Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 ÞAÐ er erfitt að vera bjartsýnn og hafa traust á stjórnmálamönnum í þessari krepputíð. Sú ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti um 6% hjálpar ekki til í þessu. Menn hugsa ekki og greinilegt er að það vantar heildaraðgerðaáætlun um hvernig á að komast út úr þessum vanda. Enginn gerir sér grein fyrir því hvaða boðskapur stýrivaxtahækkunin er til lands- manna. Nú á að bjóða erlendum fjárfestum með háum vöxt- um að geyma peningana sína á Íslandi svo að við fáum gjaldeyri inn í landið. Stjórnvöld vonast til að í kjölfarið muni gengi íslensku krónunnar batna, sem er mjög óvíst. Hins vegar er engin spurning að almenningur og fyrirtæki munu borga vextina fyrir þessa erlendu fjár- festa. Það voru þessir útgefendur jöklabréfa (glacier funds) sem komu hruni íslensku krónunnar af stað og á núna að styrkja þessi félög með þeim afleiðingum að fleiri íslenskar fjölskyldur og íslenk fyrirtæki fari í þrot? Mér finnst það ekki. Við verðum að stíga fram og ræða við skuldunauta okkar. Þeir hafa átt mikinn þátt í að koma okkur í þessa aðstöðu. Eigum við að taka lán alls staðar frá til að standa í skilum og skuldsetja Ísland meira en við ráðum við? Skattarnir munu hækka talsvert, kaup- mátturinn minnka hratt og allar tekjur hins opinbera munu snarminnka með slæmum afleiðingum fyrir heil- brigðis-, lífeyrissjóða- og menntakerfið sem við getum verið svo stolt af. Mér finnst það ekki. Erlendu fjárfest- arnir eiga líka að taka þátt í þessu og þá munu þeir líka koma okkur til hjálpar ef þeir sjá fram á að þeir geti tapað miklum fjárhæðum. Játum okkur frekar gjald- þrota en að reyna að koma okkur út úr þessu með ein- hverjum aðgerðum sem duga skammt. Það eru nú ekki nema 60 ár síðan Þýskaland varð gjaldþrota síðast og út úr því kom öflugasta iðnríki í heimi. Grundvöllur var aðgerðaáætlun frá Bandaríkja- manninum George Marshall, sem leiddi reyndar til kalda stríðsins. Við skulum ekki heldur fara frönsku leiðina en Frakkar hafa lýst sig gjaldþrota síðustu aldir í fimm skipti og einfaldlega myrt skuldunauta sína. Ísland verður að hafa eitthvert plan fyrir næstu árin þar sem við gerum okkur grein fyrir öllum afleið- ingum. Mikilvægt er að hafa rauðan þráð sem íslenskir skattgreiðendur og erlendir lánardrottnar sjá svo að þeir geti byggt upp traustið til Íslands á ný. Alexander Eck, Skógarflöt 26, Akranesi. Snúum vörn í sókn ÉG HEF aldrei haft hundsvit á hlutafélögum eða hlutabréfum. Það litla sem ég hélt mig hafa haft úr mín- um barnaskólalærdómi var, að sá sem ætti hlut í félagi ætti hann. Svo fór maður að heyra um að fólk væri að taka út lífeyrissparnaðinn sinn til að kaupa hlutabréf og hugsaði að það væri alveg rétt að maður væri raggeit. Svo kom ávæningur um að fólk væri að taka lán til að kaupa hlutabréf og þá var maður enn minnt- ur á hverslags sjálfsvoluð gunga mað- ur væri og gamaldags. Nú fær maður svo að fræðast um það að menn hafi meira að segja feng- ið lán hjá hlutafélaginu sem þeir fjár- festu í til að kaupa þau sömu hluta- bréf og getað veðsett