Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 29
Minningar 29ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008 Þuríður Svanhildur Jóhannesdóttir fædd- ist á Miðgrund í Akrahreppi í Skaga- firði 4. nóvember 1908. Þuríður hefði orðið 100 ára í dag. Henni til heiðurs ætla ég að skrifa nokkrar línur, minnispunkta frá liðnum árum. Ég kom sjö ára á heimili Þuríðar og eiginmanns hennar, Þórarins Jónssonar móðurbróður míns, að Uppibæ á Flatey á Skjálfanda. Þórarinn var skólastjóri skólans á eyjunni og þau hjónin kenndu þar bæði. Ég var send þangað frá Tjör- nesi, þar sem engin kennsla var fyrir börn fyrr en um 10 ára aldur. Heimili Þuríðar og Þórarins var í alla staði gott, mikið lagt upp úr reglusemi og kennslu, bæði bók- legri og verklegri, þar sem t.d. var alltaf einn tími á dag í handavinnu. Þuríður var mjög hæfileikarík kona, allt lék í höndunum á henni, hvort sem það var handavinna eða matargerð. Þuríður bjó til skyr, smjör og osta og bakaði rúgbrauð, sem krakkarnir á eyjunni elskuðu að fá að smakka á þegar það var smurt með mysuosti. Húsráðendur í Uppibæ voru samhentir í öllu, léku gjarnan við börnin t.d. í af- mælum. Á veturna fórum við fóst- ursysturnar á skíðum, oft í miklum snjóbyljum og batt þá Þórarinn snæri á milli okkar svo við yrðum ekki viðskila. Þetta voru dýrðarár í Flatey. Síðar flutti ég með þeim hjónum að Býlu, í Innri-Akraneshreppi og þar hélt Þuríður áfram að miðla okkur börnunum af þekkingu sinni. Þuríður var kennari af guðs náð, hún var síkennandi og þau voru ótalmörg börnin sem voru látin til hennar til að ná barnaprófi eða til að bæta sig í reikningi. Þuríður kunni Óla Dan reikningsbókina ut- an að. Mér er minnisstætt eitt sinn er hún var að mjólka í gamla fjós- inu og tveir unglingspiltar komu til hennar með flókið reikningsdæmi, sem þá vantaði aðstoð við. Þuríður sat sjálf við mjaltir en lét strákana Þuríður Svanhildur Jóhannesdóttir reikna dæmið á fjós- þilið, með hennar leiðbeiningum, þar til þeir náðu að reikna það rétt. Þessir ungu menn, sem fóru ánægðir frá Þuríði úr fjósinu þennan dag, fóru síðar í gegnum allt skólakerfið og eru í dag vel mennt- aðir heimsborgarar. Í litlu stofunni í Býlu var allan veturinn kennt eftir hádegi og fram eftir degi. Við vorum þar nokkur saman að læra reikning og annað það sem kennt var í 1. og 2. bekk framhaldsskóla á þeim tíma. Jafnaldrar okkar í sveitinni fengu að vera með í nám- inu. Þuríður var ekki einungis fædd- ur kennari heldur var hún einnig mjög hæfileikarík á flestum öðrum sviðum. Hagyrðingur var hún og þurfti ekki langan tíma til að setja fram vísu eða ljóð. Þórarinn var líka hagmæltur en hann lét Þuríði alltaf lesa yfir það sem hann skrif- aði, aðeins að fínpússa ljóðið. Ég læt fylgja hér með 3 stuttar vísur eftir Þuríði, Stutta ævisögu, Sléttu- bönd og Lán: Við það eitt ég hugann hef, þó heldur gerist fábreytt saga að yrkja svo mitt ævistef að öðrum verði lítt til baga. Dulinn kvíða auka á árin, líða stundir. Hulin víða trega tjá tárin, svíða undir. Margvíslegt er mannsins lán. Mörgum hlotnast glópalán. Best er af öllu barnalán. Betra en ekkert hundalán. Að endingu blessa ég minningu fóstru minnar og þakka fyrir að hafa fengið þá góðu kennslu og umhyggju frá henni og hennar börnum. Þetta eru fátækleg orð en minning um góða konu muna lifa áfram í börnum hennar og ætt- ingjum. Sigþrúður Elísabet. ✝ Magnús Krist-ófersson fæddist á Akranesi 3. sept- ember 1918. Hann lést 24. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Júlíana Guðnadóttir, f. 1.7. 1891, d. 12.4. 1957, og Kristófer Bjarnason, f. 12.11. 1894, d. 28.2. 1920. Bróðir Magn- úsar var Bjarni Krist- ófersson, f. 21.7. 1917, d. 19.11. 1998, maki Guðrún Oddsdóttir . Eiginkona Magnúsar var Guðný Indriðadóttir, f. 23.2. 1912, d. 21.3. 2002. Áður var Magnús trúlofaður Sólveigu Elínu Pálsdóttur, f. 5.8. 1918, d. 18.10. 1998. Dóttir þeirra er Margrét Pálfríður, f. 18.6. 1945, gift Ingi- bergi Sigurjónssyni, f. 10.11. 1945. Börn þeirra eru Sólveig, f. 25.1. 