Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 25
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
ÁSTDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR,
Suðurgötu 37,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans, Landakoti,
föstudaginn 31. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Haraldur Theodórsson,
Guðjón Haraldsson, Sigríður Siemsen,
Þórir Haraldsson, Mjöll Flosadóttir
og fjölskyldur.
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008
Við í saumaklúbbn-
um viljum minnast
Brynju. Saumaklúbb-
urinn okkar hefur verið
starfræktur í rúmlega þrjátíu ár og er
hann samsettur úr hópi norðlenskra
vinkvenna frá barnæsku. Í byrjun
klúbbsins okkar dvaldi Brynja lengi
erlendis og má segja að hún hafi byrj-
að að mæta í hann eftir að hún settist
aftur að á Íslandi. Þá vorum við marg-
ar búnar að vera að sinna heimili og
börnum um þó nokkurt skeið. Brynja
kom með svo ferskan andblæ inn í okk-
ar hóp. Hávaxin, ljóshærð, brúneygð
og með þessa glöðu rödd. Röddin
hennar Brynju var alltaf svo skemmti-
lega hljómandi það var svo mikil gleði í
henni og augun stríðnisleg og tindr-
andi og svo var hún líka svo ofsalega
smart. Brynja hafði alveg sérstaklega
skemmtilega frásagnargáfu og gátum
við oft legið í hláturskasti í saumó þeg-
ar hún var að segja frá hinum ýmsu at-
burðum og lék hún hvern einasta kar-
akter eins og henni var einni lagið.
Eitt var það sem einkenndi líka
hana Brynju og það var að það var
aldrei verið að tvínóna við hlutina þó að
við hefðum verið að skemmta okkur
fram á nótt, hver önnur en Brynja var
þá mætt fyrst um morguninn og
spyrja hvort ekki væru allir til í sund-
ferð eða eitthvað annað álíka. Hún var
alltaf á undan okkur hinum, lifði hratt,
henni lá alltaf á. Að sækja Brynju heim
var líka alltaf tilhlökkunarefni, að reiða
fram heila veislu var ekkert mál fyrir
hana, hún gat töfrað fram framandi
rétti og kökur eins og ekkert væri,
þetta var alltaf eitthvað svo spennandi
hjá henni og alveg rosalega gott og að
sjálfsögðu flott, því hún var fagurkeri
fram í fingurgóma. Ekki getur maður
minnst Brynju án þess að geta allra
hannyrðanna hennar. Hún var búin að
hanna sína eigin línu í sambandi við
húfur og er margur í dag sem fær að
njóta þeirra, hún var óspör á að gefa
þær og skipta þær hundruðum sem
hún hefur gefið og einnig prjónaði hún
peysur eins og ekkert væri. Eitt verð-
ur maður að minnast á í sambandi við
hana, eins og hún var alltaf á fleygiferð
þá
átti hún aldrei bíl, fór mestallt gang-
andi eða í strætó og var ekki að víla
það fyrir sér. Meira að segja eftir að
hún veiktist og var að koma úr með-
ferð, hver önnur en hún fór gangandi
heim. Maður þurfti að sitja um hana til
þess að fá að skutla henni, henni fannst
hlutirnir aldrei neitt mál og sama hve
veik hún var þá hélt hún alltaf ótrauð
áfram.
Öll útivera var henni mjög kær og
stundaði hún sund og hlaup og sundinu
hélt hún ótrauð áfram þrátt fyrir veik-
indin. Með þessum dugnaði sínum hélt
hún reisn sinni fram á síðustu stundu
og þegar maður sá Brynju þá datt
manni alltaf í hug íþróttamanneskja
sem væri á leið á stórmót en ekki að
þarna væri um veika manneskju að
ræða.
Við í saumaklúbbnum teljum okkur
hafa verið einstaklega lánsamar að
hafa fengið að eiga Brynju sem vin-
konu og félaga og um leið og við kveðj-
um okkar ástkæru vinkonu þá viljum
við votta Gullý og Röggu Stínu, ásamt
öllum aðstandendum Brynju okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Saumaklúbburinn.
Elsa, Anna, Ingibjörg, Edda,
Inga Þóra, Bertha, Svanhild-
ur, Guðrún, Jóhanna Kristín
og Birna.
Við eigum 16 ára leshringsafmæli í
þessari viku. Við vorum sex saman og
okkar samverustundir voru heilagar.
