Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008 Samkomulag Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jónas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu í gær samning milli Íslands og Noregs um kolvetn- isauðlindir sem liggja yfir markalínur. Íslensku samningamennirnir virtust nokkuð ánægðir með samninginn en Gahr Støre sá ekki ástæðu til að brosa. Kristinn Dögg Pálsdóttir | 3. nóvember 2008 Mál fyrir fjölmiðla að kanna Milli manna gengur nú tölvupóstur um það að afskrifaðar hafi verið um- talsverðar fjárhæðir sem starfsmenn bankanna hafi skuldað. Skuldirnar hafi verið afskrifaðar svo þessir sömu starfsmenn gætu komið til starfa hjá nýju ríkisbönkunum. Rökin fyrir afskrift- unum séu þau að yfirmannsstöðurnar í nýju bönkunum sé ekki hægt að manna nema þetta sé gert því gjaldþrota ein- staklingur má ekki starfa fyrir banka. Meira: doggpals.blog.is Páll Vilhjálmsson | 3. nóvember 2008 Viðskiptaráðherra í felum … Yfirmaður bankamála þarf að segja þjóðinni hverjir hafa heimild til að taka snúning á ríkisbönkunum, skilja eftir skuldir í gjald- þrota fyrirtækjum og hirða bestu bitana í ný félög. Viðskiptaráðherra þarf einnig að upplýsa hvort bankamenn fá sérmeðferð hjá nýju bönkunum með skuldir sem þeir stofnuðu til í gömlu bönkunum, m.a. vegna hlutabréfakaupa. Viðskiptaráðherra þarf að átta sig á að í útlöndum er fylgst með því hvernig upp- gjöri við auðmennina verður háttað. Við- skiptaráðherra þarf að gefa út yfirlýsingu um hvernig bankauppgjörið fer fram. Meira: pallvil.blog.is Í UMRÆÐUNNI síðustu daga hafa margir lagt til að flýtt verði framkvæmdum við orkuiðnaðinn, þ.e. við orkuver og orku- frekan iðnað. Nauð- synlegt er að hafa í huga að undanfari slíkra framkvæmda er mikil undirbún- ingsvinna sérfræðinga sem tekur mörg ár áður en raunverulegar framkvæmdir geta hafist. Til- gangur þessarar greinar er að varpa ljósi á hvað sé raunhæft að framkvæma á þessu sviði á næstu árum. Umfjöllunin byggist á því hvaða virkjunarkostir eru tiltækir á hverjum tíma ásamt þeirri eft- irspurn eftir orkunni sem hefur verið til staðar. Hún tekur hins vegar ekki til þeirrar röskunar sem kann að verða vegna yf- irstandandi fjármálakreppu á Ís- landi og erlendis. Við þær að- stæður er ljóst að þörf er á samstilltu átaki allra hlutaðeigandi aðila ef framkvæmdir í orkuiðn- aðinum eiga að vera burðarás í verklegum fjárfestingum atvinnu- lífsins á næstu árum. Ekki verði slakað á í umhverfismálum Umfjöllunin tekur til tímabilsins 2005 til 2016 en þá má ætla að framkvæmdum í orkuvinnslu sem nú eru í undirbúningi og tilheyr- andi orkufrekum iðnaði verði lokið. Hér er reiknað með að farið verði í framkvæmdir í orkuvinnslu sem nemi alls um 11 teravattstundum á ári (TWst/ári) en það er svipað því sem hefur verið virkjað frá árinu 1995. Skiptingin er þannig að um 3 TWst/ári er vatnsorka og 8 TWst/ ári er gufuorka. Þessi orkuvinnsla er öll á svæðum þar sem þegar eru hafnar rannsóknir og virkjanirnar eru flestar á undirbúnings- eða hönnunarstigi. Framkvæmdirnar falla því að þeirri stefnu stjórn- valda að hefja ekki rannsóknir á nýjum svæðum fyrr en ný ramma- áætlun um orkunýtingu liggur fyr- ir. Það er alveg skýrt að okkar mati að ekki má slaka á þeim vinnubrögðum varðandi umhverf- issáhrif orkuframkvæmda sem hafa verið viðhöfð fram að þessu. Áform um orkufreka starfsemi eru þannig að reiknað er með að álver á Bakka og í Helguvík verði byggð á þessu tímabili og ráðist verði í fyrirhugaða framleiðslu- aukningu í Straumsvík. Einnig eru taldar með framkvæmdir sem eru í undirbúningi, eða eru hafnar við aflþynnuverksmiðju á Akureyri og netþjónabú á Suðurnesjum. Reikn- að er með að eftir því sem líður á tímabilið bætist við frekari fram- kvæmdir, s.s. kísilhreinsistöð, fleiri netþjónabú eða önnur orkufrek starfsemi í takt við þá orku sem verður tiltæk. Framkvæmdir framundan Til að einfalda áætlanir er reikn- að með sömu fjárfestingu á orku- einingu í álveri og í orkufrekum iðnaði. Þetta jafnast að nokkru út því vitað er að t.d. í aflþynnuverk- smiðju er minni fjárfesting á hverja orkueiningu en í álveri, en á hinn veginn er svo fjárfestingin meiri í netþjónabúi ef allur tækni- búnaður sem þeim fylgir er talinn með. Allar tölur í greininni eru í milljörðum á verðlagi ársins 2007 og hafa