Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
SENDINEFND frá Greenland
Development, fyrirtæki í eigu græn-
lensku heimastjórnarinnar sem und-
irbýr byggingu álvers á vesturströnd
Grænlands í samstarfi við Alcoa, var á
ferðinni hér á landi nýlega að kynna
sér aðstæður á Austurlandi. Einnig
var rætt við íslensk orkufyrirtæki en
Alcoa áformar að reisa samskonar ál-
ver á Grænlandi og er í Reyðarfirði.
Flemming Drechsel, forstjóri
Greenland Development, segir að
undirbúningur álversins á Grænlandi
verði m.a. unninn í góðu samstarfi við
Íslendinga. Engin hætta sé á sam-
keppni við álverið á Bakka við Húsa-
vík, Alcoa vilji vinna samtímis að báð-
um þessum verkefnum.
„Við getum lært mikið af Íslend-
ingum og vonandi getið þið hagnast á
auknu samstarf við okkur,“ segir
Drechsel og telur að íslensk fyrirtæki
hafi fjölmörg tækifæri á verkefnum á
Grænlandi, einkum verkfræðistofur,
ráðgjafar, arkitektar og verktakar.
Norðmenn hættu við
Grænlenska heimastjórnin ákvað
fyrir nokkrum árum að kanna mögu-
leika á því að styrkja efnahag landsins
með nýrri iðnaðarstarfsemi. Var sér-
staklega horft til álframleiðslu og
sambandi komið á við álfyrirtæki.
Norsk Hydro sýndi þessu áhuga í
fyrstu og undirritaði viljayfirlýsingu
með Grænlendingum, en líkt og hér á
landi varð ekkert frekar úr þeim
áformum hjá Norðmönnum. Einnig
hefur Century Aluminum, eigandi
Norðuráls, skoðað aðstæður á Græn-
landi. Alcoa kom til sögunnar um mitt
ár 2006 og það var síðan á vordögum
2007 sem álrisinn og grænlenska
heimastjórnin rituðu undir viljayfir-
lýsingu um hagkvæmniathugun á
byggingu allt að 340 þúsund tonna ál-
vers, auk vatnsaflsvirkjana og stór-
iðjuhafnar.
Í fyrstu komu þrír staðir til greina
á vesturströndinni: Sisimiut, Maniit-
soq og Nuuk, en þegar grænlenska
þingið samþykkti í vor að hefja annan
áfanga rannsókna varð Maniitsoq fyr-
ir valinu. Flemming Drechsel og fé-
lagar hjá Greenland Development
vinna nú hörðum höndum að því með
starfsmönnum Alcoa að kanna áhrif
álvers á efnahag Grænlands, sam-
félagið og umhverfið og eru tíðar Ís-
landsheimsóknir liður í því. Fyrir-
myndin er álverið í Reyðarfirði og
þrátt fyrir fjármálakreppu er engan
bilbug að finna á Grænlendingum.
Að sögn Drechsels gæti endanleg
ákvörðun legið fyrir á næsta ári.
Verði ákveðið að reisa álverið miðast
núverandi áætlanir við að álfram-
leiðsla geti hafist á Grænlandi 2014 til
2015. Gæti álverið skapað um 450 ný
störf og samanlagt um 600-700 með
tengdum störfum. Um 250-300 millj-
arða króna fjárfestingu er að ræða við
álver og virkjanir, miðað við núver-
andi gengi dönsku krónunnar.
Nýta sér náttúruleg vötn
Drechsel segir góða möguleika á að
reisa stórar virkjanir án teljandi um-
hverfisáhrifa. Umhverfið á Græn-
landi henti vel þar sem mikið sé um
vötn og bráðinn innlandsís. Engin
þörf sé á miðlunarlóni líkt og Hálslóni
heldur verði yfirborð vatna hækkað
eftir þörfum, á bilinu 10-20 metra.
Stíflur verði í hæsta lagi um 20 metr-
ar, en Kárahnjúkastíflan er um 200
metrar á hæð.
Varðandi eignarhald á virkjunum
segir Drechsel að Grænlendingar vilji
ekki fara sömu leið og Íslendingar: að
þeir eignist virkjanirnar, enda hafi
þeir ekki öflug orkufyrirtæki á borð
við Landsvirkjun. Standa yfir viðræð-
ur við Alcoa um að fyrirtækið komi að
eignarhaldi virkjana en skipting á
kostnaði og fjármögnun hefur heldur
ekki verið ákveðin endanlega.
