Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 Árni Sæberg Björgvin Guðmundsson | 10. nóvember Tekur IMF þátt í því að kúga smáþjóð? Það er nú orðið ljóst, að IMF dregur afgreiðslu á láninu til Íslands vegna tilmæla Breta og Hollend- inga, sem reyna að kúga Íslendinga vegna Icesave- reikninganna. Ef Ísland getur fengið það staðfest, að Bretar standi í vegi fyrir afgreiðslu á láni IMF til Íslands, tel ég að Ísland eigi að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Bret- ar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi og komu Kaupþingi banka á kné. ... Meira: gudmundsson.blog.is Salvör | 10. nóvember Axarsköft og öxlun ábyrgðar ... Það er skrýtið að það batterí í stjórnsýslunni fyrir utan Seðlabankann sem virðist hafa klúðrað einna mestu var svo gert einrátt í yfirstjórn ís- lensks fjármálalífs. Með neyðarlögunum var Fjármálaeftirlitið sett yfir allt kerfið. Það var einmitt þetta sama fjármálaeftirlit sem heimilaði Landsbankanum að starfrækja Icesave reikninga gegnum móðurfélagið á Íslandi í stað erlends dótturfélags. Þetta er ís- lenska útgáfan af öxlun ábyrgðar: „yfir litlu ertu ótrúr, yfir allt skaltu settur“. ... Meira: salvor.blog.is MÖRG íslensk heimili sjá í dag fram á mikinn fjárhagsvanda. Umræða hefur skap- ast um það hvernig eigi að bregðast við. Tvær algengar hugmyndir eru almenn hlut- fallsleg skuldaniðurfelling eða afnám verð- tryggingar á lánum. Báðar þessar leiðir eru að okkar mati óskynsamlegar. Þær myndu hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir skattgreiðendur. Þær beina einnig stórum hluta fjárhagsaðstoðar ríkissjóðs vegna kreppunnar í að veita best stæðu launþeg- um landsins afslátt af skuldum sínum, frek- ar en að beina fjárhagsaðstoðinni þangað sem þörfin er mest. Skynsamleg viðbrögð verða að byggjast á endurmati á greiðslu- getu í hverju tilfelli fyrir sig á grundvelli gegnsærra reglna. Samfara þessu er lyk- ilatriði að stjórnvöld endurskoði lög um gjaldþrotaskipti í samræmi við alþjóðlega þróun þannig að einstaklingar í vonlausri stöðu geti létt af sér stærri hluta af skuld- um sínum. Kreppan snertir okkur með mismunandi hætti. Bankamenn, fólk í byggingariðnaði og fjöldi annarra missir vinnuna. Sjóðs- félagar í lífeyrissjóðum og hinum ýmsu sjóðum bankanna sjá sparnað sinn rýrna í verði. Lántakendur sjá lán sín hækka á meðan eignirnar sem lánin voru tekin til þess að kaupa sitja eftir eða lækka. Þeir lánsömu sem ekki missa vinnuna sjá kaup- mátt launa sinna minnka. Og öll sjáum við fram á að þurfa að greiða hærri skatta í framtíðinni vegna þeirra ríkisútgjalda sem kreppan og hrun bankakerfisins hefur í för með sér. Flest þessara vandamála orsakast að stórum hluta af hruni bankanna. En vandi þeirra sem tekið hafa stór húsnæðislán á síðustu árum á sér líka aðrar rætur. Á ár- unum fram til ársins 2007 hækkaði húsnæð- isverð langt umfram almennar verðhækk- anir og langt upp fyrir það sem eðlilegt gat talist til lengdar. Hluti hruns húsnæðisverð nú er óumflýjanleg leiðrétting. Því miður tóku margir stór lán til þess að festa kaup á húsnæði á uppsprengdu verði. Margir kenna verðtryggingu lána um þessa þróun. Þar er fólk að hengja bakara fyrir smið. Verðtrygging lána eins og hún er framkvæmd á Íslandi er einungis leið til þess að jafna raunvirði afborgana fólks af lánum yfir