Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 HAUST- RÁÐSTEFNA FÉLAGS LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA Skráning kl. 8:15 Setning - Margret G. Flóvenz, formaður FLE Ávarp - Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Kauphöll á umbrotatímum Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX á Íslandi Skyldur skráðra félaga til upplýsingagjafa Kristín Rafnar, forstöðumaður skráningarsviðs NASDAQ OMX á Íslandi Stóra bóla Gylfi Zoëga, Prófessor við Háskóla Íslands Upplýsingar í ársreikningum félaga á markaði og gagnsemi þeirra fyrir greiningaraðila Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur Staða og framtíðarhorfur á íslenskum hlutabréfamarkaði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Nýja Kaupþings banka Reikningsskil skráðra félaga á Íslandi Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi hjá Seðlabanka Íslands Hádegisverður - Setrið og Hvammur Endurreisn hlutabréfamarkaðar – Aftur til fortíðar Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Eftirlit með ársreikningum fyrirtækja á markaði Geir Geirsson, endurskoðandi hjá Ársreikningaskrá RSK Sjónarmið hins almenna fjárfesta Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta Ráðstefnuslit kl. 14:30 Hlutabréfamarkaðurinn – hrun & endurreisn FÖSTUDAGINN 14. NÓVEMBER, GRAND HÓTEL REYKJAVÍK Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ENGIN áform eru uppi um að flýta kosningum að svo stöddu, að því er fram kom í svari Geirs H. Haarde, for- sætisráðherra, við fyrirspurn Steimgríms J. Sigfússon- ar, formanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Steingrímur sagði lýðræði vera úrræðið til að leysa úr aðstæðum eins og nú eru hér á landi og spurði hvort ekki væri kominn tími á fyrirheit til þjóðarinnar um að boðað verði til kosninga um leið og aðstæður leyfa. Gagnrýndi Steingrímur stjórnvöld einnig fyrir að standa ekki nógu vel að upplýsingagjöf til almennings. Hver einasti dagur í óvissu væri ákaflega dýrkeyptur. „Við finnum öll reiði- og óánægjuöldurnar rísa æ hærra í þjóðfélaginu,“ sagði Steingrímur og bætti við að þær væru skiljanlegar. Geir sagði sér þykja miður ef það væri almenn tilfinn- ing að pottur væri brotinn varðandi upplýsingagjöf. „Við munum gera hvað við getum til að bæta þar úr,“ sagði Geir og vakti m.a. athygli á sérstöku símaveri sem veitir upplýsingar og að bæði ráðuneytin og stofnanir ríkisins gerðu sitt besta til að liðsinna hverjum og einum. Kosningum ekki flýtt Morgunblaðið/Golli Upplýsing Í máli forsætisráðherra kom fram að það væri miður ef fólki fyndist upplýsingagjöf ekki nógu góð. Steingrímur J. Sigfússon vill fyrirheit um að boðað verði til kosninga um leið og aðstæður leyfa ÖSSUR Skarphéðinsson, iðn- aðarráðherra, velti því upp á Al- þingi í gær hvort Rio Tinto Alcan gæti komið að fjármögnun á Búð- arhálsvirkjun en Landsvirkjun hef- ur frestað opnun tilboða vegna virkjunarinnar. Rósa Guðbjartsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, spurði ráð- herrann hvort frestunin myndi hafa áhrif á fyrirhugaðar fram- kvæmdir við álverið í Straumsvík og sagðist Össur telja það líklegt. Erfitt væri fyrir íslensk fyrirtæki, þ.m.t. Landsvirkjun, að fá fjár- magn til verkefna um þessar mundir. Landsvirkjun hefði hins vegar þegar boðið tilboðsaðilum að skoða hvort þeir gætu lagt hönd á plóginn varðandi fjármögnun. Í máli Össurar kom einnig fram að sú hugmynd að álverið kæmi að fjármögnun hefði á „óvæntum stöð- um fallið í grýttan jarðveg“. Hann vildi ekki útskýra það nánar þegar Morgunblaðið falaðist eftir því. halla@mbl.is Álverið borgi virkjunina FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ekki heimild til að gefa út tilskipun um að fresta eigi öllum útgjöldum ráðuneyta þar til ný áætlun um rík- isfjármálin liggur fyrir, að mati Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna. Jón sagði á Alþingi í gær að vegna fyrirmæla fjármála- ráðuneytisins hefði Vegagerðin frestað framkvæmdum sem kveðið er á um í fjárlögum þessa árs. Al- þingi eigi að taka slíkar ákvarð- anir, en