Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008 Það er hart í ári hjá okkur Borgfirð- ingum um þessar mundir, eins og hjá öðrum landsmönnum. Á síðasta degi októbermánaðar heyrði frétta- ritari af uppsögnum hjá a.m.k. fjór- um fyrirtækjum í Borgarnesi, sem hvert fyrir sig var að segja upp allt upp í 15 manns. Margir útlendingar finna heldur betur fyrir því, þeir hafa ekki getað millfært peninga til ættingja sinna erlendis og eru jafn- framt að missa vinnuna hér. Útlend- ingar hafa sagt mér að þeir ættu jafnvel sparnað í íslenskum krónum og vita ekki hvernig þeir geta tekið þessa peninga með sér úr landi þeg- ar og ef þeir fara.    En hvers vegna ættu þeir að vilja fara? Í heimalöndum þeirra er ástandið sums staðar alls ekki betra og viðvarandi atvinnuleysi. Hér hafa menn greitt sína skatta og gjöld, eiga hér heimili og margir hverjir eru með fjárhagslegar skuldbind- ingar hér, rétt eins og við hin. Mikilvægt er að útlendingar sem hér eiga heima njóti sömu réttinda og aðrir, en nú heyrist að mörg fyr- irtæki segi helst upp útlendu starfs- fólki. Gleymum ekki jafnrétti og mannúð þrátt fyrir að harni á daln- um.    Foreldrafélag Grunnskólans stendur fyrir sölu á skólafatnaði eitt árið enn, en um er að ræða fatnað fá Henson. Undanfarin ár hefur Spari- sjóður Mýrasýslu stutt þessi kaup um 50% en hefur nú lækkað styrk- inn niður 35% á flík og styrkir ein- ungis eina flík á einstakling. Í bréfi frá Foreldrafélaginu segir að notkun skólafatnaðar í grunnskólum hafi tvímælalaust mikla kosti í för með sér og hafi sýnt og sannað á und- anförnum árum að draga megi úr mismunun og einelti í skólum. Sem foreldri hef velti ég þessum fullyrð- ingum fyrir mér því ég fæ ekki séð hvaða miklu kosti skólafatnaður hef- ur í för með sér, fyrir jú utan þá hag- ræðingu sem felst í merktum fatn- aði. Ennfremur hef ég engar sannanir fyrir því að skólafatnaður dragi úr einelti eða mismunun. Hins vegar er göfugt að bjóða föt á góðu verði og e.t.v. munu nemendur upp- lifa einhvers konar samkennd í skólamenningunni þegar þeir eru í fatnaði merktum skólanum og Sparisjóðnum.    Ekki er hægt annað en minnast á körfuboltann sem hefur verið stolt okkar og yndi. Ég kíkti á seinni hálf- leikinn í leik Skallagríms og Grinda- víkur í „Fjósinu“ alræmda en undir því nafni hefur heimavöllur Skalla- gríms í Borgarnesi gengið und- anfarin ár og ekkert úrvalsdeildarlið hefur getað bókað sigur á þessum velli undanfarin ár. Í lok leiks voru tölurnar 59-126 ógnvekjandi áminn- ing um erfiðleika okkar á síðustu mánuðum og það sem koma skal. En samt var ekki annað hægt en dást að baráttu þessara ungu leikmanna Skallagríms. Kannski er hugsanlega framtíðin bara nokkuð björt ef vel verður á málum haldið. Hvort sem erfiðleikum hjá Sparisjóði Mýra- sýslu er um að kenna eða ekki vant- ar allavega meira fjármagn í körfu- boltann. Nú fara menn nýjar leiðir í því að styrkja Skallagrím því að- keyptan liðsauka verðum við að fá ef ekki á illa að fara. Blöð liggja á kaffi- stofum fyrirtækja og þar er hægt skráð sig í áskrift sem styrktarað- ilar. VESTURLAND Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari byggð hans og hann verði að leita til sjúkrahússins ef eitthvað komi fyrir. „Ríkið gerir ekki of mikið. Ég er að reyna að létta undir með starfsfólkinu og sjúklingunum. Það er nú ekki öðruvísi,“ segir hann. Sigurður er fæddur og alinn upp í Reykjavík en hefur búið í Keflavík í 37 ár. Síðast starfaði hann sem bíl- stjóri en hætti að vinna þegar hann komst á eftirlaunaaldur, þótt hann hafi ekki miklar tekjur. „Ég varð að læra að lifa upp á nýtt og spara en reyni þó að lifa eins og maður.“ Þarf ekki skömmtun Það hefur gengið ágætlega hjá Sigurði að spara, eins og gjafirnar til Heilbrigðisstofnunarinnar sýna. „Ég er alinn upp við þetta, er orð- inn það gamall. Þegar ég er að segja frá því hvernig lífið var fyrir Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ég missti son minn fyrir aðverða tveimur árum,hann dó á sjúkrahúsinu,og móðir hans áður. Þau fóru bæði úr krabbameini. Hug- myndin kviknaði niðri á spítala og hefur verið að vinda upp á sig síð- an,“ segir Sigurður Wium Árnason, fyrrverandi bílstjóri í Keflavík, sem gefið hefur Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja tæki og búnað að verðmæti 5,7 milljónir kr. á rúmu ári, til minningar um konu