Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 12
12 27. apríl 2009 MÁNUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /K A U 4 56 80 0 3. 20 09 ÁRSFUNDUR FRJÁLSA LÍFEYRISSJÓÐSINS Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn á morgun, 28. apríl kl. 17:15 í höfuðstöðvum Kaupþings, Borgartúni 19. DAGSKRÁ 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar og varamanna 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins má nálgast í höfuðstöðvum Kaupþings og á vefsíðu Frjálsa lífeyrissjóðsins www.frjalsilif.is Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. SAMFÉLAGSMÁL Heildarfjöldi slysa og slasaðra lækkaði milli ára 2007 og 2008 um 5,4 prósent. Slysum með meiðslum fækkaði úr 1.147 í 1.085. Alvarlega slösuðum fjölgaði úr 195 í 200, eða um 2,6 prósent, en lítið slösuðum fækkaði úr 1.463 í 1.373, eða 6,2 prósent. Heildarfjöldi slasaðra og látinna lækkaði um ríflega fimm prósent, fór úr 1.463 í 1.373. Þetta kemur fram í slysaskýrslu Umferðarstofu 2008. Ef fjöldi slysa er skoðaður með tilliti til fjölda ökutækja kemur í ljós mikil fækkun slysa. Tólf létust í umferðinni í fyrra, tvær konur og tíu karlar. Einungis einu sinni hafa færri látist í umferðinni á einu ári. Þetta var árið 1996 þegar tíu létu lífið. Á árunum 1999-2008 létust að meðaltali 23 í umferðarslysum á Íslandi. Það er um 90 prósentum fleiri en létust í fyrra. Fjöldi bana- slysa var því í sögulegu lágmarki. Tölurnar sýna ekki mikla fylgni milli þeirra sem láta lífið í umferð- inni og þeirra sem slasast alvar- lega. Skýringin er fyrst og fremst sú að meiri sveiflur eru í fjölda banaslysa en fjölda alvarlegra slysa enda eru látnir mun færri en alvarlega slasaðir. Eitt bana- slys getur því sýnt aukningu sem nemur tugum prósenta. Banaslysum hefur fækkað milli ára á öllum Norðurlöndunum nema hjá Norðmönnum. Árið í fyrra var annað árið í röð þar sem Ísland var með hlutfallslega lægsta dán- artíðni í umferðarslysum á Norð- urlöndum. Evrópusambandið, ESB, hefur sett það markmið að fækka dauðs- föllum um helming frá 2001 til 2010. Aðeins eitt er eftir af þessu tímabili og ekkert sem bendir til að markmiðið náist. Norðurlanda- þjóðirnar hafa náð árangri í bar- áttunni gegn dauðsföllum en ekki nægilega miklum. Einar Magnús Magnússon, verk- efnastjóri hjá Umferðarstofu, segir að áætlun ESB hafi verið mjög metnaðargjörn. Setja verði háleit markmið og það sé líka gert á Íslandi en markmiðin verði samt að vera raunhæf. Dregið hefur úr umferðarhraða á vegum landsins. Einar segir að löggæsla hafi verið stórefld und- anfarin ár og gerðar endurbæt- ur á vegakerfinu sem hafi dreg- ið úr slysum. Eitt besta dæmið sé aðskilnaður akstursstefna. Þá hafi mikið áróðurs- og fræðslustarf verið unnið meðal almennings og í skólum. ghs@frettabladid.is Alvarlegum slysum fjölgar Tólf létust í umferðinni í fyrra. Aðeins einu sinni áður hafa svo fáir látist á einu ári frá árinu 1970. Al- varlega slösuðum fjölgaði um þrjú prósent milli ára. SLYSUM HEFUR FÆKKAÐ Slysum og slösuðum hefur fækkað í heildina milli áranna 2007 og 2008 en alvarlegum slysum hefur fjölgað. Myndin er úr safni. FJÖLDI LÁTINNA Í bílslysum á síðustu tíu árum 1999 21 2000 32 2001 24 2002 29 2003 23 2004 23 2005 19 2006 31 2007 15 2008 12 Heimild: TYLLIR SÉR Þessi drengur tyllti sér stundarkorn á saltfláka á flóðasvæð- unum í Búrma. Hann var á leiðinni að ánni að ná í vatn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATVINNUMÁL Vaki fiskeldiskerfi hf. hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrir helgi. Vaka eru veitt verðlaunin fyrir afbragðs árangur