þau fyrir láninu. Þegar svo glópur manns spyrst fyrir um hvort það sé ekki áreið- anlega bannað í hlutafélagalögum, þá er svo ekki! Það er ekki bannað! Og hvort tveggja fært á eignahlið! Hvað eru innherjaviðskipti? Getur einhver útskýrt þetta fyrir þessum skólaskussa? Annars erum við konan að hugsa um að stofna hlutafélag og lána hvort öðru. Hjalti Þórisson, kennari. Ég skal lána þér svo þú eig- ir hlut í mér ÞAÐ er með sorg í hjarta sem ég sest fyrir framan tölvuna og rita til ykkar. Upphaflega stóð til að rita opið bréf til einhvers ráða- manns en þeir eru ekki að hlusta nú frekar en endranær. Þegar ég leit á forsíður dagblað- anna sem eftir lifa í morgun, sá ég að Icesave-málið mun draga okkur niður í torfkofana og halda okkur þar um ókomna framtíð. Svolítið dramatískt en svona er nú bara okkar líf, dramatískt. Það er orðið ljóst að auðmennirnir sem mokuðu út peningum hér fyrir nokkrum árum ætla ekki að gefa þumlung eftir, flestir þeirra eru nú þegar flúnir úr landi með gróðann, aðrir fara huldu höfði með tvo til þrjá lífverði sér við hlið hér heima. Það er líka orðið ljóst að stjórnvöld ætla ekki að krefja þá um að borga þessar skuldir sjálfir. Áður hefur verið bent á að höf- uðpaur Icesave-málsins sé aðaleig- andi Actavis, fyrirtækis sem metið er á 800-1.000 milljónir evra. Hvers vegna í ósköpunum er verið að leggja þessar byrðir á okkur sauðsvartan almenning? Hvers vegna eru stjórnvöld að tönglast á því að Gordon Brown hafi komið Kaupþingi í þrot? Það er bara vit- leysa! Það VAR búið að loka á þær lánalínur sem hefðu skipt máli fyr- ir framtíð bankans. Eigendur Kaupþings komu bankanum í þrot! Með gegndarlausu, innistæðulausu peningafylliríi! Sömu sögu er að segja af Glitni og Landsbank- anum. Hvers vegna í ósköpunum fundu þessir menn hjá sér þörf til að kaupa alla Evrópu? Hvað annað en græðgi var þar á ferð? Ef eig- endur bankanna hefðu látið sér nægja að mestu Ísland, þá værum við ekki í þessum skít nú! Þess vegna finnst mér að við eigum að eyða púðri okkar á eigendur bank- anna og láta þá bera ábyrgð. Til hvers vorum við annars að einka- væða þessa banka? Einu raun- vörulegu sökudólgarnir í þessu máli eru lykilstarfsmenn og eig- endur þessara banka, allir aðrir eru fyrirsláttur. Jú, það er hægt að segja að Seðlabankinn hafi ekki verið nógu sterkur eða krónan of veik, en það er eitthvað sem bank- arnir vissu allan tímann! Nóg er nóg, við getum ekki endalaust bent á þann sem okkur þykir verstur. Óskar Steinn Gestsson, Kópavogsbraut 14, Kópavogi. Kæru Íslendingar Efnahagsmál og þeir fjárhagslegu erfiðleikar sem blasa við fjölda manns brenna á mörgum. Morgunblaðinu hefur borist fjöldi greina og pistla þar sem fólk lýsir áhyggjum sínum af þróun mála. Samfélagsmál VIÐ EIGUM að semja við Hol- lendinga um vöruskipti, þá vantar grjót og jarðveg í staðinn fyrir skuld- irnar. Við lækkum þau fjöll sem þarf að fara í dýrar snjó- fljóðavarnir á. Þar með skapast aukin vinna á þeim stöðum. Bretar geta sem dæmi fengið frá okk- ur tankskip næstu árin með góðu vatni eða bjór eftir því hvernig liggur á þeim. Þær