Við hittumst a.m.k. mánaðarlega,
ræddum um bækur, okkur sjálfar, fjöl-
skyldur og lífið sjálft. Nú hefur ein
Brynja Ragnarsdóttir
✝ Brynja Ragn-arsdóttir fædd-
ist á Akureyri 14.
apríl 1952. Hún lést
á líknardeild LSH
miðvikudaginn 22.
október síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Graf-
arvogskirkju 31.
október.
okkar kvatt þennan
nána hóp og það skarð
verður aldrei fyllt.
Brynja hafði alltaf
eitthvað til málanna að
leggja og oftar en ekki
tvinnaðist líf okkar bók-
unum sem við vorum að
lesa í það skiptið. Þá
kom í ljós umhyggja og
væntumþykja hennar
gagnvart samferðafólki
sínu, hvort sem um var
að ræða systkinabörn,
sjúklinga, samstarfs-
fólk, vini eða vanda-
menn. Hún hafði svo næma tilfinningu
fyrir öðrum, enda valdi hún að ævi-
starfi að sinna og hjúkra öðrum. Hún
var tryggasta og besta vinkona sem
hugsast gat. Hún var með svo stórt og
óeigingjarnt hjarta. Hún deildi ekki
umhyggju sinni milli vina sinna og fjöl-
skyldu, hún margfaldaði hana.
Á þessum 16 árum okkar saman í
leshring var margt gert og upplifað.
Hefðbundnir fundir með poppi og
kóki, þar sem lífið og tilveran var kruf-
in til mergjar, Kaupmannahafnarferð-
ir þar sem áherslan var lögð á listina
að lifa, enda var Brynja sérfræðingur í
þeirri list, eða sumarbústaðaferðir þar
sem áherslan var á dekur og matarlist.
Þar nutu listrænir hæfileikar Brynju
sín, skreytt borð og sælkeraveitingar,
enda Brynja listakokkur. Ætíð lögð
áhersla á hið listræna og góða. Nátt-
fötin appelsínugulu voru ómissandi
hvort sem var í sumarbústaðaferðum
eða afmælum þar sem við tróðum upp
með söng og gleði. Ógleymanleg eru
litlu jólin okkar sem jafnan voru haldin
heima hjá Brynju, enda var hún sér-
fræðingur í dönskum jólahlaðborðum.
Við mættum uppáklæddar eins og
hefðarmeyjar, með jólapakka í hendi.
Það vantaði aldrei réttu stemninguna
þegar Brynja var annars vegar.
Það var mikið áfall þegar Brynja
greindist með krabbamein fyrir rúm-
um 2 árum, er hún var að undirbúa sig
fyrir Reykjavíkurmaraþonið það árið.
Hún sem var heilbrigðin uppmáluð,
mikil útivistar- og göngukona, sund-
maður af Guðs náð og fór allra sinna
ferða fótgangandi. Við lespíurnar
kveðjum yndislega vinkonu sem við
söknum sárt, þökkum samfylgdina og
allar góðar minningar. Megi góðar
minningar umlykja þá sem sárast
sakna og umvefja alla í þeim kærleika
sem Brynju fylgdi.
Leshringurinn,
Guðrún, Herdís, Inga,
Jóhanna og Kristín.
Kveðja frá samstarfsfólki
Traustur og góður starfsfélagi okk-
ar á Landspítala er fallinn frá. Með
söknuð í hjarta þökkum við Brynju
mikið og gott samstarf í gegnum árin.
Brynja hafði einlægan áhuga á velferð
samferðafólks síns. Störf hennar ein-
kenndust af faglegri umhyggju, virð-
ingu og ábyrgðartilfinningu. Það var
sama hvað Brynja tók að sér, hún
gerði allt vel og vann af heilindum. Í
minningunni er Brynja fagmanneskja,
frábær fyrirmynd, glæsileg, hlý og
traust, orkumikil kona í lífi og starfi.
Við kveðjum Brynju með þökk og virð-
ingu.
Fjölskyldu hennar og vinum vottum
við okkar innilegustu samúð. Guð
blessi minningu Brynju.
Þú hefur verið gjöful, góð
grætt þá sjúku meinum,
það er gott að safna í sjóð
sæmdarverkum einum.
