Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 14
 27. apríl 2009 MÁNUDAGUR2 LEIKFANGAPERLUR eru vinsælar hjá börnum. Oft vilja þær detta í gólfið og ærið verkefni að tína þær upp. Gott húsráð er að setja nælonsokk á ryksuguna og sjúga perlurn- ar upp, taka sokkinn og tæma perlurnar í perluboxið á ný. „Þetta byrjaði þannig að okkur hjónin langaði að láta mála mál- verk af krökkunum okkar en gátum ekki fundið neinn hér á Íslandi sem tók það að sér. Svo ég fór að leita erlendis og datt niður á flinka og ódýra listamenn í Kína sem náðu blæbrigðum fyrirmynd- anna ótrúlega vel. Ég sagði vinum og kunningjum frá þessu. Þannig vatt þetta upp á sig og þróaðist út í fyrirtækið portret.is“ segir Gylfi Þór, sem býr í Reykjanesbæ. Gylfi Þór kveðst einungis hafa boðið þjónustu sína á netinu til þessa og þó nokkuð hafi verið að gera. „Ég er í sambandi við kín- versku listamennina næstum daglega,“ segir hann. Sem dæmi um verkefni sem þeir taki að sér nefnir hann málverk eftir litlum passamyndum, að sameina fólk af fleiri en einni ljósmynd í eitt og að breyta bakgrunni. En hversu langan tíma tekur að fá málverk- in? „Það tekur svona þrjár vikur að mála en þrír til fimm dagar fara í sendingu frá Kína hingað,“ svarar hann og kveðst ábyrgjast að fólk sé ánægt með afrakstur- inn með því að fá fyrst senda ljós- mynd af málverkinu og sýna við- skiptavininum hana. „Málarinn sendir mér myndina svo kaup- andinn geti metið hana. Þetta eru olíumálverk og auðvelt er að mála yfir og laga eða hreinlega byrja upp á nýtt ef með þarf. Það er ekki fyrr en kaupandinn er orð- inn hæstánægður sem myndin er send af stað.“ Áður en Gylfi Þór fann hina kínversku listamenn hafði hann leitað talsvert erlendis að svona þjónustu. „Þar er urmull af svindl- urum og sumir voru jafnvel að rukka nálægt einni milljón fyrir portret-málverk,“ lýsir hann. En hvað skyldi þá meðalmynd kosta hjá honum? „Málverk í stærð- inni 60x90 af einstaklingi kostar 52.500 krónur,“ upplýsir hann og bendir á heimasíðuna www.por- tret.is. „Verðið hefur verið það sama frá byrjun og ekkert breyst í kreppunni. Ég ætla að halda mig við það, að minnsta kosti út sum- arið.“ gun@frettabladid.is Ljósmynd verður að málverki Myndum má breyta á ýmsan máta. Á þessari mynd hefur bakgrunninum verið breytt. Einnig geta kínversku listamennirnir sameinað fólk af mörgum ljósmyndum í eitt málverk. Málverk af stúlku máluð eftir ljósmynd. Klukka úr málbandi er skemmtileg hönnun eftir tyrkneska hönnuðinn Burak Kaynak. Tíminn er mældur á ýmsan hátt, með dagatölum, úrum og klukkum en þó sjaldnast með málbandi. Hönnuðurinn Burak Kayn- ak hefur hins vegar búið til klukku í líki málbands. Er þetta veggklukka þar sem málband- ið rennur áfram undir gleri en rauð lína segir til um hvað klukkan er. Fleiri skemmtilegar hug- myndir Kaynak má finna á vef- síðunni www. burakkaynak. com. - sg Tíminn mældur Málbandsklukkan er falleg hengd upp á vegg. Ef fólk langar í stórt málverk af einhverju sem það á aðeins litla ljós- mynd af þá sér fyrirtækið portret.is um slíka þjónustu. Þar verður Gylfi Þór Markússon fyrir svörum. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 VIKUNA 27. APRÍL – 1. MAÍ Þriðjudagurinn 28. apríl Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða. Tími: 12.30-14.00. Prjónahópur - Við ætlum að koma saman, prjóna, hekla, fá okkur kaffi og hafa það notalegt. Allir velkomnir. Tími: 13.00-15.00. Skák - Félagar úr Skákfélagi Vinjar og Hróknum sitja að tafli í Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.30-15.30. Endurlífgun og hjartarafstuðtæki - Stutt verklegt námskeið sem getur gert þér kleift að koma fólki til bjargar þegar mínútur skipta máli. Tími: 15.30-17.00. Miðvikudagurinn 29. apríl Fimmtudagurinn 30. apríl Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagurinn 27. apríl . Áhugasviðskönnun - Ef þú hefur ákveðið starf eða nám í huga, getur könnunin staðfest hugmyndir þínar. Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00-14.30. Hugarflugsfundur - Hvernig sérðu starfsemi Rauða- krosshússins fyrir þér? Hvaða viðburði viltu sjá á dagskrá? Tími: 15.00-16.00. Að segja sögu sína - Hvernig getur lífssögunálgun hjálpað fólki að finna styrk sinn og leiðarsteina í lífinu? Tími: 15.00-16.00. Tölvuaðstoð - Þarftu aðstoð við að læra á tölvur, vafra um netið eða senda tölvupóst? Komdu í heimsókn. Tölvur á staðnum. Tími: 13.30-15.30. Enter og Eldhugar - Kynning á verkefninu Enter og Eldhugar sem snúa að ungmennum af íslenskum og erlendum uppruna. Tími: 13.00-13.30. Bókaklúbbur - Lestu þér til yndisauka og spjallaðu við aðra um innihaldið yfir kaffibolla. Tími: 14.00-15.00. Gönguhópur -Tími: 15.00-16.30. Slökun og öndun - Kennsla í slökun og djúpöndun. Allir velkomnir. Tími: 16.30-17.00. Föstudagurinn 1. maí Fjöltefli - FIDE meistarinn Róbert Lagerman stendur fyrir fjöltefli. Tími: 13.00-15.00. Uppeldi sem virkar; færni til framtíðar - Foreldra- námskeið. Skráning nauðsynleg, takmarkaður fjöldi (fyrsta námskeið af þremur) Tími: 13.00-15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Langar þig að slaka á? Nú er tækifærið. Tími: 15.00-16.30. Lokað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.