1968, Magnús, f. 23.1. 1971, Ólöf, f. 25.8. 1974, Guðný, f. 18.6. 1980, og Svana, f. 18.6. 1980. Barna- barnabörnin eru 11. Útför Magnúsar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Við kveðjum í dag elsku pabba, tengdapabba, afa og langafa okkar sem við mátum mikils og dáðum. Það er margs að minnast og maður veit vart hvar á byrja. Föður sinn missti hann aðeins 2 ára gamall og ólst því einn upp með móður sinni, því bróðir hans Bjarni flutti til afa síns í Reykjavík og var þar til 14 ára aldurs, kom þá aftur til þeirra. Pabbi var afskaplega félagslyndur maður, lagði stund á íþróttir í æsku, m.a. glímu, fótbolta ofl. Hann var líka mörg sumur í sveit á Oddsstöð- um í Lundarreykjadal og var mjög ánægður þar. Margar ferðir fóru þau Guðný í heimsókn þangað og fengu höfðinglegar móttökur alla tíð. Svo byrjaði hann ungur á sjó- mennskunni eins og títt var í þá daga, var mikið á síldarbátum og lenti í síldarævintýrinu á Sigló, Raufarhöfn ofl. stöðum. Hann talaði oft um þessi ár á síldinni, þau voru honum greinilega kær. Ég man eftir því þegar hann kom austur á Norð- fjörð og heimsótti mig og færði mér fallegar gjafir, þá bjó ég þar hjá mömmu minni og fjórum hálfsystk- inum og stjúpföður. Seinna flutti ég svo til þeirra Guðnýjar og hans og voru það mikil gæfuspor fyrir mig, ég komst í góðan skóla, fór að vinna í Sælgætisgerðinni Víking með Guð- nýju og á sumrin fórum við í heim- sókn í Ásatún í Hrunamannahreppi þar sem systkini Guðnýjar bjuggu. Pabbi varð bakveikur og varð því að hætta á sjónum og gerðist verka- maður í landi. Þá gafst meiri tími til annarra hluta, hann fór að hnýta á til að drýgja tekjurnar og gleyma ekki alveg sjómennskunni. Ég hjálp- aði stundum til við það og hafði gam- an af. Á völlinn fór hann oft og var Akranesliðið hans uppáhald. Fórum við stundum saman á leiki og hvött- um Skagamenn hvort í kapp við annað. Nú, þau Guðný ferðuðust mikið, fóru í veiði á Þingvöll, í Ása- tún óteljandi ferðir og hringinn í kringum landið með Magga og Rósu, sem voru bróðir og mágkona Guðnýjar. Seinna þegar við fluttum til Svíþjóðar komu þau til okkar og höfðu mikið yndi af að hitta barna- börnin sem voru 2, Sólveig og Magn- ús, sólargeislarnir þeirra. Við gátum skoðað okkur heilmikið um og fóru þau glöð og hress til baka. Blessunin hún Guðný dó fyrir 6 árum og var það mikill missir fyrir þig, pabbi minn, en nú eruð þið von- andi sameinuð á ný hjá Guði. Blessuð sé minning þín og þökk fyrir allt, elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, Margrét, Ingibergur og fjölskylda. Það er margt, sem kemur upp í huga mér núna þegar hann Maggi föðurbróðir minn er allur. Sérstak- lega minningar úr æsku minni þegar Maggi og Guðný, konan hans, komu í heimsóknir á Skagann. Eins minn- ingar um Reykjavíkurferðir mínar á æskuárum með gistingu hjá Magga og Guðnýju, fyrst á Barónsstígnum og síðan í Skaftahlíðinni. Maggi var einstaklega barngóður maður. Krakkar löðuðust að honum og alltaf var hann til í eitthvert sprell. Guðný var alltaf hans stoð og stytta, hún hafði lúmskt gaman af sprellinu í honum en ég man að stundum sussaði hún samt á karlinn þegar henni fannst nóg komið. Ekki spillti það fyrir í heimsóknum þeirra á Skagann að Guðný vann í sælgæt- isgerð, þannig að alltaf átti maður von á einhverju sælgæti, svo maður minnist ekki á páskaeggin, þau voru sko sneisafull. Sjómannadagurinn á Akranesi skipaði alltaf stóran sess í huga Magga og alltaf mætti hann þótt oft væri hann ekki heilsuhraustur. Framan af tók hann þátt í keppn- isgreinum sjómannadagsins eins og reiptogi, pokahlaupi og naglaboð- hlaupi. Þá var fótboltaáhuginn mikill og aldrei sleppti hann úr leik með ÍA-liðinu meðan þrek leyfði. Hann var líka Þróttari, enda búsettur í Reykjavík lengst af ævi. Maggi studdi yngri flokka Þróttar dyggi- lega, kom meðal annars á fót leikj- um milli Þróttar og ÍA í yngri flokk- um um tíma og gaf bikara til þeirrar keppni. Maggi var ekki heilsuhraustur lengi vel en hann lét það ekki hefta sig í