Því er björt og blómum stráð
brautin minninganna
og nafn þitt hreinum heiðri skráð
í hjörtum þúsundanna.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
F.h. samstarfsfólks á lyflækninga-
sviði II Landspítala,
Sigrún, Hrönn, Kristín og Nanna.
Lífslistamaðurinn hún Brynja,
æskuvinkona mín, er horfin á braut –
vafalaust á vit nýrra ævintýra en þau
upplifði hún mörg hér í þessari jarð-
vist. Ég sé hana í anda stinga sér til
sunds í Vesturbæjarlauginni og
smjúga á bringusundi gegnum vatnið
eins og hún gerði flesta daga og svífa
síðan heim – upp á 4. hæð – létt sem fis.
Ég sé hana í anda svífa yfir Casteg-
lione á Ítalíu og stinga sér í sjóinn upp
úr miðnætti eins og hún gerði um árið
og sagðist ætla að gera aftur þegar
hún væri komin til himnaríkis. Ég sé
hana fyrir mér á skíðum í nágrenni
Óslóar, þar sem hún sveif áfram langt
á undan félögum sínum inn á milli
trjánna í fallegu skóglendinu. Og ég sé
hana fyrir mér arkandi um stræti New
York-borgar þar sem hún m.a. elti
uppi vopnaðan þjóf sem rændi hana
töskunni án þess að gera sér grein fyr-
ir fyrr en eftir á að kannski hefði hún
átt að láta það ógert, nú, eða skokkandi
meðfram Sæbrautinni, út að Gróttu og
tilbaka enda ætlaði hún að hlaupa hálft
maraþon. Þá sé ég hana einnig fyrir
mér arkandi upp eða niður Laugaveg-
inn, úr eða í vinnu, því Brynja var ein
af fáum sem voru fljótari milli staða
fótgangandi heldur en í bíl. En ekki
síður sé ég hana fyrir mér heima hjá
sér, þar sem hún naut sín hvað best
ýmist við að „taka allt í gegn“, elda mat
sem hún gerði listilega, hekla, lesa eða
að dunda sér við hvað það sem hún
hafði unun af þá stundina – alltaf með
viðeigandi tónlist í bakgrunninum. Það
var eins og engin mínúta færi til spillis,
hver þeirra var nýtt út í ystu æsar
enda kom hún meiru í verk en flestir.
Og þó ég sé sannfærð um að Brynja
svífi hér yfir og njóti þess að vera laus
úr þeim böndum sem bundu hana hér,
sakna ég hennar óskaplega.
Ég sakna þess að heyra ekki lengur:
„Hæ, þetta er Brynja“, ég sakna þess
að baka ekki lengur með henni smá-
kökur fyrir jólin, ég sakna þess að elda
ekki með henni lengur á Vesturvalla-
götunni og ég sakna þess að geta ekki
rætt við hana um lífið og tilveruna. En
mest af öllu sakna ég Brynju sjálfrar,
nærveru hennar, félagsskapar og vin-
áttu. Með henni hverfur stór þáttur úr
lífi mínu. Og ég er ekki ein um það.
Fjöldi vinkvenna horfir með söknuði á
eftir góðri vinkonu og systur hennar,
systkinabörn og fjölskylda – sem hafa
þurft að horfa á eftir þremur systk-
inum á síðustu þremur árum – eiga um
sárt að binda og votta ég þeim mína
dýpstu samúð og bið þeim Guðs bless-
unar.
Jóhanna Kristín (Hanna Stína).
Elsku Brynja. Ég hitti þig fyrst í
Ósló árið 1978. Þú og Solla vinkona
komuð þangað til að vinna og við vor-
um ekki lengi að kynnast. Það var
byrjunin á vináttu sem stóð í 30 ár. Við
vorum hópur íslenskra stelpna sem
hittist reglulega. Við stofnuðum
saumaklúbb, þú galdraðir fram hvern
réttinn á fætur öðrum, hjá þér var allt-
af veislumatur.
