Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 8
8 27. apríl 2009 MÁNUDAGUR N æ st 50 40 30 20 10 0% 1983 1987 1991 1995 1999 2003 2007 2009 38,7 19,0 27,2 40,7 36,6 23,7 18,9 23,3 11,7 14,8 26,8 31,0 29,8 9,1 14,3 21,7 4,2 7,3 2,2 Fylgi flokka í kosningum síðan 1983 26,8 2009 STJÓRNMÁL „Samkvæmt okkar útreikning- um fellur Árni Johnsen niður um eitt sæti en það er þá landskjörstjórnar að skera endan- lega úr um það,“ segir Karl Gauti Hjaltason, formaður yfir kjörstjórnar í Suður- kjördæmi. Að sögn Karls voru útstrikanir á Árna rúm- lega eitt hundrað fleiri en þurfti til að færa hann úr öðru sæti í það þriðja á lista Sjálfstæðisflokksins. Árni sest engu að síður á Alþingi að nýju þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn fékk þrjá þing- menn í kjördæminu. Þá segir Karl að um átta pró- sent af kjósendum Sam- fylkingar hafi gert breyt- ingar við nafn Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra úr Sam- fylkingu. Til þess að fram- bjóðandi færist niður um eitt sæti þurfa tuttugu prósent kjósenda þess lista að strika út nafn hans. „Það eru gífurlega miklar útstrikanir,“ segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Að sögn Sveins hlaupa atkvæði með útstrikunum á þúsundum í kjördæminu. „Það virðast vera álíka margar útstrikanir hjá stærstu flokkunum þremur,“ segir Sveinn sem kveður aukalið verða kallað saman til að fara yfir þessa atkvæðaseðla í dag. Alls kusu 36.926 í Reykjavík suður. Erla Svanhvít Árnadóttir, formaður yfirkjör- stjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að þar hafi um fjórtán prósent atkvæða verið með útstrikunum. Það gerir um fimm þúsund atkvæði af alls 36.400 atkvæðum í kjördæm- inu. „Flestar útstrikanir voru hjá Samfylkingu og næstflestar hjá Sjálfstæðisflokki,“ segir Erla. Hún telur ólíklegt að það náist að greiða úr útstrikuðu atkvæðunum í dag. Í Suðvesturkjördæmi voru einnig þúsund- ir atkvæða með útstrikunum. Jónas Þór Guð- mundsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir þær hafa verið flestar hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en talsvert færri hjá Vinstri grænum. Jónas segist ekki geta fullyrt hvort um sé að ræða nægilegan fjölda útstrikana til að breyta röð frambjóðenda en telur það munu skýrast í dag. Í Norðausturkjördæmi var lítið um útstrik- anir. Að sögn Ingu Þallar Þórgnýsdóttur, for- manns yfirkjörstjórnar, voru nöfn Kristjáns Þórs Júlíussonar úr Sjálfstæðisflokki og Birkis Jóns Jónssonar úr Framsóknarflokki strikuð út á 200 til 300 seðlum hvort nafn. Þá hafi nafn Kristjáns Möllers, samgönguráðherra úr Sam- fylkingu, verið strikað út um 170 sinnum. Ingibjörg Hafstað í yfirkjörstjórn Norðvest- urkjördæmis segir útstrikanir þar hafa verið langt frá því nógu margar til að breyta röðum á framboðslistum. Þeir frambjóðendur sem hafi verið mest strikaðir út séu Ólína Þorvarð- ardóttir hjá Samfylkingu, Jón Bjarnason hjá Vinstri grænum og sjálfstæðismennirnir Einar K. Guðfinnsson og Ásbjörn Óttarsson. gar@frettabladid.is Miklar útstrikanir hjá Sam- fylkingu og Sjálfstæðisflokki Árni Johnsen fellur um eitt sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi vegna útstrikana. Mikið var einnig strikað út í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi. Það skýrist í dag og á morgun hvort röð frambjóð- enda í þessum kjördæmum breytist en nöfn voru strikuð út á mörg þúsund atkvæðaseðlum. ALÞINGI Enn er óvissa um hvort röð frambjóðenda í alþingiskosningunum breytist í Reykjavíkurkjördæmun- um og í Suðvesturkjördæmi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÁRNI JOHNSEN Skipstjórinn hlustaði ekki „Það er alveg með ólíkindum að Frjálslyndi flokkurinn, saklaus með sín góðu stefnumál, skuli ekki hafa náð að sækja fram. En þegar skipstjórinn siglir upp í fjöru án þess að hlusta á stýrimanninn sem sér að það er eng- inn sjór lengur fyrir framan skipið, þá kann það ekki góðri lukku að stýra.