Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008
✝ GuðmundurValdimarsson
fæddist í Hraukbæj-
arkoti í Glæsibæj-
arhreppi 24. febr-
úar 1928. Hann lést
í Sjúkrahúsinu á
Akureyri sunnudag-
inn 26. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Valdimar
Guðmundsson, f. 9.
ágúst 1894, d. 27.
febrúar 1971, og
Loftrún Þorsteins-
dóttir, f. 4. nóv-
ember 1895, d. 30. september
1987. Systkini Guðmundar eru 1)
Soffía ljósmóðir, f. 12. apríl 1925,
2) Svava húsmóðir, f. 10. apríl
1930, maki Sigurður Jóhann Jó-
hannsson verkamaður, f. 3. apríl
1930, og 3) Þorsteinn, f. 14. októ-
ber 1934, d. 9. nóvember 1936.
Guðmundur kvæntist 2. desem-
ber 1952 Hrefnu Laufeyju Egg-
ertsdóttur húsmóður, f. 2. desem-
ber 1933, d. 27. mars 1964.
Foreldrar hennar voru Eggert
Þorkelsson, f. 22. apríl 1905, d. 14.
febrúar 1972, og Þórunn Ágústs-
dóttir, f. 16. september 1909, d. 18.
skipta- og hagfræðingi, f. 10. maí
1970. Börn þeirra eru Anna, f. 22.
apríl 2007, og Björn, f. 22. apríl
2007. 3) Valdimar Rúnar vélfræð-
ingur og rafvirki, f. 8. júlí 1976,
sambýliskona Daðey Arnborg Sig-
þórsdóttir iðjuþjálfi, f. 17. mars
1983.
Guðmundur fluttist til Akureyr-
ar árið 1946 og bjó þar alla tíð síð-
an. Guðmundur lauk fulln-
aðarprófi frá Þinghússkóla í
Glæsibæjarhreppi árið 1942 og
hélt þá að Laugum í Reykdæla-
hreppi. Seinna lærði hann smíðar
hjá Grími Valdimarssyni á Ak-
ureyri og lauk námi sem húsa-
smiður frá Iðnskóla Akureyrar ár-
ið 1951. Hann hlaut réttindi sem
byggingameistari árið 1958. Guð-
mundur stofnaði ásamt fleiri tré-
smiðjuna Reyni sf. árið 1953 og
vann þar í yfir fjóra áratugi. Síðar
starfaði hann sem sjálfstæður
verktaki allt þar til hann lét af
störfum vegna aldurs. Auk þess
starfaði Guðmundur í varaliði
Slökkviliðs Akureyrar. Guð-
mundur var virkur félagi í Odd-
fellowreglunni á Akureyri og var
hann í stúkunni nr. 2 Sjöfn. Fjöl-
skyldan var Guðmundi mikilvæg.
Hann var vakinn og sofinn yfir vel-
ferð hennar. Hann fylgdist vel
með börnum og barnabörnum, var
umhugað um að þau menntuðu sig.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Glerárkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
desember 2006.
Hinn 23. desember
1975 kvæntist Guð-
mundur Þórönnu
Þórðardóttur grunn-
skólakennara, f. 16.
desember 1946. For-
eldrar hennar eru
Þórður Þórðarson, f.
16. október 1917, d.
2. september 2002,
og Gyða Jónsdóttir, f.
15. apríl 1918. Börn
Guðmundar eru 1)
Edda Ásrún sér-
kennsluráðgjafi, f.
28. ágúst 1954, gift Árna Ragn-
arssyni verkfræðingi, f. 9. júlí
1952. Börn þeirra eru a) Laufey
viðskiptafræðingur, f. 11. sept-
ember 1980, sambýlismaður Krist-
inn Harðarson viðskiptastjóri, f. 7.
október 1979, dóttir þeirra er
Hrefna Rán, f. 2. nóvember 2004,
b) Heiðar verslunarstjóri, f. 3. jan-
úar 1982, c) Ingvar háskólanemi, f.