sína, Auði Bertu Sveinsdóttur, og son þeirra, Svein Wium. Verðgildi búnaðarins sem Sig- urður gaf D-deild sjúkrahússins er nær þrefalt árlegt fjárframlag rík- isins til tækjakaupa fyrir Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja. Öll tækin miða að því að betur megi hugsa um sjúklinga deildarinnar og um leið auðvelda þau starfsfólki störfin. Ríkið gerir ekki of mikið Sigurður borgaði hluta tækjanna með peningum sem hann fékk fyrir hlutabréf. „Ég hef kannski verið talinn eitthvað ruglaður. Hér voru til hlutabréf en ég lét þau öll fara. Mér hefur alla tíð verið illa við þessa pappíra, þetta eru allt mata- dorpeningar og við erum að súpa seyðið af þessari vitleysu í dag. Þarna fékk ég aura fyrir sumum tækjunum,“ segir Sigurður. Til frekari rökstuðnings vísar hann til þess að Keflavík sé heima- sextíu árum er bara horft á mann, fólk trúir þessu ekki,“ segir Sig- urður. Hann man eftir sér á stríðs- árunum, þegar nauðsynjavörur voru skammtaðar, og vill ekki bera ástandið nú saman við þann tíma. „Það verður enginn matarskortur og við þurfum ekki að ná í Stof- nauka nr. 13 til að fá sykur og smjörlíki. En ég er viss um að það eru margir í slæmum málum í dag, það er varla hægt að hugsa það til enda. Þegar fólk getur fengið pen- inga að láni endalaust og skuld- breytt, þá fer allt á hvolf. Það má líkja þessu við vinnuhjúin hjá stór- bændunum. Vinnufólkið fékk þó alltaf húsnæði og mat og eitthvert kaup sem það gat notað til að fá sér kindur og fjölga þeim. Núna er fólkið þrælar hjá bönkunum,“ segir Sigurður Wium Árnason. Gjafmildi Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, þakkar Sigurði Wium Árnasyni, velunnara D-deildar sjúkrahússins. Gjafir hans gera sjúklingum og starfsfólki lífið léttara. Breytti hlutabréfunum í tæki fyrir sjúkrahúsið Sigurður Wium Árnason hefur alltaf verið láglaunamaður en gefur samt sjúkrahúsinu í Keflavík búnað fyrir milljónir Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Starfsemi Sýnis spannarvítt svið en í húsnæðiþess er ekki bara aðfinna rannsóknarstofu þar sem fram fara örveru- og efnamælingar á matvælum held- ur er þar einnig kennslustofa þar sem haldin eru fjölbreytt námskeið auk stórs, fullbúins eldhúss. Sýni stendur fyrir mörgum mismunandi mat- reiðslunámskeiðum en þegar blaðamaður leit inn fyrir skömmu sátu starfsmenn nokk- urra leik- og grunnskóla nám- skeiðið „Krakkamatur“ þar sem kenndir eru nokkrir hollir réttir sem falla í kramið hjá börn- unum. Að sögn Guðrúnar Adolfs- dóttur matvælafræðings var far- ið af stað með þetta námskeið þar sem mikil þörf þótti á því. „Það hafa verið haldin námskeið um næringu í mat fyrir fullorðna og börn en okkur fannst vanta hvernig ætti svo að elda hollan mat. Við finnum frá fólki að það vill meira en bara að maður tali um prótín og kolvetni.“ Meira af grófum kolvetnum Guðrún segist vilja sjá meira af grænmeti, ávöxtum og grófum kolvetnum í mötuneytismat, svo sem hýðishrísgrjónum og grófu pasta. Of mikið sé notað af fín- um kolvetnum, t.d. hvítu hveiti, pasta og hvítum grjónum. Á námskeiðinu er mikið notað af linsubaunum og byggi sem er bætt út í rétti, bæði til að drýgja þá og til að auka trefjarnar í matnum. Uppskriftirnar sem eldað er eftir á námskeiðinu eru miðaðar að krökkum og má sem dæmi nefna pasta bolognese, pitsafisk, fisk í salsasósu o.fl. Spurð hvort maturinn í mötu- neytunum sé ekki nógu hollur segir Guðrún að í flestum til- fellum sé hann það. „En ég held það sé samt hægt að gera miklu betur á mörgum stöðum. Á svona námskeiðum getur fólk líka fengið hugmyndir frá koll- egum sínum. Ég finn t.d. að þau hafa rosalega gott af því að hitt- ast, þau geta sagt öðrum frá ein- hverju sniðugu sem þau eru að gera.“ Hollur og góður krakkamatur Ekki fer á milli mála að hollur og næringarríkur matur er sérstaklega mikilvægur fyrir yngri kyn- slóðirnar sem stækka ört og þroskast. Þetta veit starfsfólk hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni sem heldur námskeiðið „Krakkamatur“ fyrir starfsfólk mötuneyta leik- og grunnskóla um hvernig hægt sé að matreiða hollan en jafnframt bragðgóðan mat. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafist handa Starfsmenn mötuneytanna æfa sig í að útbúa holla rétti sem höfða til barna á leik- og grunnskólaaldri. úr bæjarlífinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.