þjóðir aðrar sem eiga peninga hjá okkur fá svipaða af- greiðslu. Það er til fullt af hlutum sem við horfum á en höfum ekkert gagn af. Svo aukum við fiskveiðiheimildir um 25%. Hættum að hlusta á sér- fræðinga. Hvert hafa þeir leitt okk- ur? Við þurfum ekki lán, við erum í góðum málum án þeirra. Það þarf að losa sig við þessa getulausu stjórn- málamenn og embættismenn. Hvert hafa þeir leitt okkur? Farið að hlusta á fólkið sem á ekki bót fyrir boruna á sér en þrælar alla daga og þið eruð búnir að hafa í ánauð með glæpsamlegu vaxtaokri. Það eru ekki Bretar eða Hollendingar sem eru óvinir okkar. Lítum í eigin barm, en það er agalega sárt. Hvað höfum við alltaf kosið yfir okkur? Byrja á að banna pólitíska flokka og fækka þingmönnum um helming. Landið verði eitt kjördæmi. For- sætisráðherra verði kosinn í beinni kosningu eins og þingmenn. Svo að lokum: Guðs blessun yfir land og lýð. Kristján Guðmundsson, Réttarvegi 10, Höfnum. Nýja Ísland – tillögur ÁGÆTI samlandi. Á þessum umbrotatímum, sem nóg hefur verið skrifað um, horfum við fram á erfiðan veg til batn- andi efnahags. Lífeyrir er horfinn, þjóðarbúið hrun- ið, forsætisráðherra hleypur með betlibaukinn milli erlendra þjóðhöfð- ingja og dyr Stjórnarráðsins eru lok- aðar. Ef einhvern tíma hefur verið þörf á aukakosningum til Alþingis, þá er það núna. Vil ég benda á nokkra hluti þessu tengda. Núverandi ríkisstjórn fellur ef Sam- fylkingin slítur samstarfinu. Samfylk- ingin hefur valdið en nýtir það samt ekki, þrátt fyrir hörð orð í garð Sjálfstæðisflokksins. Yrði slík stjórn- arkreppa ærin átylla til aukakosninga og forsetinn mun ekki geta veitt Sjálfstæðisflokki einum og sér umboð til stjórnarmyndunar. Samfylkingin hefur valdið. Undanfarnir mótmælafundir á Austurvelli, til þess haldnir að þrýsta á ríkisstjórnina til endurskoðunar á rekstri Seðlabankans og efna til kosninga, sýna rétta andann en virka einfaldlega ekki. Og af hverju ekki? Nú auðvitað fylgja íslenskir ráðamenn einfald- lega hinni rótgrónu innlendu hefð þegar kemur að pólitísku fárviðri; þeir segja ekki af sér, heldur sitja þeir málið af sér. Hvort sem um er að ræða mót- mælasöngva, baráttuljóð eða þúsund manns með þekkta söngfugla í fararbroddi, þá mun þetta ekki bera árangur. Ekki nema meiri kraftur færist í bar- áttuna. Ríkisstjórn Íslands starfar ekki í þágu þjóð- arinnar. Þetta vita þeir sjálfir. Og þeir munu ekki víkja fyrir þúsund manns, eða þá fimmtán hundruð. En, ef um tuttugu eða þrjátíu þúsund væri að ræða, þá yrði staðan kannski önnur. Hvet ég þá landsmenn sem hafa fengið nóg af ástandinu til þess að fjölmenna á Austurvöll og ég meina þá ekki í þúsundum, heldur tugum þúsunda. Biðla ég til formanna VG og Frjálslyndra að aðstoða mig í smöluninni. Hvet ég samt alla stjórnarand- stöðuflokkana til þess að slíðra sverðin og sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum í mótmælagöngu á næstu dögum. Bara fara á Facebook og stofna til fundar. Og ef Samfylkingin vill vera með, þá er hún bara velkomin líka ef Ingibjörg þorir. Er einnig við hæfi að bjóða löggunni; lögreglumenn