Við vorum á skautum, fórum á skíði,
út að skemmta okkur, á ströndina og
um páskana voruð þið hjá okkur og við
fórum í fyrsta sjóbað ársins á milli
klakanna. Að því loknu var haldið upp í
húsið og þá var keppni á milli ykkar
Tronds hvort dykki hraðar Irish cof-
fee. Elsku vinkona, þú elskaðir lífið og
lifðir því að fullu. Ef allir hér á jörðu
hefðu verið eins og þú þá væri pardís
að búa hér. Elsku vinkona, þú varst
einstök og það vita allir sem kynntust
þér. Ég kveð þig núna og þakka þér
fyrir allt það sem þú hefur gefið mér,
einn hluta af lífi þínu. Í huga mínum er
ég hjá þér þegar þú verður borin til
hvíldar. Sendi mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til fjölskyldunnar. Megi
góður Guð blessa þig.
Þín vinkona,
Anna Bettý Bjarnadóttir
Ingebrigtsen.
Nú afhjúpast ljósin um alstirndan
himinvöllinn
uns endalaus geimurinn skín,
og vegmóðir geislar hans, sumir jafn fornir
og fjöllin
fljúga til mín og þín.
Í andvara kvöldsins leika nú þínir lokkar
langt burt í fjarlægri sveit,
og ef til vill mætast á heiðunum hugir
okkar,
hvorugur veit.
(Jón Helgason)
Yndisleg vinkona hefur kvatt og
haldið á vit eilífðarinnar. Við sem vor-
um svo lánsöm að eiga samleið með
henni eigum dýrmætar minningar og
vonina um að hitta hana kannski ein-
hvern tíma aftur. Brynja var Akureyr-
armær, hávaxin, grönn, smekkleg og
glæsileg, hafði fallegan líkamsburð,
ljóst hár og brún augu sem geisluðu af
lífsgleði og kátínu. Hún var vinmörg,
rausnarleg og gleðigjafi hvar sem hún
kom, alltaf reiðubúin að gleðja, leið-
beina og aðstoða, sérstaklega við mat-
seld og í veisluhaldi. Henni tókst á
undraverðan hátt að láta nánast hvaða
máltíð sem var líta út eins og veislu og
hafði mikla unun af að undirbúa og
halda matarboð sem voru eftirminni-
leg og sérstök. Maður fór einhvern
veginn alltaf ríkari frá henni. Hún var
mjög eftirsóttur starfskraftur við
hjúkrun, bjartsýn, hógvær og ósérhlíf-
in enda bar hún takmarkalausa virð-
ingu fyrir þeim sem voru veikir og
uppskar traust þeirra. Sagan segir að
sumir þeirra hafi ekki treyst neinum
nema henni fyrir fjármunum sínum og
beðið þar til hún kom á vakt með að
fara í apótekið eða sjoppuna. Það var
líka aðdáunarvert hve vel hún annaðist
veikan föður sinn og hvernig henni
tókst að höndla það áfall sem fjölskyld-
an varð fyrir þegar eldri bróðir hennar
veiktist alvarlega og lést í maí á þessu
ári. Hann var hennar bakhjarl og stoð í
gegnum lífið. Á sama tíma tókst hún á
við sín veikindi af ótrúlegri stillingu,
krafti, von og húmor sem einkenndi
hennar líf alla tíð. Við erum full af
þakklæti fyrir að hafa fengið að læra af
henni og njóta vináttu hennar og sam-
vista síðastliðin 35 ár. Systrum hennar,
sem komu frá Danmörku og viku ekki
frá henni síðustu vikurnar, og öðrum
aðstandendum hennar sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Góðar vættir fylgi Brynju í nýjum
heimkynnum.
Arnfríður Gísladóttir, Páll
Gíslason, Jóhanna Júlíusdóttir
og Árni Þorvaldsson.
Á fallegum haustdegi þegar vetur-
inn er um það bil að ganga í garð kveð-
ur Brynja vinkona mín þennan heim
og er nú frjáls ferða sinna. Leiðir okk-
ar Brynju lágu fyrst saman fyrir
margt löngu þegar við unnum á gjör-
gæsludeild Landspítalans. Þar tókst
með okkur vinátta sem hefur haldist
alla tíð síðan.
Brynja var vinur vina sinna, hún var
laus við viðhorf smáborgarans og for-
dóma og sá sem átti hana að vini þurfti
ekki að efast um tryggð hennar og fyr-
ir það er þakkað.
Brynja var heilbrigð í hugsun og
lífsháttum, mikil útivistarkona og fór
allra sinna ferða gangandi; var ímynd
hreystinnar. Hún gerði ófáar atrennur
að undirritaðri til að fá hana með sér út
að hlaupa, í gönguferðir á Esjuna eða
bara í sund en hafði sjaldan erindi sem
erfiði. Það kom henni því skemmtilega
á óvart þegar vinkona hennar, ant-
isportistinn, ánetjaðist golfíþróttinni.