15. júlí 1986, sambýliskona El-
ísabet Edda Guðbjörnsdóttir
háskólanemi, f. 17. mars 1987, og
d) Gauti nemi, f. 21. júlí 1988. 2)
Margrét Unnur sjúkraþjálfari, f. 7.
maí 1971, gift Erik Andersson við-
Elsku pabbi. Þá er komið að
kveðjustund. Að hana bar svona
fljótt að kom mér ekki á óvart, þegar
við hittumst um síðustu jól varð mér
ljóst að hverju stefndi. Nú þegar þú
ert farinn velti ég því fyrir mér hver
muni nú flytja mér fréttir af mönn-
um og málefnum á Akureyri og Ís-
landi því eins og við vissum bæði
varst þú kjaftakerling fjölskyldunn-
ar. Okkar nána samband hófst þegar
ég þriggja ára kom inn í líf þitt. Við
mamma fluttumst þá norður til þín
og frá fyrsta degi varðst þú pabbi
minn. Sá besti pabbi sem barn getur
fengið. Í mörg ár hélt ég að þú gætir
látið alla drauma barns rætast. Þú
gerðir við öll leikföng sem eitthvað
biluðu og bjóst til ný ef þess var ósk-
að. Seinna voru það húsgögn sem
smíðuð voru og send til útlanda. Þér
fannst það ekkert tiltökumál. Þú
kenndir mér að virða og varðveita
það gamla, fara vel með allt sem ég
eignaðist. Verklagni þína kenndir þú
mér og hún hefur komið sér vel bæði
í leik og starfi.
Þegar ég flutti að heiman þá
pakkaðir þú í verkfæratösku handa
mér og sagðir að þetta væri nauð-
synlegt hverju heimili og það reynd-
ist rétt. Marga þætti úr æsku er
hægt að tína til þar sem þú komst að
og vísaðir veginn. Eitt er þó sér-
staklega minnistætt: þegar þú sást
að þessi litla Reykjavíkurstelpa sem
þú hafðir tekið til þín þekkti ekki
áttirnar. Slíkri vanþekkingu varð að
ráða bót á strax. Úti í garði í Eyr-
arveginum voru áttirnar kenndar.
Erfiðast var þetta með vesturhornið
á suðurglugganum, það kom seint. Á
sunnudögum var farið í bíltúr. Þá
voru byggingaframkvæmdir Akur-
eyrarbæjar og nágrannasveitanna
kannaðar (enda smíði þín starfs-
grein) og ættir stórbýla og annarra
manna á Akureyri raktar. Þér
fannst þetta bráðnauðsynleg þekk-
ing en segja má að við systkinin höf-
um ekki deilt þeirri skoðun.
Samband okkar hin síðari ár fór
að mestu gegnum síma, ég búsett
erlendis en það varst þú ekki ánægð-
ur með. Eftir að ég flutti fór ég að
meta betur ættfræðiþekkingu þína
og að sjálfsögðu sjá eftir því að hafa
ekki fylgst betur með hér um árin.
Eftir að börnin mín fæddust var
þér umhugað að þau væru frísk og
allt í lagi. Um síðustu jól vorum við
nærri tvo mánuði heima. Þrátt fyrir
að þú værir orðinn veikur og oft
þreyttur varstu samt ánægður með
að hafa okkur heima og ekki erlend-
is.
Pabbi minn, ég og fjölskylda mín
þökkum þér alla umhyggjuna við
okkur, samfylgdina gegnum tíðina,
ég þakka gott uppeldi og stuðning í
leik og starfi.
Þín dóttir,
Margrét.