eiga líka rétt á sæmilegum kjörum í ellinni og eiga sömu hagsmuna að gæta og almenningur. Þeir eiga ekki að vera illa séð handbendi háttvirts dómsmálaráðherra. Vil ég taka það fram svona í lokin, að ég undirrit- aður hef yfirhöfuð engan stjórnmálalegan metnað. Ég ætla ekki að vera að auglýsa sjálfan mig sem ein- hvern stjórnmálaspeking, því ég er það ekki. Ég hef hins vegar ofnæmi fyrir kjaftæði og þegar rík- isstjórn sem eyddi heilum áratug í að selja helstu auðlindir og fjármálastofnanir íslenzka ríkisins til vina sinna og vandamanna og verða þess svo valdandi að ég og allir af minni kynslóð munu lepja dauðann úr skel í ellinni, getur hún bara farið öfuga leið til andskotans. Ég hef minn rétt eins og allir aðrir. Arnar Þór Kristjánsson myndlistarnemi. Ingibjörg, þú hefur valdið FORMAÐUR VR og formaður Lífeyrissjóðs VR tók þátt í hrá- skinnaleik í banka þar sem ábyrgðir útvalinna voru látnar ganga eftir stjórnarborðinu eins og gæra sem enginn vildi sitja upp með að leiks- lokum. Þetta hefur verið rétt eins og í gömlum hráskinnaleik þegar ábyrgð- um stjórnenda og starfsmanna var hent út af borðinu og ábyrgðargæran afskrifuð. Formaður stærsta verka- lýðsfélags landsins sem er jafnframt formaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsmanna getur ekki staðið ósnert- anlegur eftir þennan gjörning. Það þýðir lítið að þerra hvarmana eftir á í viðtölum með yfirlýsingar sem halda ekki vatni. Hvernig ætlar formað- urinn til að mynda að höndla ábyrgðir lánþega hjá VR sem lenda í greiðslu- erfiðleikum? Eða þegar gjaldþrot heimila VR- félaga geta blasað við ef lífeyrissjóð- urinn þarf að ganga að ábyrgðum þeirra? Er formaðurinn og fyrrver- andi bankastjórnarmaðurinn tilbúinn þá til að afskrifa ábyrgðir sinna eigin umbjóðenda innan VR á sama máta? Innan VR sitja sumir hverjir í súp- unni eftir gjaldþrot banka og fjár- málafyrirtækja og afleiðinga þeirra þar sem forystumenn verkalýðs og lífeyrissjóða léku sín „ábyrgð- arhlutverk“ sem stjórnarmenn. Fólk klappar af velvild með lánaframlag vina í Færeyjum upp 6 milljarða, en formaður VR og lífeyrissjóðs sama félags lét sig ekki muna um að sam- þykkja niðurfellingu ábyrgða upp á 50 milljarða fyrir útvalda á síðdeg- isfundi. Formaðurinn sótti ekki sér- fræðiráð til eigin baklands heldur „yf- irlögfræðings sama banka“! Getur stærsta launþegafélag landsins sætt sig við slík „mistök“? Geta félagsmenn VR og eigendur Lífeyrissjóðs VR sætt sig við áfram- haldandi setu núverandi stjórnar sem hefur lýst yfir að þessi vinnubrögð og formaðurinn njóti fyllsta trausts allra stjórnarmanna? Er stjórn VR snar- galin? Pálmi Pálmason, framkvæmdastjóri. VR á hálum ís! NÚ er kreppan, kuldinn og skammdegið að stig- magnast með hverri vikunni og það eru komnar upp aðstæður sem hafa ekki verið í áratugi. Og nú finna sennilega fleiri fyrir andlegri spennu og örvæntingu en nokkurn tímann áður og þetta er nú einn versti tími þeirra sem hafa verið í kvíðaröskunum og nú eru margir í uppnámi og örvæntingu sem ekki voru í röskun fyrir. Hugsið um ykkar bestu vini og kostina þeirra en minna um galla hvers og eins. Ég er sjálfur búinn að þekkja þunglyndi og kvíða í u.