Brynja var mikið náttúrubarn og sá
einlægt það fallega í íslenskri náttúru,
hvort sem það var lítið blóm, fjall eða
fugl, nú eða bara veðrið, hún tók ekki
undir neitt væl um leiðindaveður, það
var bara mismunandi gott og svo ekki
orð um það meir.
Gestrisni og höfðingslund var henni
eiginleg. Maður hafði ekki fyrr rekið
inn nefið til Brynju á Vesturvallagöt-
una en hún hafði töfrað fram kræs-
ingar, kaffi, kertaljós, kannski tár í
glasi og oftar en ekki fylgdu diskúsjón-
ir um lífið og tilveruna, stundum fram
á rauðanótt. Hún var félagslynd og
naut þess að hafa fjölskyldu sína og
vini nálægt sér en undi sér engu að síð-
ur vel í eigin selskap og kunni þá list að
njóta augnabliksins á hverjum tíma.
Brynja tókst á við veikindi sín af
æðruleysi og þeirri reisn sem ávallt
einkenndi hana og þótt hún hafi ekki
sigrað sjúkdóminn þá barðist hún við
hann af krafti meðan stætt var. Og
þrátt fyrir allt þá týndi Brynja aldrei
gleðinni sem var svo ríkur þáttur í
skaphöfn hennar. Hún var glæsileg
kona geislandi af lífi.
Brynja og fjölskylda hennar hafa
fengið á sig þung högg undanfarna
mánuði en saman hafa þau staðið og
mætt þeim áföllum af ótrúlegum
styrk.
Sem dropi tindrandi
tæki sig út úr regni
hætti við að falla
héldist í loftinu kyrr –
þannig fer unaðssömum
augnablikum hins liðna.
Þau taka sig út úr
tímanum og ljóma
kyrrstæð, meðan hrynur
gegnum hjartað stund eftir stund.
(Hannes Pétursson.)
Góð vinkona er gengin, ég þakka
henni samfylgdina og sakna þess að
hitta hana ekki meir í lifanda lífi. Ég
votta systrum hennar, fjölskyldum
þeirra og öðrum aðstandendum samúð
mína, megi allar góðar vættir vera með
þeim.
Sigríður Egilsdóttir.
Ég kveð kæra vinkonu mína í dag
með miklum söknuði. Á þriðja ár hefur
hún barist við illvígan sjúkdóm sem
hafði betur að lokum. Brynja var
glæsileg kona á allan hátt og held ég að
hennar einstaka lund hafi hjálpað bæði
henni og hennar nánustu í gegnum
þennan erfiða tíma. Brynju var mjög
umhugað um líðan ástvina sinna og
hafði meiri áhyggjur af þeim en sjálfri
sér. Henni leið yfirleitt bara vel, væri
hún spurð. Vonina, húmorinn og glað-
væra lund missti hún aldrei. Segja má
að lífssýn hennar sé vel lýst í Hvatn-
ingu, ljóði Ólafs Ragnarssonar.
Látt’ekki daga lífs þíns
lit sínum glata,
þótt birtur þér hafi verið
bráðþungur dómur.
Þótt lækning sé engin í augsýn
er aldrei að vita
hvað framtíð þér færir
ef fast þú heldur í vonir.
Látt’ekki leifturmyrkva í sinni
loka þér sýn fram á veg
og hvorki gæfu né gleði
úr greipum þér smjúga.
Á þetta líttu sem áskorun nýja,
átak sem styrkir
vænlega reynslu sem veitir
þér viðbótarþroska.
Líttu á fólkið þitt ljúfa
og lífsglaða vini,
fjársjóð af minningum fögrum,
fögnuð andrár og daga.
Að leiðarlokum þakka ég Brynju
fyrir áralanga dýrmæta vináttu. Elsku
Gullý, Ragga Stína og ástvinir allir.
Fjölskylda ykkar hefur orðið fyrir
miklum áföllum. Megi guð vera með
ykkur og gefa ykkur styrk á erfiðum
tíma.
Jóhanna og fjölskylda,
Jörvabyggð.
Fleiri minningargreinar
um Brynju Ragnarsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.