tíma. Verðtryggingin verndar fólk því fyrir sveiflum í raunvirði afborgana af lánum sínum. Það sem er að gerast nú er að raunverð húsnæðis og kaupmáttur launa minnka á sama tíma. Við þetta verða hinar jöfnu raunafborganir fólks meira íþyngj- andi. Hefði fólk tekið óverðtryggð lán á breyti- legum vöxtum hefði greiðslubyrði þess hækkað mun meira þar sem verðbólga leiðir til hærri nafnvaxta sem fólk þarf í því til- felli að greiða strax. Á verðtryggðum lánum leggst verðtryggingin aftur á móti við höf- uðstól lánsins sem greiðist yfir langan tíma. Marga dreymir eflaust um að vera með lán á föstum nafnvöxtum. En föstu vextirnir á slíkum lánum hefðu líklega verið himinháir ef slík lán hefðu verið í boði þar sem saga okkar Íslendinga hefur kennt lánveitendum að þeir mega gera ráð fyrir að stór verð- bólguskot eigi sér stað. Hrun á raunverði húsnæðis er langt frá því að vera séríslenskt fyrirbæri. Svipuð þróun á sér nú stað víða um heim. Í Banda- ríkjunum hækkaði húsnæðisverð gríðarlega á fyrri hluta þessa áratugar en hefur hríð- lækkað síðustu misseri. Þar í landi skuldar um fjórðungur þess fólks sem hefur hús- næðislán meira en sem nemur verðmæti hússins síns. Ástandið á Bretlandi, Spáni og Írlandi er litlu skárra. Skuldaniðurfelling? Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: Hvað eiga stjórnvöld að gera til þess að bregðast við vanda skuldugra heimila? Ef ekkert er að gert stefna mörg heimili í gjaldþrot. Talsverð umræða hefur verið síð- ustu vikur um almenna skuldaniðurfellingu, annað hvort beint eða í formi tímabundins afnáms verðtryggingar. Almenn skuldaniðurfelling hefur tvo al- varlega ókosti. Í fyrsta lagi er hún gríð- arlega dýr. Ef ráðist væri í 25% niðurfell- ingu húsnæðislána myndi það kosta ríkissjóð um 300 ma.kr. í gegnum verri af- komu nýju bankanna. Slík aðgerð myndi því með öðrum orðum þýða hærri skatta í fram- tíðinni sem nemur 300 ma.kr. Þessir auknu skattar myndu bætast ofan á skattana sem þarf að afla til þess að borga fyrir annan kostnað ríksins af kreppunni og hruni bank- anna. Varlega áætlað verður sá kostnaður ekki undir 600 ma.kr. Ef við gefum okkur til einföldunar að landsmenn greiði skatta í réttu hlutfalli við tekjur sínar þá þýðir auk- in skattheimta upp á 900 ma.kr. í framtíð- inni að fjölskylda sem er með árstekjur upp á 8 milljónir þarf að greiða 6 milljónir auka- lega í skatta í framtíðinni. Tvær milljónir af þessum 6 milljónum væru vegna skuldanið- urfellingarinnar. Hinn stóri ókosturinn við almenna skuldaniðurfellingu er að stór hluti af slíkri aðstoð myndi ekki renna til þeirra sem verst eru staddir. Þeir sem fá mest út úr al- mennri skuldaniðurfellingu eru þeir sem hafa stærstu húsnæðislánin. Það eru í flest- um tilfellum þeir sem hafa haft mesta greiðslugetu á undanförnum árum. Almenn skuldaniðurfelling myndi því beina stórum hluta fjárhagaðstoðar ríkissjóðs vegna kreppunar til þeirra sem mest hafa milli handanna, frekar en að beina fjárhags- aðstoðinni þangað sem þörfin er mest. Sömu rök eiga við um tímabundið afnám verðtryggingar þar sem slíkt afnám er í raun bara útfærsla á almennri hlutfallslegri skuldaniðurfellingu. Þessir tveir ókostir gera það að verkum að almenn skuldaniðurfelling er ekki besta leiðin til þess að bregðast við vanda skuld- ugra heimila. Allur þorri landsmanna