ekki ráðherra. halla@mbl.is Þyrfti sam- þykki Alþingis Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EF ökumaður hefur fengið svo marga punkta að svipta má hann ökuleyfi skiptir það lögregluna á Selfossi ekki máli hvort hann sé staðfestur eða óstaðfestur í ökufer- ilsskrá. Neiti ökumaðurinn að fall- ast á sektargerð og ökuleyfissvipt- ingu í þrjá mánuði er hann ákærður án tafar og sviptur réttindum með dómi. Ökumenn sem fá tólf punkta í ökuferilsskrá skal svipta ökuleyfi. Mörkin eru sjö punktar fyrir þá sem eru með bráðabirgðaskírteini. Punktar eru skráðir í málaskrá lögreglu um leið og brotið er framið en þar sem punktar eru ekki skráð- ir í ökuferilsskrána fyrr en þeir hafa verið staðfestir getur ökumað- ur, t.d. ef hann neitar alfarið sök og neitar að greiða sektir, haldið öku- réttindum sínum þótt hann hafi unnið sér inn fleiri en 12 punkta. Þetta kom fram í viðtölum við yf- irmann hjá ríkislögreglustjóra og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sagt var frá í Morgunblaðinu á laugardag. Gunnar Örn Jónsson, fulltrúi lög- reglustjórans á Selfossi bendir á að málaskrá lögreglu sé færð á lands- vísu. Þannig geti sá aðili sem hefur mál til meðferðar strax séð hvaða mál ökumaður á óafgreidd, í hvaða ferli þau eru stödd og hjá hvaða starfsmanni viðkomandi embættis. Tefur ekki afgreiðslu Hjá embættinu á Selfossi sé vinnulagið þannig að þegar ökumað- ur fær sinn tólfta punkt (sjöunda ef hann er með bráðabirgðaskírteini) er þeim málum safnað saman þar sem punktar eru óstaðfestir og ým- ist ákært vegna þeirra brota eða að viðkomandi gengst undir sektar- gerð vegna þeirra og sviptingu öku- réttar í þrjá mánuði. Sé mál afgreitt með ákæru hafi málsmeðferðin fyrir Héraðsdómi Suðurlands tekið um það bil einn mánuð og hingað til hafi öllum málum lyktað þannig að ökumaðurinn var sviptur ökurétt- indum með dómi. „Þetta hefur ekki tafið afgreiðslu mála hér og reynst afar skilvirkt,“ segir Gunnar Örn. Gunnar Örn segir að hjá embætt- inu hafi verið unnið að því að ein- falda afgreiðslu mála, m.a. með því að í stað þess að menn séu boðaðir til fulltrúa lögreglustjóra til að gangast undir sektargerðir hafi lög- reglu verið falið að birta þær. Tak- ist ekki að birta sektargerðirnar sé ákært án tafar. Þetta auki skilvirkni því lögregla fer þá og gefur mönnum kost á að gangast undir sektargerðina ef menn mæta ekki á umsömdum tíma til að taka við henni. Synji menn því að ljúka máli með sektargerð er ákært í málinu. „Mér finnst þetta ekki vera neitt vandamál,“ segir Gunnar Örn. Embættið hafi lagt upp úr því að ljúka málum hratt og örugglega því þannig hafi löggæsla mestu fyrirbyggjandi áhrifin. Ákærðir án tafar og sviptir með dómi Punktunum safnað saman í eitt mál Morgunblaðið/Júlíus Punktar Fékk þessi punkt? Já við þorskeldi Samhljómur var um það í utan- dagskrárumræðum á Alþingi í gær að efla ætti þorskeldi hér á landi. Málshefjandinn, Karl V. Matthías- son, taldi að vel mætti framleiða þorsk í því magni sem samsvarar afla nokkurra skuttogara. Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegs- ráðherra sagði um áhættusamt en mikilvægt langtímaverkefni að ræða og taldi hann raunhæft að byggja mætti upp 20 þúsund tonna lífmassa fyrir árið 2015. Hjálparhendur Valgerður Sverrisdóttir, Framsókn, hefur lagt fram fyrirspurn til forsætis- ráðherra um hversu marga aðstoð- armenn ráðherrar mega ráða til sín. Einnig spyr Valgerður hversu margir aðstoðarmenn séu starfandi í dag og hversu margir tímabundnir starfs- menn séu í ráðuneytum. Skapar meira ósætti Sjávarútvegsráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að geymsluréttur aflamarks í botnfiski verði 33% í stað 20%. Frjálslyndi flokkurinn og VG eru mótfallin frum- varpinu, m.a. á þeim forsendum að það búi til enn meira ósætti um fisk- veiðistjórnunarkerfið. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13:30 í dag með umræðum um störf þingsins. Kl. 11 er opinn fundur í allsherjarnefnd. halla@mbl.is Einar K. Guðfinnsson ÞETTA HELST…

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.