Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 6D - 7:30 - 8:30D - 10:10 B.i. 12 ára DIGITAL HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:30 LÚXUS VIP EAGLE EYE kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára EAGLE EYE kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 LEYFÐ THE DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára DARK KNIGHT SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA V/ FJÖLDA ÁSKORANA GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:40D - 8D - 10:30D LEYFÐ DIGITAL EAGLE EYE kl. 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL SEX DRIVE kl. 8:20 - 10:30 B.i. 12 ára JOURNEY TO THE CENTER ... kl. 5:503D LEYFÐ 3D - DIGITAL WILD CHILD kl. 5:50 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI. ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA! VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ZACH EFFRON OG VANESSA HUDGENS GERA ALLT VITLAUST Í HIGH SCHOOL MUSICAL 3! VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA „STÆRSTA OPNUN Á DANS & SÖNGVAMYND ALLRA TÍMA Í U.S.A“ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELDOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND AFTUR Í TAKMARKAÐAN TÍMA VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA TOPP GRÍNMYND SEX DRIVE FER FRAM ÚR AMERICAN PIE Á 100 KM HRAÐA! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI DANS- og söngvamyndin High School Musical 3 fór beint á topp bandaríska bíólistans þegar hún var frumsýnd þar vestra um þarseinustu helgi. Myndin var frumsýnd hér- lendis á föstudaginn og eins og í Bandaríkjunum fer hún beint í fyrsta sæti íslenska bíólistans. Rúm- lega 5.200 bíógestir skelltu sér á myndina sem halaði inn tæpar fimm milljónir króna, það verður að teljast gott á krepputímum. Í myndinni segir frá Troy og Gabriellu sem eru komin á lokaár í framhaldsskóla og horfa fram á að- skilnað þar sem þau ætla hvort í sinn háskólann. Ásamt úrvalsliði söngv- ara ákveða þau að búa til söngleik sem endurspeglar reynslu þeirra í skólanum og framtíðarvonir. Ung- stirnin Zac Efron og Vanessa Anne Hudgens fara með hlutverk Troys og Gabriellu en auk þess að leika par í myndinni eru þau par í raunveru- leikanum og eitt það heitasta í Hollywood um þessar mundir. Eagle Eye, sem var á toppnum í seinustu viku, er í öðru sæti en tekjur af henni á Íslandi nema nú um 5,8 milljónum króna og eru það um sjö þúsund gestir sem skila þeirri summu í kassann. Rúmlega fjórtán hundruð manns fóru á hryllingsmyndina Quarantine sem var ný í sýningu um helgina. My Best Friend’s Girl er síðan í fjórða sæti Bíólistans. Athygli vekur að Mamma Mia! fer upp um eitt sæti, úr tíu í níu, og hefur nú halað inn rúmar 100 milljónir, toppið það! ingveldur@mbl.is Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Skóladans og söngur lokkar landsmenn í bíó        '(34' 0                         !  "!# $%&  '()*+(' !!$, -. * () $/(  0  -1 ,, 2 & ,3 4 3 5 ,36              Ástfangin Zac Efron og Vanessa Hudgens í hlutverkum sínum í High School Musical 3. Myndin var mest sótt í bíóhúsum um nýliðna helgi. DANS- og söngvamynd- in High School Musical 3 var tekjuhæsta kvik- myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um nýliðna helgi, aðra helgina í röð. Tekjur af myndinni námu rúmum 15 milljónum dollara um helgina, og eru heildar- tekjurnar komnar yfir 62 milljónir dollara, sem verður að teljast nokkuð gott á þessum síðustu og verstu. Beint í annað sætið stökk hins vegar gam- anmyndin Zack and Miri Make a Porno, en þar er á ferðinni nýjasta