þ.b. 18 ár og oft hef ég verið í örvæntingu og hugsað um að taka líf mitt. En núna tel ég mig vera nokkuð heppinn, hef mitt áhugamál sem ólaunaða atvinnu, allavega síðustu 8 mánuði. Ég er ekki kvíðinn núna fyrir skammdeginu því að ég er í sérhæfðari bata en oftast áður, þ.e.a.s. er meira á meðal manna en myrk- urs og stunda skriftir, sem hefur verið minn mesti styrkleiki og hæfileiki síðustu ár. Um áramót 9́0-91 hrundi ég inn í myrkur kvíða og þunglyndis í sex víkur og í framhaldi af því fór að þróast hjá mér nýtt áhuga- mál: Ég fór að skrifa meira en tala minna og síðan hafa skriftir verið eitt mitt sterkasta áhugamál. Ég hvet þig sem ert í kvíðaröskun en finnur ekki leið út úr því að prófa að skrifa niður orð – flokka í sundur kostina frá göllunum, efla kostina en reyna að hugsa um gallana sem aukaatriði. En það getur verið versta mál að skrifa þetta „heima hjá sér“, en besta mál að fara t.d. á kaffihús og skrifa þar orð á blað yfir kaffi- bolla. En ef þú hefur ekki heilsu til að fara á kaffihús í miðri örvæntingu? Þetta er miklu frekar góð aðferð til að fyrirbyggja slæmt ástand. En ég hef oft undanfarna mánuði verið með kvíðahnút af völdum slæmra að- stæðna eða atvika og lausnin hefur oft verið sú að fara heim og undir sæng. En mér hefur stundum tekist að vinna með kvíðann einmitt með því að fara inn á kaffi- hús, kaupi mér kaffi, sest við borð reyni að byrja að skrifa eitthvað niður, og viti menn, kvíðinn er horfinn áður en ég tek eftir því. Hagfræði hökunnar og hugans, berðu höfuðið hátt og lyftu undir hökuna eða reyndu það með því að hugsa um þínar fyrirmyndir og hvað þær hafa gert best og hver eru bestu áhrif sem þær hafa haft á þig. Veikleikinn/kvíðinn hefur oft lamandi andleg og þar með líkamleg áhrif. Það t.d. að hafa löngun til að svala einhverri fíkn (sama hvaða fíkn það er), en styrkleik- inn er að ná að yfirbuga fíknarvanda með eðlilegri ástundun sinna áhugamála, með eða án hjálpar sér- fræðinga. Þú metur það sjálfur. Og vertu í sem mest- um tengslum við þá sem eru hvetjandi við þig en ekki þá sem eru letjandi og taka orkuna frá þér. Hagfræði hökunnar og hugans er vinna, þjálfun og stríð, ég hugsa stundum um tvö mjög sterk hugtök til að komast í gegnum daginn og lífið almennt: Þú þarft að fara í gegnum helvíti til að upplifa paradís. En ef þú ætlar beint til paradísar þá verður hún heitasta hel- víti: – Heima er best, en þar getur líka verið verst. Reyndu að fara á meðal manna þó að þú hafir engan til að vera með eða að spjalla við. Kíktu í blöð á kaffi- húsi ef þú getur ekki einbeitt þér að neinu, þ.e.a.s. ef þú ert í örvæntingu að horfa út í næsta vegg eða út um gluggann, og þér finnst allir vera að horfa á þig. En það gæti nefnilega annar hver maður þarna inni verið í sama kvíða og þú og verið líka að horfa á þig. Ath! Þú ert á meðal manna á meðan „en ekki myrk- urs“. Atli Viðar Engilbertsson, fjöllistamaður í geðröskun. Hagfræði hökunnar og hugans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.