Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum SÝND Í SMÁRABÍÓI ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á BESTA MYNDIN - BESTI LEIKSTJÓRI - BESTI LEIKARI TILNEFNINGAR TIL EDDUVERÐLAUNA!10 Ver ð a ðei ns 650 kr. M Y N D O G H L J Ó Ð POWERSÝNING KL 10:15 Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS MEÐ DIGITAL MYND OG HLJÓÐI -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 POWERSÝNING Sýnd kl. 6 (650 kr.) m/ íslensku tali Quantum of Solace 4-5:30-6:30-8-9-10:30 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Quarantine kl. 10:10 B.i. 16 ára My Best Friend´s Girl kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 B.i. 14 ára Skjaldbakan og Hérinn kl. 3:45 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn LEYFÐ Lukku Láki kl. 3:45 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn LEYFÐ OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI “BESTA SPENNUMYND ÁRSINS HINGAÐTIL.” - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM “…MEÐ BETRI SPENNU- MYNDUM ÁRSINS!” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS ,,FRÁBÆR VIÐBÓT VIÐ LENGSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRATÍMA OG GEFUR NÝLEGUM HASARMYNDUM EKKERT EFTIR.” - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL “STANSLAUS KEYRSLA FRÁ UPPHAFITIL ENDA” -S.V., MBL “FYRSTA FLOKKS BOND-MYND” - Þ.Þ., DV Á ÍSLANDI! Á 4 DÖGUM! TA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! 21.000 MANNS Á 4 DÖGUM! STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! Sýnd kl. 6 og 8 STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! “HROTTALEG MYND EN SPENNANDI, ÓGNVEKJANDI OG ÓVÆNT” - S.V., MBL “HROTTALEG MYND EN SPENNANDI, ÓGNVEKJANDI OG ÓVÆNT” - S.V., MBL RÍFLEGA átján þúsund manns sáu nýjustu James Bond-myndina, Quantum of Solace, í kvikmynda- húsum borgarinnar um helgina. Jón Gunnar Geirdal, markaðsstjóri Senu, segir myndina vera þá best sóttu ef litið sé til fyrstu sýning- arhelgar myndar á árinu. Hún hafi til að mynda slegið nýjustu Batman- myndina The Dark Knight út sem fæstir bjuggust við að myndi gerast. Jón Gunnar sagði í viðtali við mbl.is í gær að í ljósi aðsóknarinnar um helgina mætti spá því að Quantum of Solace ætti eftir að slá met Die An- other Day frá árinu 2002 en hana sáu 65 þúsund Íslendingar á sínum tíma. Voru vinsældir hennar hér á landi að miklu leyti því að þakka að hluti myndarinnar var tekinn hér á landi. Tekjur af sýningum myndarinnar um helgina voru tæpar 16 milljónir króna. Dans- og söngvamyndin High School Musical 3 var ágætlega sótt um helgina og nemur heildarfjöldi gesta frá frumsýningu um 11.500 en þar af sóttu tæp 3.000 manns mynd- ina um helgina. Teiknimyndin Fly Me to the Moon var einnig ágætlega sótt af yngri kynslóðinni sína fyrstu frumsýningarhelgi en rúmlega 1.200 krakkar á öllum aldri sóttu myndina. Aðsókn að rómantísku grínmyndinni My Best Friend’s Girl fellur um 50% á milli vikna en Reykjavík Rotter- dam stendur í stað og fer heildar- aðsókn nú að nálgast 24 þúsund gesti. Hinar tvær myndirnar sem frumsýndar voru um helgina fengu slaka aðsókn en ástæða er að vekja athygli á Rescue Dawn sem er skip- uð mjög hæfum leikurum undir leik- stjórn hins merka þýska leikstjóra Werners Herzog. hoskuldur@mbl.is Tekjuhæstu kvikmyndirnar James Bond slær út Svarta riddarann        !0!1((/2 ((                        ! " #  $  %"&     ' & ( " )* +  ,&-./0- ,  )  1 $ 2  " ) ) 3 4 5 6 6&   -.)7-  8  9 : /           Sívinsæll Daniel Craig og Olga Kurylenko í hlutverkum sínum í nýjustu myndinni um James Bond, njósnara hennar hátignar. KVIKMYNDIN Hvernig glata má vinum og baka sér óvini er byggð á samnefndri „ævisögu“ Toby Young þar sem höfundur lýsir reynslu sinni af blaðamannastörfum hjá glans- tímaritinu Vanity Fair (nöfnum er hér breytt, og fulltrúi höfundarins nefnist Sidney Young), undir rit- stjórn Graydon Carter, og miklum hrakförum sínum og starfsafglöpum. Vanity Fair hefur um nokkurt skeið verið sérstök blanda „alvarlegs“ tímarits og slúðurrits, en í myndinni er Young-persónan ráðin til starfa í hálfgerðu nostalgíukasti ritstjórans sem vill endurheimta sinn frakka æskuljóma og sér sitt unga sjálf end- urspeglast í ruddalegum húmor Sidn- eys. Allt gengur þó á afturfótunum og vart er hægt að ýkja hversu illa per- sóna Sidney á heima í hinu glæsilega fyrirtækjaumhverfi tímaritsins. Það er eins og apaköttur hafi verið færður beint úr dýragarði upp á fimmtándu hæði í skýjakljúfi, og þar ráðinn í vinnu við að skrifa greinar um Holly- wood-stjörnur. Mörgum kynni að þykja slík lýsing lofa góðu fyrir gamanmynd, en sú er því miður ekki raunin. Sid er þvílíkur bjáni að ómögulegt er að leggja trún- að á endurfæðingu hans sem fag- manns, hvað þá vitundarvakninguna síðar í myndinni. Hvernig glata má vinum er merkileg blanda af sjálfs- upphafningu, klisjum, væmni og ófrumlegri sýn á menningariðnaðinn, auk þess sem tilraunir til gamansemi eru almennt misheppnaðar. Um er að ræða dæmigerða togstreitu sögu- persónu sem gefur sig út fyrir að vera gagnrýnin á glamúrmenningu sam- tímans en getur þó ekki falið aðdáun sína og löngun til að verða hluti af slíkri veröld. Myndin leitast svo við að sýna þroska hetjunnar þar sem hún lærir að draumaveröldin er í raun innantómur falsheimur. Gallinn er hins vegar sá að myndin nær aldrei sannfærandi tökum á þessari at- burðarás því sjálf umfaðmar hún gagnrýnislaust þann heim sem reynt er að hafna. Ljósið í myrkrinu er breski grínistinn Simon Pegg, sem bjargar því sem bjargað verður varð- andi sína persónu, og stórleikarinn Jeff Bridges sem er frábær sem Carter, og skapar persónu sem á heima í annarri og miklu betri mynd. Ósannfærandi „Hvernig glata má vinum er merkileg blanda af sjálfs- upphafningu, klisjum, væmni og ófrumlegri sýn á menningariðnaðinn, . . .“ Fína og fræga fólkið KVIKMYND Sambíóin Álfabakka og Kringlunni Leikstjórn: Robert B. Weide. Aðal- hlutverk: Simon Pegg, Jeff Bridges, Mich- elle Fox, Gillian Anderson, Kirstin Dunst, Thandie Newton. Bretland, 110 mín. Hvernig glata má vinum og baka sér óvini (How to Lose Friends and Alienate People) bmnnn Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.