er verr settur í dag en fyrir ári síðan. Stjórn- völd mega ekki falla í þá gryfju að halda að þau geti einhvern veginn hjálpað öllum. Það geta þau ekki gert þar sem hjálpin þarf að koma einhvers staðar frá. Skynsamleg viðbrögð stjórnvalda Skynsamleg viðbrögð við vanda skuldugra heimila hljóta að byggjast á endurmati á greiðslugetu í hverju tilfelli fyrir sig. Til þess að einfalda slíkt ferli og tryggja jafn- ræði ættu stjórnvöld að flytja öll húsnæð- islán nýju ríkisbankanna inn í Íbúðalána- sjóð. Þá eiga stjórnvöld að útbúa vinnureglur um endurmat á skuldum fyrir þá sem lenda í greiðsluvanda. Slíkt end- urmat á að byggja á öðrum eignum svo og væntum framtíðartekjum viðkomandi. Útfærsla slíkra vinnureglna eru vanda- samt mál. Of mikil eftirgjöf eykur kostnað skattgreiðenda og skapar slæmt fordæmi fyrir framtíðina. En of einstrengingsleg af- staða gagnvart einstaklingum í greiðslu- vanda gæti ekki einungis lagt líf fjölmargra heimila í landinu í rúst, heldur einnig dregið úr hvata fólks til vinna fyrir skuldunum. Vel útfærðar vinnureglur rata hinn gullna með- alveg. Ný lög um gjaldþrot einstaklinga Samfara þessu þurfa stjórnvöld að endur- skoða þau lög sem gilda á Íslandi um gjald- þrotaskipti. Íslensk gjaldþrotaskiptalöggjöf virðist vera afskaplega gamaldags að því leyti að hún léttir ekki skuldum af þeim sem verða gjaldþrota í nærri því eins mikl- um mæli og gjaldþrotalög víða annars stað- ar. Bandaríkin hafa verið leiðandi hvað varð- ar gjaldþrotalöggjöf á síðustu áratugum og önnur lönd hafa hvert af öðru breytt löggjöf sinni að bandarískri fyrirmynd. Í Banda- ríkjunum fær skuldari sem lýsir sig gjald- þrota stóran hluta af skuldum sínum felldan niður eftir að fjárnám hefur verið gert í eignum hans. Þeir sem verða gjaldþrota geta þá byrjað upp á nýtt án skuldaklafa. En gjaldþrot þeirra hefur samt vitaskuld neikvæð áhrif á orðspor þeirra hvað það varðar að fá lán á ný. Rökin fyrir gjaldþrotalöggjöf eins og þeirri sem er við lýði á Íslandi í dag eru þau að hún veitir skuldurum sterka hvata til þess að greiða skuldir sínar. Ókosturinn við slíka löggjöf er að ef til gjaldþrots kem- ur hefur sá sem verður gjaldþrota nánast engan hvata til þess að leggja sig fram í langan tíma á eftir þar sem allur ávinningur af erfiði hans rennur til skuldunauta. Þá er hættan sú að gjaldþrot skaði bæði líf og starfskrafta viðkomandi til langs tíma. Það eru engar einfaldar lausnir við þeim mikla efnahagsvanda sem við Íslendingar eigum við að etja um þessar mundir. Við þessar erfiðu aðstæður er hætt við því að einfaldar töfralausnir auki vandann fremur en leysi hann. Almenn skuldaniðurfelling eða afnám verðtryggingar eru tvö dæmi um slíkar töfralausnir. Eftir Gauta B. Eggertsson og Jón Steinsson » Skynsamleg viðbrögð við vanda skuldugra heimila hljóta að byggjast á endurmati á greiðslugetu í hverju tilfelli fyrir sig. Jón Steinsson Höfundar eru hagfræðingar. Vandi skuldugra heimila Gauti B. Eggertsson BLOG.IS Af öllu hjarta Björn Jörundur Friðbjörnsson og Bubbi Morthens tóku lagið á blaðamannafundi í gær þegar samstöðutónleikar sem halda á um næstu helgi voru kynntir. Víst er að ef innlifun þeirra listamanna sem þá stíga á svið verður viðlíka og hjá þeim félögum verður kátt í [Laugardals]höllinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.