að stunda þau áhugamál sem hann hafði og talsvert ferðuðust þau saman um landið, hann og Guðný. Fyrir utan heimsóknirnar á Akra- nes fóru þau oft til Vestmannaeyja og austur í sveitir á æskuslóðir Guð- nýjar. Síðustu ferðirnar voru svo í hópi eldri borgara. Þau ferðuðust með rútum, flugi eða með vinum á bíl, því hvorugt þeirra keyrði bíl. Þau Maggi og Guðný bjuggu síð- ast í Seljahlíð þar sem þeim leið vel í lítilli íbúð en Guðný lést árið 2002 og var það erfitt fyrir hann frænda minn. Ævikvöldinu eyddi hann svo á sjúkradeild, þar sem vel var hugsað um hann. Um leið og ég kveð hann Magga frænda minn með þessum fátæklegu orðum, votta ég Pöllu dóttur hans, Inga tengdasyni hans, börnum þeirra og barnabörnum samúð mína. Maggi sagði oft í gríni hér áður fyrr að hann væri að verða 100 ára. Hann náði því næstum, varð 90 ára í sept- ember síðastliðnum. Hvíl í friði, frændi. Haraldur Bjarnason. Í dag kveðjum við góðan vin og frænda. Magnús Kristófersson frá Götuhúsum á Akranesi. Maggi eins og hann var oftast kallaður missti föður sinn ungur og ólst upp hjá móður sinni í Götuhús- um á Akranesi. Fjaran var hans leiksvæði og sjórinn heillaði. Hann var sjómaður mestan hluta ævinnar en eftir að hann hætti á sjónum vann hann almenna verka- mannavinnu. Maggi var mjög frændrækinn og þegar hann ásamt sinni góðu konu Guðnýju Indriðadóttur, flutti í næsta nágrenni við okkur vestur á Meistaravelli varð hann fljótlega au- fúsugestur hér á heimilinu. Það var oft gaman þegar hann kom í heim- sókn, hann hafði svo gott lag á að segja frá mönnum og málefnum. Maggi var ákaflega barngóður og ef eitthvað af barnabörnunum var í heimsókn hjá okkur, þá var hann vís til að draga upp úr vasanum suðu- súkkulaði og bjóða þeim, en þau kölluðu það ávallt Maggasúkkulaði og gera enn. Hann kom alltaf hjól- andi og hafði yfirleitt áður hjólað niður á höfn, því þangað fannst hon- um alltaf mjög gaman að koma. Maggi hélt mikið upp á Sjó- mannadaginn og kvöldið fyrir þann dag héldu þau hjónin miklar og góð- ar veislur og buðu ættingjum og vin- um. en þau hjónin voru mjög sam- rýnd og þeim fannst ekkert skemmtilegra en taka á móti gestum og veita vel. Maggi var mikil Skagamaður og hann hafði mjög gaman af fótbolta og var Akranesliðið hans lið númer eitt þó að hann hafi reyndar haft ákveðnar taugar til Þróttar og KR eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Eina dóttur eignaðist hann, hana (Margréti Pálfríði) Pöllu, en hún og Ingi maðurinn hennar og börnin þeirra ásamt barnabörnum voru augasteinar þeirra Guðnýjar og eftir að Guðný lést voru þau óþreytandi á að heimsækja hann og á meðan hann hafði heilsu til, að sækja hann og fara með í heimsóknir. Síðustu árin voru Magga erfið, hann var nær rúmliggjandi, vegna veikinda, en hann naut frábærar umönnunar þeirra yndislegu kvenna sem í Seljahlíð vinna. 3. september sl. varð hann 90 ára og Palla og Ingi og fjölskylda héldu honum góða veislu. Hann naut af- mælisdagsins í faðmi fjölskyldu og vina og hafði gaman af að rifja upp liðin ár. En nú er komið að kveðjustund og viljum við þakka fyrir ómælda vin- áttuna og tryggð í gegn um árin og biðjum góðan Guð að geyma hann Magga okkar og allt hans fólk, Matthildur Þórarinsdóttir, Þórir Svansson. Magnús Kristófersson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                          ✝ Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og amma, HERDÍS BJÖRG GUNNGEIRSDÓTTIR, Ársölum 3, Kópavogi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Friðrik Björnsson, Gunngeir Friðriksson, Edda Björg Sigmarsdóttir, Ásgeir Friðriksson, Helga Lára Ólafsdóttir, Sigurrós Friðriksdóttir, Sigurrós Eyjólfsdóttir, Viðar Gunngeirsson, Halla Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGI JÓNSSON, Hringbraut 50, Reykjavík, áður á Kópavogsbraut 1b, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Jón Ingi Ingason, Kristín Jónsdóttir, Markús Ingason, Oddný Hólmsteinsdóttir, Sólfríður Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.