurður Arnar Jónsson Athugasemd frá Intrum Höfundur er forstjóri Intrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.