Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
650 kr. fyrir fullorðna
- 550 kr. fyrir börn
SÝND Í SMÁRABÍÓI
ENGIN MISKUN. BARA SÁRSAUKI!
FRÁ GÆJANUM SEM FÆRÐI OKKUR „SUPER SIZE ME“
KEMUR NÆSTA STÓRKOSTLEGA ÆVINTÝRI
„Ótrúlega skemmtileg!“
- Mark Bell, Film Threat
11. MARS 2008 VAR ÍBÚÐARBLOKK
Í LOS ANGELES INNSIGLUÐ AF YFIRVÖLDUM.
ÍBÚARNIR HAFA EKKI SÉST SÍÐAN!
ENGAR UPPLÝSINGAR EÐA VITNI.
FYRR EN NÚNA!
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA!
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
My Best Friend´s girl kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 14 ára
Max Payne kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára
House Bunny kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Burn after reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE
650k
r.
HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN
PLAYBOY KANÍNA HEFUR
UPPLIFAÐ ÁÐUR ...
... HÁSKÓLA!
650k
r.
GÁFUR ERU OFMETNAR
- S.V., MBL
- Þ.Þ., DV
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
650k
r.
650k
r.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
MYND SEM ALLAR KONUR VERÐA AÐ SJÁ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
Where in the world is ... kl. 8 - 10 B.i. 10 ára
Hér er draumurinn kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
The Women kl. 5:30 - 8 LEYFÐ
Reykjavík Rotterdam kl. 5:40 - 10:10 B.i. 12 ára
Burn after reading kl. 10:15 B.i. 16 ára
Quarantine kl. 8 - 10 B.i.12 ára
My Best Friend´s Girl kl. 6 - 8 - 10 B.i.14 ára
Skjaldbakan og Hérinn ísl. tal kl. 6 650 kr. LEYFÐ
ÞAR sem í dag er sjálfur kosn-
ingadagur í í Bandaríkjunum er
ekki úr vegi að líta yfir síðustu átta
ár George W. Bush í stóli forseta
Bandaríkjanna og meta þau áhrif –
góð og vond – sem hann hefur haft á
heimsbyggðina. Skynsamlegra er að
láta pólitískum skríbentum það eftir
að meta áhrif Bush á efnahag og ör-
yggi Bandaríkjanna – og í mörgum
tilvikum heimsbyggðarinnar allrar –
en hverjir eru betri til að meta áhrif
Bush á menningu Bandaríkjanna en
fremstu listamenn þeirrar þjóðar.
Breska dagblaðið Guardian leitaði á
dögunum til nokkurra bandarískra
listamanna og hér má sjá vel valin
tilsvör þeirra við spurningunni: hver
er menningararfleifð Bush-áranna?
Paul Auster (rithöfundur)
„Ég get ekki séð að Bush hafi
gert nokkurn skapaðan hlut til að
auka vægi lista í
landinu. Síðustu
átta ár hafa verið
þau verstu sem
ég man eftir og
óhamingja mín
og ótti við
ástandið hefur
ósjálfrátt smitast
út í mín skrif. Ef
McCain vinnur er
ég vís til að fara
niður í kjallara og fela mig þar
næstu fjögur árin. Það eða að fara
út á hverjum degi og öskra.“
Daniel Libeskind (arkitekt)
„Hvernig er hægt að tala um
menningararfleifð í þessu sambandi.
Menning er blótsyrði hjá þessu
fólki, eins og frjálslyndi og læsi. Við
höfum upplifað algjört gjaldþrot
hvað hugmyndir varðar á síðustu
átta árum. Það er erfitt að treysta
Bush, manni sem er stoltur af því að
lesa ekki bækur og gerir grín að
orðum sem eru
lengri en eitt at-
kvæði. Hann er
ekki í hópi þeirra
sem mótuðu
stjórnarskrána,
forsetana Wilson,
FDR og Clinton
sem trúðu á mik-
ilvægi banda-
rískrar menning-
ar. Jefferson var fínn arkitekt. Það
eina sem Bush hefur lagt til mál-
anna er hernaðarmáttur. Bandarík-
in eru ennþá stórkostleg þjóð en
Bush og Cheney hafa komið því til
leiðar að neikvæðar hliðar sam-
félagsins hafa breytt úr sér um allan
heim.“
Joyce Carol Oates
(rithöfundur)
„Menningar-
arfleifð George
W. Bush er líkari
ósmekklegum
brandara en
nokkru öðru.
Hins vegar er
bókahátíðin sem
Laura Bush held-
ur í Washington
á hverju ári ómetanleg og maður
vonar að næsta forsetafrú haldi upp-
teknum hætti. Menningarlíf í
Bandaríkjunum er alla jafna ólíkt
pólitískum straumum hverrar
stjórnar. Það getur blómstrað líkt
og í tíð Nixons sem mótvægisafl og
þegar pólitíkin er andlaus getur
menningin virkað andrík og hvetj-
andi. Menningarlíf Bandaríkjanna
myndi haldast óbreytt verði McCain
kosinn.“
Gore Vidal (rithöfundur)
„Þrátt fyrir að allir pólitíkusar
ljúgi hefur Bush lagt sig í líma við
að segja ósatt og fyrir það verður
hans minnst fyrst og fremst. Oliver
Stone er að mér skilst að útskýra
forsetatíð hans út frá samskiptum
Bush við föður sinn en ég held að
freudískar kenningar nýtist manni
ekki þegar Caligula er annars veg-
ar.
Menningin
heldur sínu striki
og þeir sem
skrifa halda
áfram að skrifa
hvort sem al-
menningur hefur
áhuga á að lesa
eða ekki. Við er-
um með forseta
sem getur ekki
lesið. Hann er lesblindur eins og
faðir hans. Það hlýtur að hafa áhrif.
Listir eru hins vegar ávallt nauðsyn-
legar hjá þjóðum sem hafa lítinn
áhuga á þeim.“
Edward Albee (leikritaskáld)
„Hvaða menningararfleifð? Það
er engin menn-
ingararfleifð. Við
búum við glæpa-
stjórn, spillingu
og vanhæfni en
enga menning-
arlega arfleifð.
Þetta ástand hef-
ur ekki vakið upp
þá reiði í sam-
félaginu sem
maður myndi bú-
ast við. Það segir mér að við séum
fáskiptin og heimsk. Ég er ekki viss
um að repúblikanaflokkurinn hefði
komist upp með allt það sem hann
hefur gert ef almenningur í landinu
væri ekki jafn fálátur og raun ber
vitni. En ég er vongóður. Beckett
var einu sinni spurður að því hvers
vegna hann ómakaði sig á því að
skrifa ef hann væri svona svartsýnn.
Hann sagði: „Ef ég væri svartsýnn
léti ég það vera að skrifa.“
hoskuldur@mbl.is
Líkt og ósmekklegur brandari
Bandarískir listamenn meta áhrif átta ára stjórnartíðar George W. Bush á menningu þjóðarinnar
Reuters
Menningarviti? George Walker Bush, 43. forseti Bandaríkjanna, stígur niður úr stóli hinn 20. janúar nk.
Gore Vidal
Edward Albee
Paul Auster
Joyce Carol Oates
Daniel Libeskind