Upphaflega ætluðu Grænlendingar
að reisa þrjár virkjanir en Drechsel
segir að nú sé unnið að undirbúningi á
tveimur, alls um 650 MW að stærð.
„Við höfum verið að kynna okkur
aðstæður á Austurlandi og séð að ál-
verið hefur haft mikil áhrif á sam-
félagið. Við finnum nú þegar mikinn
hug á Grænlandi, sérstaklega kring-
um Maniitsoq,“ segir Drechsel.
Fjöldi tækifæra fyrir Íslendinga
Grænlendingar undirbúa álver á vesturströndinni með Alcoa-Fjarðaál sem fyrirmynd Engin sam-
keppni við Bakka á Húsavík, segir forstjóri Greenland Development Ákvörðun tekin á næsta ári
Álver Flemming Drechsel er forstjóri fyrirtækisins Greenland Development og hefur komið nokkrum sinnum
til Íslands til að kynna sér álvers- og virkjunarframkvæmdir hjá Alcoa, Landsvirkjun og fleiri fyrirtækjum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
!
ÍSTAK er meðal þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa
starfað á vesturströnd Grænlands og komið að und-
irbúningi vegna fyrirhugaðra álvers- og virkj-
unarframkvæmda heimamanna. Voru starfsmenn Ís-
taks þarna á ferðinni fyrr á árinu við ýmsar
rannsóknir í tengslum við lagningu háspennulína til
álversins. Einnig hafa skapast verkefni í samstarfi
við danska móðurfélagið, E. Pihl & Sön.
„Við erum alltaf opnir fyrir nýjum verkefnum í
nágrannalöndum okkar, ekki síst þar sem ástandið
hér er eins og það er. Við erum orðnir vel kunnugir
á Grænlandi,“ segir Loftur Árnason, forstjóri Ístaks, en fyrirtækið
reisir nú 15 MW virkjun við bæinn Sisimiut, auk lagningar háspennu-
lína, og mun reka virkjunina í fimm ár eftir gangsetningu. Einnig hef-
ur Ístak komið að byggingu flugvalla og virkjana á bæði vestur- og
austurstönd Grænlands.
Ístak á þekktum slóðum
Loftur
Árnason
Eftir Kristínu Ágústsdóttur
Fjarðabyggð | Bæjarstjórn Fjarða-
byggðar hefur samþykkt að hækka
gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar
um 20,5% með fimm atkvæðum full-
trúa Fjarðalista og Framsókn-
arflokksins. Þrír fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins, sem eru í minnihluta,
voru á móti og einn fulltrúi Fram-
sóknarflokksins sat hjá.
Með hækkuninni aukast tekjur
Hitaveitunnar um 12 milljónir á einu
ári. Meginrökin fyrir hækkuninni,
skv. minnisblaði mannvirkjastjóra
Fjarðabyggðar, er að leiðrétta gjald-
skrá Hitaveitunnar m.t.t. raunhækk-
unar rafmagns til rafhitunar. Á
fundi bæjarstjórnar var upplýst af
bæjarstýru, Helgu Jónsdóttur, að
Hitaveita Eskifjarðar hefði verið
rekin með tapi undanfarin ár. Sam-
kvæmt átta mánaða uppgjöri
Fjarðabyggðar á þessu ári blasir við
að rekstrarhalli á veitunni er yfir 80
milljónir, að teknu tilliti til gengis-
munar og verðbóta. Til að veitan geti
greitt af lánum vantar 10 milljónir
upp á handbært fé.
Svíkja gefin loforð
Í tillögu sem sjálfstæðismenn
lögðu fram á fundinum kemur fram
að fulltrúar flokksins leggjast ein-
dregið gegn gjaldskrárhækkuninni.
„Einstaklingar og fyrirtæki sem
hafa tekið inn hitaveitu hafa lagt út í
mikinn kostnað, að meðaltali 700.000
kr. – 1.000.000 kr. á hús. Notendum
var lofað að taxtinn myndi lækka
með árunum en hann var fyrir
hækkun einn sá hæsti á landinu.