Pabbi minn, ég hef svo margt að
segja en veit samt ekki hvar ég get
byrjað. Eitt atriði kemur alltaf upp í
huga mér þegar ég læt hugann reika
um samskipti okkar og það er setn-
ingin: „Má ég sjá hendurnar þínar,
eru neglurnar hreinar?“ þó svo mað-
ur væri nú ekki alltaf tilbúinn að
sýna þér puttana þegar maður vissi
að þær væru óhreinar. Þú varst ekki
ráðalaus við óþekkan dreng og ot-
aðir þínum höndum fram og sagðir:
„Sjáðu bara mínar, þær eru nú
hreinar.“ Svo maður tók til fótanna
og hljóp inn á bað og þreif þær til að
hafa þær hreinni en þínar. Má segja
að þú hafir yfirleitt verið með eitt-
hvert ráð uppi í erminni til að bjarga
málunum þegar ýmis tilfelli komu
upp.
Rólegheit voru þitt aðalsmerki og
var nánast vonlaust að fá þig til að
flýta þér við framkvæmdir á hinum
ýmsu hlutum og var þá ekki óal-
gengt að heyra þig segja: „Við skul-
um nú bíða og sjá,“ þegar maður var
alveg að farast úr spenningi yfir ein-
hverju sem þú þurftir að aðstoða
mann við en ávallt gerðust hlutirnir,
þó þeir gerðust ekki samstundis eins
og maður vildi. Þegar allt var komið
í strand var komið til pabba og sagt
að þetta væri ekki hægt því ann-
aðhvort pössuðu hlutirnir ekki sam-
an eða það vantaði eitthvað og um
leið reyndi maður að kenna þér um
það. Þú röltir þá með manni og skoð-
aðir verkið og viti menn, annaðhvort
passaði hluturinn bara eftir allt eða
það sem vantaði kom í ljós og glottir
þú þá framan í mann og sagðir: „Sko
mig, karlinn.“
Alltaf var maður öruggur um að
þú værir að fylgjast með því sem
maður var að gera og framkvæma
og greipst fljótt inn í til að leiðbeina
manni og þótt manni hafi nú þótt
það gremjulegt á þeim tíma er mað-
ur mjög þakklátur í dag fyrir góð-
mennskuna og hlýhuginn sem var á
bak við ráðin.
Ég var alltaf viss um að þú værir
nálægur þegar ég var á ferðalögum
sem krakki því alltaf varstu með í
ferðunum eða hringdir og kannaðir
hvernig mér gengi, hvernig veðrið
var og færð og gerðir það allt þar til
þú kvaddir okkur í hinsta sinn en
einhvern veginn veit ég að þú munt
fylgjast með okkur börnunum og
fylgja okkur í gegnum lífið. Það er
ég handviss um. Oft er manni spurn
hvernig þú gast verið svona þolin-
móður gagnvart ýmsum uppátækj-
um sem okkur krökkunum gat dottið
í hug en ekki minnist ég þess að hafa
heyrt ofsa né reiði í rödd þinni þegar
þú komst að okkur en sagðir yfirleitt
við okkur að svona ættum við ekki
að gera, þetta væri ekki fallegt og
þegar ég renni yfir stundir okkar
saman þá man ég ekki eftir því að
hafa séð þig skipta skapi fyrir fram-
an nokkurn mann. Ég mun alltaf
sakna þín pabbi minn og erfitt verð-
ur að geta ekki leitað ráða hjá þér
þegar kemur að smíðavinnu, hverri
sem er, þar gat maður alltaf treyst á
þig og ráð þín.
Bless pabbi minn og hvíl í friði og
Guð veri með þér.
Valdimar Rúnar.
Ég kynntist Guðmundi Valdi-
marssyni fyrir réttum 30 árum, þá
sem tilvonandi tengdaföður mínum.
Hann rak þá trésmiðjuna Reyni á
Akureyri ásamt fleirum, en þeir
voru umsvifamiklir í byggingariðn-
aði á Akureyri um áratugaskeið. Ég
man hve Guðmundur tók mér strax
vel, eflaust eftir að hafa kynnt sér
ættir mínar og uppruna eins og ég
komst að síðar að hann gerði svo
gjarna. Með okkur tókst strax vin-
átta sem aldrei bar skugga á. Fyrir
það verð ég ævinlega þakklátur.