mynd grallarans Kevins Smiths. Eins og nafnið bendir til fjallar myndin um fólk sem grípur til þess örþrifaráðs á krepputímum að gera klámmynd. Myndin skil- aði rúmum 10 milljónum dollara í kassann um helgina. Þá kemur hrollvekjan The Haunting of Molly Hartley ný inn í fimmta sætið. Myndin segir sögu ungrar stúlku sem lifir af morð- tilraun móður sinnar, en þarf að búa við stöðugar martraðir í kjöl- farið. Nokkuð margir Bandaríkja- menn voru tilbúnir til að láta hræða úr sér líftóruna um helgina og námu tekjur af mynd- inni rúmum fimm milljónum doll- ara. High School Musical heldur velli Tekjuhæstu kvikmyndir síðustu helgar í Bandaríkjunum: 1. High School Musical 3: Senior Year 2. Zack and Miri Make a Porno 3. Saw V 4. Changeling 5. The Haunting of Molly Hartley 6. Beverly Hills Chihuahua 7. The Secret Life of Bees 8. Max Payne 9. Eagle Eye 10. Pride & Glory Tekjuhæstu kvikmyndirnar vestanhafs Skemmtilegt sjónarhorn Seth Rogen og Elizabeth Banks í hlutverkum sínum í gam- anmyndinni Zack & Miri Make A Porno. MORGAN Spurlock er í hugum flestra þekktur fyrir kvikmynd sína Stækkaðu máltíðina (Supersize Me), en þar sýndi hann fram á hversu næringarsnauðar MacDonalds- máltíðir eru með því að neyta þeirra eingöngu í heilan mánuð og fara svo í læknisskoðun (þar sem líkamlegt ástand hans fékk falleinkunn). Í nýju myndinni, Hvar í veröldinni er Osama Bin Laden? tekst Spurlock á hendur tilraunaverkefni á öllu stærri skala, og leggur til atlögu við hug- myndafræði óttans í hryðjuverka- stríðinu svokallaða. Hann ákveður að reyna að leita uppi leiðtoga Al-Kaída samtakanna, Osama Bin Laden, í von um að gera heiminn þar með að öruggari stað fyrir barnið sem hann á von á með kærustu sinni. Ferðalag- ið ber Spurlock um Egyptaland, Marokkó, Ísrael, Saudi-Arabíu, Afg- anistan og Pakistan, þar sem ferða- langurinn að endingu kemst að þeirri niðurstöðu að hryðjuverkastríðið verði e.t.v. ekki leyst eða útskýrt með því að einblína á tákngerving þess. Innbyggður áhorfandi myndar Spurlocks er hinn venjulegi Banda- ríkjamaður eða Vesturlandabúi sem lítið hefur lagt sig eftir því að setja sig inn í heimsmálin, en lifir og hrær- ist í heimi tölvuleikja og tónlistar- myndbanda, en mörg atriði mynd- arinnar eru skemmtilega fram sett í anda þeirra afþreyingarforma. Með ferðalagi sínu og viðtölum við fólk leitast Spurlock við að opna augu þeirra sem álíta múslima almennt vera öfga- eða ofbeldismenn, fyrir þeirri staðreynd að í umræddum löndum býr fólk sem vill frið og vel- sæld fyrir sig og sína og er gagnrýnið á beitingu öfgaáróðurs í pólitískum tilgangi. Þetta eru langt frá því að vera ný sannindi, og að vissu leyti má segja að verkefni myndarinnar sé fólgið í því að fela stein undir þúfu og fara svo að leita að honum. Engu að síður má ætla að kvikmynd sem veit- ir venjulegu fólki í Mið-Austurlönd- um og Afríku tækifæri til þess að tjá sig um hryðjuverkastríðið, ástandið í heimalandinu, og almenna lífsafstöðu sína, sé sterkt andsvar við þeirri ein- hliða og fordómafullu mynd sem iðu- lega er dregin upp af Mið-Austur- löndum í vestrænum fjölmiðlum. Á slóð Osama KVIKMYND Háskólabíó – Græna ljósið Leikstjórn: Morgan Spurlock. Bandaríkin, 93 mín. Hvar í veröldinni er Osama Bin Laden? (Where in the World is Osama Bin Laden?) bbbnn Heiða Jóhannsdóttir Í Egyptalandi „Innbyggður áhorfandi myndar Spurlocks er hinn venjulegi Bandaríkjamaður eða Vesturlandabúi sem lítið hefur lagt sig eftir því að setja sig inn í heimsmálin,“ segir meðal annars í dómi gagnrýnanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.