þær því hækkað frá þeim tíma með hækkandi verðlagi. Sú hækkun mun hins vegar ekki hafa teljandi áhrif á hlutfall fram- kvæmdanna af landsframleiðslu, en reiknað er með að lands- framleiðslan aukist að meðaltali um 3% á ári á tímabilinu. Út frá síðustu tíðindum í efnahagsmálum má ætla að hagvöxtur verði lítill næstu misserin en gert er ráð fyr- ir að hann muni aukast þegar frá líður, m.a. fyrir tilstuðlan þeirra framkvæmda sem hér eru tíund- aðar, og geti á tímabilinu náð jafn- vægisvexti sem er talinn vera um 3% hér á landi. Miðað við forsendurnar hér að ofan verða fjárfestingar í orkuver- um um 250 milljarðar og í iðjuver- um um 270 milljarðar. Þegar búið er að bæta við fjárfestingum í há- spennulínum, sem eru um 40 millj- arðar, er heildarfjárfestingin um 560 milljarðar á næstu 8 árum á verðlagi ársins 2007. Eftir að búið er að tímasetja framkvæmdirnar eftir þeim áformum sem nú er vit- að um, og áætla hvernig frekari virkjanir og orkusamningar geta komið inn skiptast fjárfestingarnar á tímabilið eins og sýnt er á með- fylgjandi mynd. Þar er einnig sýnt hversu hátt hlutfall af landsfram- leiðslu framkvæmdirnar verða á hverjum tíma. Til samanburðar eru sýndar framkvæmdir í orku- iðnaðinum 2005-2008. Þeir virkj- anakostir sem um er að ræða eru vatnsafl á Suðurlandi, að smávirkj- unum meðtöldum, gufuafl á SV- landi og gufuafl á NA-landi (sjá mynd). Á myndinni er sýnd heildar- fjárfesting í orkuvinnslu (virkjanir) og orkunotkun (iðnaður) og hlutfall fjárfestingarinnar af landsfram- leiðslu. Eins og sést þá dreifast fram- kvæmdirnar ekki jafnt á næstu ár. Samkvæmt þessari spá fara þær hægt vaxandi fram til ársins 2011. Næstu árin verða þær um 75 millj- arðar á ári en síðan dregur úr þeim þegar líður á tímabilið. Óviss- an er vissulega meiri á seinni hluta tímabilsins en gert er ráð fyrir að framkvæmdir sem þá er reiknað með geti færst aftur í tíma auk þess sem framkvæmdir sem ekki eru tilteknar sérstaklega í þessu líkani geta verið komnar á fram- kvæmdastig undir lok tímabilsins. Það er okkar mat að ekki sé raun- hæft að flýta framkvæmdum mikið umfram það sem hér kemur fram; miklu frekar að það þurfi sam- stilltar aðgerðir til að þessi áætlun gangi eftir í því ölduróti sem nú gengur yfir. Helmingur þess sem mest var Ef litið er á fjárfestingarnar sem hlutfall af landsframleiðslu má gera ráð fyrir að þær verði um 5% af landsframleiðslu á þeim árum sem framkvæmdirnar standa sem hæst. Ef horft er til samanburðar á stöðu síðustu ára þá fóru fjár- festingar í orkuiðnaðinum upp í rúmlega 130 milljarða árið 2006 sem var tæplega 11% af lands- framleiðslu. Það eru því ekki líkur á að fjárfestingar í orkuiðnaðinum, sem hlutfall af landsframleiðslu, verði nema helmingur á við það sem var þegar þær voru mestar, þó svo allar framkvæmdir gangi eftir sem áformaðar eru. Einnig er vert að geta þess að á árinu 2006 voru verklegar fram- kvæmdir í atvinnulífinu og íbúðar- húsabyggingar einnig í hámarki en allar spár gera ráð fyrir að þar dragi verulega úr framkvæmdum á næstu árum. Með það í huga bend- ir ekkert til annars en að fjárfest- ingar í heild í landinu verði innan við 20% af landsframleiðslu á næstu árum sem ætla má að sé eðlilegt miðað við það sem á undan er gengið. Í því samhengi má nefna að heildarfjárfestingar árið 2006 fóru yfir 30% af landsfram- leiðslu. Á meðfylgjandi mynd sést að á þeim tíma voru fjárfestingar í orkuiðnaðinum í hámarki. Niðurstaða Mikilvægur þáttur þess að verja lífskjörin á Íslandi á næstu árum er að fjárfesting, sem eykur at- vinnu hérlendis og útflutning, stöðvist ekki. Því þarf að halda áfram hóflegri nýtingu orkulinda landsins. Slíkt gerist hinsvegar ekki af sjálfu sér. Til þess að áframhaldandi uppbygging gangi fyrir sig eins og hér hefur verið sýnt þarf samstillt átak allra inn- lendra aðila sem hlut eiga að máli. Eftir Eyjólf Árna Rafnsson og Svein I. Ólafsson »Mikilvægur þáttur þess að verja lífs- kjörin á Íslandi á næstu árum er að fjárfesting, sem eykur atvinnu hér- lendis og útflutning, stöðvist ekki. Eyjólfur Árni er forstjóri Mannvits hf. Sveinn er framkvæmdastjóri VST- Rafteikningar hf. Íslenskur orkuiðnaður – Hvað er raun- hæft að framkvæma á næstu árum? Sveinn I. ÓlafssonEyjólfur Árni Rafnsson BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.