“ Magnús Þór Hafsteinsson, aðstoðar- maður formanns Frjálslynda flokksins. Einkennileg túlkun „Nú keppast allir kratar í fjölmiðlastétt við að túlka niðurstöðu kosninganna þannig að þjóðin heimti að gengið verði í ESB. Það finnst mér einkenni- leg túlkun.“ Gísli Marteinn Baldursson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins (í leyfi). Einbeittur spunavilji „Það þarf ansi einbeittan spunavilja til að túlka úrslit kosninganna sem sigur Samfylkingarinnar. Af þeim flokkum sem bættu við sig fylgi er Samfylkingin í 4. sæti.“ Friðjón R. Friðjónsson. Fáránleg ákvörðun „Sjálfstæðisflokkurinn fær þó þegar upp er staðið, heldur skárri niður- stöðu en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. Ég hygg að flokkurinn sé einnig að gjalda fyrir að læsa sig inni í fárán- legri ákvörðun landsfundar varðandi Evrópumálin.“ Dögg Pálsdóttir, fyrrv. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. BLOGGAÐ UM ÚRSLITIN Það að vinstriflokkarnir séu með meirihluta á þingi fyrsta sinn er stærsta fréttin eftir kosningar helg- arinnar. Þetta er mat Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálafræðings. „Þessi tilfærsla á fylgi yfir á vinstriflokkana er í raun uppgjör kjósenda við bankahrunið,“ segir Gunnar Helgi. „Og helsta niðurstaða númer tvö er síðan spegilmynd af þessari: Versta útkoma Sjálfstæðis- flokksins frá upphafi.“ Sjálfstæðisflokkurinn er minni en nokkru sinni fyrr; með einung- is 23,7 prósent. Næstminnst hefur hann fengið 27,2 prósent árið 1987, en þá hafði Albert Guðmundsson klofið sig úr flokknum og stofnað Borgaraflokkinn sem fékk nokkuð fylgi. Meginsigurverar kosninganna eru Vinstri græn og Borgarahreyfing- in, segir Gunnar Helgi. Bæði fram- boðin auki fylgi sitt um ríflega sjö prósentustig, annað raunar úr engu. Samfylkingin megi vissulega vel við una og hafi fengið fína kosningu en þó sé sigur hennar einkum fólginn í því að vera orðinn stærsti flokkur landsins. Framsóknarflokkurinn vinnur á í fyrsta sinn síðan 1995, sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir þá, segir Gunnar Helgi. „En það er samt langt frá því að flokkurinn sé búinn að ná sér.“ Þá segir Gunnar Helgi einnig athyglisvert hversu skýrt kjósendur virðast hafa svarað kallinu um end- urnýjun. Mikil endurnýjun verði á þingliðinu, sem sé einkum forvitni- legt í því ljósi að mikil endurnýjun hafi einnig átt sér stað í kosningun- um fyrir tveimur árum. Nú sé sú staða því uppi í fyrsta sinn að ein- ungis lítill hluti þingmanna hafi þingreynslu sem eitthvað kveður að. Enn fremur sé sterk útkoma kvenna merkileg. Staða kvenna á Alþingi sé nú með því besta sem ger- ist í heiminum. Gunnar Helgi bend- ir jafnframt á að kjósendur virðist hafa uppgötvað útstrikanir sem tæki til að refsa þingmönnum sem ekki þykja hafa staðið sig nægilega vel. Hann sér ekki fram á annað en að sú þróun haldi áfram. - sh Prófessor í stjórnmálafræði rýnir í niðurstöðurnar: Vinstri sveiflan mestu tíðindin PRÓFESSOR GUNNAR Versta útkoma Sjálfstæðisflokks í sögunni er hin hliðin á peningi vinstri sveiflunnar. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.