Alltaf var einstaklega notalegt að
koma á heimili Guðmundar og Þór-
önnu og njóta með þeim rólegra
stunda.
Tengdafaðir minn var hæglátur
maður sem ekki barst mikið á í líf-
inu. Hann fylgdist alla tíð vel með
því sem var efst á baugi, hvort held-
ur sem var í pólitíkinni eða af öðrum
vettvangi. Í heimsóknum okkar til
Akureyrar var alltaf gaman að fá
fréttir úr bæjarlífinu og þeim fylgdu
yfirleitt upplýsingar um ætt og upp-
runa þeirra sem komu við sögu.
Honum fannst sjálfsagt að ég kann-
aðist við sögupersónur, þó stundum
væri það erfitt eftir áratuga fjarveru
frá Akureyri.
Vegna þess hve langt var á milli
fjölskyldnanna hafa dagleg sam-
skipti Guðmundar við barnabörnin
verið minni en bæði þau og hann
sjálfur hefðu kosið. Áhugi hans á því
sem barnabörnin voru að fást við var
þó ekki minni fyrir vikið og hann
þurfti að fá fréttir af þeim með
reglulegu millibili. Síðasta ferð hans
suður var sumarið 2007, en þá
dvöldu þau hjónin í nokkra daga hjá
okkur í sumarbústaðnum. Þangað
var gott að fá tengdaföður sem gat
lagt á ráðin með verklegar fram-
kvæmdir sem stóðu fyrir dyrum og
meðan heilsan leyfði var hann óspar
á að ganga í slík verk sjálfur af mikl-
um dugnaði. Þar kom reynsla hans
úr byggingariðnaðinum að góðum
notum. Einu skiptin sem ég minnist
þess að Guðmundur hafi eirt nokkra
daga samfleytt í höfuðborginni var
þegar hann gat haft nóg að gera við
að vinna fyrir fjölskylduna, hvort
sem var við parketlögn eða annað
sem þurfti að gera. Mér er ekki
grunlaust um að honum hafi stund-
um þótt tengdasonurinn full fram-
takslítill í þessum efnum og því ekki
vanþörf á að leggja hönd á plóginn.
Guðmundur var ekki mikið fyrir
að ferðast. Honum leið best heima á
Akureyri og ferðirnar til Reykjavík-
ur voru ekki fleiri eða lengri en
nauðsyn bar til. Því síður var hann
gefinn fyrir að eyða tímanum í
ferðalög erlendis. Mér er þó minn-
isstæður ánægjulegur tími sem við
áttum með Guðmundi og Þórönnu
þegar þau heimsóttu okkur til Nor-
egs fyrir um 20 árum. Þá ókum við
saman um norsku firðina og nutum
stórbrotinnar náttúru, sem Guð-
mundur kunni vel að meta. Ég kom
einn í stutta kvöldheimsókn til Guð-
mundar og Þórönnu þegar ég var
staddur á Akureyri síðastliðið vor.
Þar fékk ég nýjustu fréttir úr bæj-
arlífinu að vanda og skipst var á
fréttum af fjölskyldunni yfir kaffi-
bolla. Þó heilsu Guðmundar hefði
hrakað undanfarin tvö ár gat engan
grunað að þetta yrði okkar síðasti
fundur. Ég þakka yndislegum
tengdaföður fyrir samfylgdina.
Minning hans mun lifa í hjörtum
okkar.
Árni Ragnarsson.
Kæri afi. Nú ertu farinn frá okk-
ur. Við viljum fá að þakka fyrir allar
góðu stundirnar með þér. Við geym-
um þig í hjarta.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Hvíl í friði.
Laufey, Heiðar, Ingvar og Gauti.
Það er hálfskrítið að sitja hér og
skrifa þessi kveðjuorð til hans
Munda.