Með 20% hækkun gjaldskrár er
klárlega verið að svíkja gefin loforð
og láta notendur heits vatns líða fyr-
ir gjaldskrárhækkanir á raf-
orkukostnaði,“ segir í tillögunni. Þar
segir ennfremur:
„Í stað þess að refsa notendum
Hitaveitu Fjarðabyggðar ætti þetta
frekar að verða bæjaryfirvöldum
hvatning til að blása enn frekar til
sóknar í frekari heitavatnsleit í
Fjarðabyggð þannig að aðrir
byggðakjarnar njóti þeirra lífsgæða
að hafa heitt vatn.“
Jens Garðar Helgason, sem flutti
tillöguna, hvatti eindregið til þess að
tillögu að gjaldskrárhækkun yrði
hafnað og að í framhaldi yrði farið
nákvæmlega ofan í kjölinn á rekstri
hitaveitunnar áður en frekari
ákvarðanir væru teknar. Tillaga
sjálfstæðismanna var felld.
Engin loforð svikin
Smári Geirsson, bæjarfulltrúi
Fjarðalistans, benti á að þrátt fyrir
hækkunina væri verið að halda gefin
loforð um að gjaldskrá hitaveitunnar
væri ávallt lægri en gjaldskrá vegna
rafhitunar. Það væri mikilvægast og
óábyrgt væri á þessum tíma að
bregðast ekki við þeim vanda sem
blasir við veitunni.
Gjaldskráin hækkar
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hækkar gjaldskrá Hitaveit-
unnar um 20% Sjálfstæðismenn segja loforð svikin
FLEMMING Drechsel segir að
næstu 7-8 ár verði notuð til að
styrkja innviði samfélaganna á
vesturströnd Grænlands, í ná-
grenni við Maniitsoq. Við sjálfar
framkvæmdirnar sé ljóst að þurfi
að flytja inn verulegt vinnuafl en
líkt og Íslendingar vilji Grænlend-
ingar stuðla að því að sem flestir
heimamenn starfi við álverið.
„Grænlendingar eru mjög
heimakærir og hafa lítið gert af því
að flytjast á milli staða þó að flest-
ir búi í leiguhúsnæði. Við gerum
okkur samt vonir um að fólk sjái
sér hag í því að flytja nær því
svæði sem stóriðjuuppbyggingin
fer fram á,“ segir Drechsel.
Auk álversins vonast hann til að
heimamenn nái að koma á fót
þjónustufyrirtækjum, sem geti séð
álverinu og tengdum fyrirtækjum
fyrir þjónustu og efni. Þetta hafi
tekist vel á Austurlandi vegna Al-
coa-Fjarðaáls og Greenland Deve-
lopment muni kynna sér þennan
þátt enn frekar. Grænlendingar
vilji sem mest verða sjálfum sér
nógir og óháðir Dönum, þó að
framlög þaðan haldi áfram.
Innviðirnir á Grænlandi styrktir næstu árin
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
FARÞEGUM sem fóru um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar fækkaði um tæp
23% í október miðað við sama tíma í
fyrra, úr 185 þúsund farþegum árið
2007 í 143 þúsund farþega nú. Far-
þegum til og frá Íslandi fækkaði um
rúmlega 25% milli ára, en farþegum
sem millilenda hér á landi á leið yfir
Norður-Atlantshafið fækkaði um tæp
4%.
Þegar tölur eru skoðaðar á heima-
síðu Flugstöðvarinnar, sést að fara
þarf aftur til áranna 2001 og 2002 til
að finna viðlíka samdrátt í fjölda far-
þega. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í
New York hinn 11. september 2001
fækkaði farþegum um Keflavíkur-
flugvöll verulega. Fækkun farþega í
nóvember 2001 var þannig 23,2%
miðað við nóvember árið 2000. Í apríl
2002 fækkaði farþegum um 27,4%
miðað við apríl 2001. Er þetta mesta
fækkunin, sem lesa má út úr tölum
Flugstöðvarinnar.
Frá árinu 2003 hefur verið stöðug
fjölgun farþega um Keflavíkurflug-
völl eða allt fram í apríl á þessu ári. Þá
fækkaði farþegum um 14,9% frá apríl
í fyrra. Fækkun hefur verið í öllum
mánuðum þessa árs síðan þá. Tíu
fyrstu mánuði þessa árs hefur farþeg-
um fækkað úr 1.918.083 í 1.808.900
eða um 5,7%. Allt árið í fyrra fóru
2.182.232 farþegar um Flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Það met mun augljós-
lega standa um ófyrirséða framtíð.
Farþegum um Flugstöð-
ina fækkaði um fjórðung
! " # $