í vöruþróun og markaðs- og sölustarfi á sínum vettvangi. Vaki var í upphafi einungis hugmynd að námsverkefni ungra háskólanema í rafverkfræði árið 1985 um sjálfvirkan talningar- útbúnað fyrir laxaseiði, en er nú fullburða hátæknifyrirtæki með yfirburðastöðu á sínum markaði. Um 85 prósent framleiðslu fyrir- tækisins tengist fiskeldi. - shá Útflutningsverðlaun forsetans: Seiðateljari vatt upp á sig ÞÝSKALAND, AP Börnin þrjú, sem þýskt par skildi eftir á veitinga- stað á Ítalíu fyrir viku, komu heim til Þýskalands á föstudag- inn. Þau eru í umsjón móður- foreldra sinna og undir eftirliti þýskra barnaverndaryfirvalda. Yngsta barnið er átta mánaða, það elsta sex ára. Móðir þeirra, Ina Caterina Renhof, sagðist hafa yfirgefið börnin ásamt kærasta sínum, Sascha Schmidt, vegna þess að þau áttu engan pening eftir til að gefa þeim að borða. Parið fannst í úthverfi ítölsku borgarinnar Aosta eftir að lög- regla í nokkrum löndum hafði gert mikla leit að þeim. - gb Yfirgefin börn á veitingastað: Parið var orðið peningalaust EFNAHAGSMÁL Bilið milli ríkra og fátækra breikkaði nokkuð á ára- bilinu 2003 til 2006. Þetta má lesa úr niðurstöðum lífskjararannsókn- ar Hagstofu Íslands. Tekjuhæstu tuttugu prósent Íslendinga voru með 3,9 sinnum hærri tekjur en tekjulægstu tut- tugu prósentin árið 2006. Árið 2003 var tekjuhæsti fimmtungur- inn með 3,4 sinnum hærri laun en lægsti fimmtungurinn. Munurinn hefur aukist meira hér á landi en hjá flestum öðrum Evrópuþjóðum. Ástæðan virðist frekar vera sú að tekjur þeirra tekjuhæstu hafi aukist samanbor- ið við meðalmanninn en að hinir tekjulægri hafi lækkað. Hliðstæðar rannsóknir eru gerð- ar í löndum Evrópusambandsins, Noregi og Sviss. Ójöfnuður var meiri hér á landi árið 2006 en á nokkru hinna Norðurlandanna. Ísland er í 15. til 16. sæti af 29 ásamt Hollandi þegar löndunum er raðað í röð með mesta jöfnuðinn í fyrsta sæti. Mesti jöfnuðurinn var í Svíþjóð og Slóveníu. Minnstur var hann í Portúgal. Notast er við svokallaðan Gini- stuðul til að meta bilið milli ríkra og fátækra. - bj Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands: Ójöfnuður jókst hérlendis ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Launamaður vill koma á framfæri ábend- ingu um að hans mati óeðlilega há seð- ilgjöld, svokallað „tilkynningar- og greiðslugjald“, sem Landsbankinn inn- heimtir af viðskiptamönnum sínum sem ekki eru í greiðsluþjónustu. „Þá er fullt gjald, heilar 595 kr. per seðil, innheimt af hálfu bankans. Þetta er 200% hækkun frá seðilgjaldi ef maður er í greiðsluþjón- ustu, sem er 195 kr. Þetta gerir rúmlega 7.000 kr. á ári og hátt í 300.000 kr. yfir 40 ára tímabil! Það er greinilega afar kostnaðarsamt fyrir bankann að senda fólki greiðsluseðla, svo ekki sé meira sagt. Gaman væri að vita hver þessi gjöld eru hjá hinum bönkun- um,“ skrifar launamaðurinn. Tilkynningar- og greiðslugjald hjá hinum bönkunum er á svipuðu róli, til dæmis er það 550 kr. hjá Íslandsbanka (195 kr. ef afborgunin er skuldfærð) og 510 kr. hjá Kaupþingi (100 kr. ef afborgunin er skuldfærð seðillaus). Hjá Frjálsa fjár- festingabankanum er munurinn hins vegar meiri, eða 590 kr. Innheimtugjald með seðli er 850 kr, en 160 kr. skuldfært. Það þarf ekki nema eitt símtal við við- skiptabankann sinn til að breyta greiðslufyrirkomulaginu í skuld- færslu. Verðmunurinn á þessum tveimur greiðsluaðferðum mun vera til að hvetja skuldara til skuld- færslu. Það þýðir öruggari greiðsl- ur til bankanna. Neytendur: Bankarnir hvetja til skuldfærslu Mikið dýrara að greiða með seðli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.