Hann Mundi sem okkur fannst,
fyrir rúmum tveimur árum, að
myndi lifa nánast endalaust, en þá
fór gigtin að gera vart við sig, gigtin
sem á síðustu metrum lífs hans
breyttist í að vera MND sjúkdóm-
urinn. Svo það var ekki skrítið að
honum hrakaði svona hratt eins og
þeir sem til þekkja urðu vitni að.
Mundi var tignarlegur og virðu-
legur maður, sem alltaf var gaman
að heimsækja, hann sýndi okkur
alltaf svo mikla hlýju og væntum-
þykju og alltaf var gott að koma til
Þórönnu og Munda.
Fyrstu kynni af þessum sóma-
hjónum urðu þegar Elli var við nám
í VMA og leigði íbúð hjá þeim vet-
urinn ’95-’96, kynni sem áttu bara
eftir að eflast og verða að djúpri og
innilegri vináttu. Í dag er Elli giftur
fjögurra barna faðir og hafa Þór-
anna og Mundi orðið hluti af okkar
lífi og við þeirra.
Ósjaldan var setið við eldhúsborð-
ið og spáð og spekúlerað í einhverju
sem við hjónin ætluðum að fram-
kvæma og þá var tekið upp blað og
blýantur og farið að teikna og spá
með okkur. Meðan Mundi var við
heilsu þurftum við ekki annað en að
segja frá einhverju sem við ætluðum
að fara að gera og þá var Mundi
mættur til að skoða og spá, hann var
alltaf boðinn og búinn til að koma og
hjálpa okkur við eitthvað sem þurfti
að smíða og gera hér hjá okkur og
launin, já það var viðkvæðið … eitt
handaband.
Dýrmætust fannst okkur þó þessi
sterka og hreina vinátta sem ríkti á
milli og mun hún fylgja okkur um
aldur og ævi. Við erum hjartanlega
þakklát fyrir að hafa kynnst Munda
og kveðjum kæran vin með sorg í
hjarta.
Elli sagði við Munda þegar við
heimsóttum hann síðast „Mundi
minn, við kíkjum svo á þig þegar ég
kem í land næst“ og Mundi kvaddi
okkur með bros á vör. Ekki hvarflaði
það að okkur að við myndum kveðja
hann á dánarbeði aðeins nokkrum
dögum síðar.
Elsku Mundi, við hittum þig síðar,
það erum við viss um, eflaust áttu
eftir að fylgjast með okkur í okkar
daglega amstri lífsins … og hjálpa
Ella, í anda, að klára pallinn.
Elsku Þóranna okkar, Ásrún,
Magga, Valdi og fjölskyldur, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Kveðja,
Elías Wium Guðmundsson,
Elín Sif Sigurjónsdóttir og börn.
Guðmundur
Valdimarsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGYN FRÍMANN,
lést laugardaginn 1. nóvember á dvalarheimilinu
Hlíð Akureyri.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jóhann Frímann Gunnarsson, Hjördís Bech,
Randver Gunnarsson,
Gyða Jóna Gunnarsdóttir, Júlíus Tryggvason,
Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir, Rúnar Antonsson
og barnabörn.
✝
Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁSGEIR BECK GUÐLAUGSSON,
Urðarstekk 5,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunardeild Grundar, Landa-
kotsspítala laugardaginn 1. nóvember.
Útförin verður fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13.00
frá Grafarvogskirkju.
Þeir sem vilja minnast hans er bent á Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík.
Arndís Lilja Níelsdóttir,
Larry Guðlaugur Keen, Kathy Ann Balatoni Keen,
Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, Guðni Gíslason,
Guðrún Ásgeirsdóttir, Guðmundur Tómasson,
Lilja Petra Ásgeirsdóttir, Erlendur Magnús Magnússon,
Guðlaug Ásgeirsdóttir, Eiríkur Arnarson,
Níels Árni Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.