Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 22
14 27. apríl 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 sex saman í p akka ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 58 61 0 4 /0 9 Evrópusambandið er borð að sitja við; það er vettvangur þar sem málum er ráðið – það er hugsunarháttur þar sem hver og einn lærir að taka tillit til annarra þegar reynt er að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu. Það er ekki Paradís þar sem smjör drýpur af hverju strái og akrar vaxa ósánir og það er ekki Höll Réttlætisins þar sem allt er gott og rétt og eilíft sem frá því kemur. Og það er ekki nammibúð þar sem hægt er að valsa um og láta greipar sópa í trausti þess að mamma og pabbi komi og borgi eins og útrásarbjálfarnir héldu. Evrópusambandið er heldur ekki vondur kall sem rennir glyrnun- um græðgislega yfir íslenskar auðlindir; það er ekki kapítalískt samsæri um að hirða af okkur síð- ustu reyturnar (nema þá að því leyti sem þjóðskipulag vestrænna ríkja er slíkt kapítalískt samsæri). Það er samráðsvettvangur; það snýst um samstarf. Það er borð að sitja við. Hrörnar þöll Það er skjól sem þjóðir Evrópu hafa hver af annarri og veita hver annarri. Margir Íslending- ar drógu rangar ályktanir af því í haust þegar EES (þar á meðal „norrænar vinaþjóðir“) stóð með Bretum og Hollendingum í kröfu- gerð þeirra á hendur Íslendingum: þá heyrðist stundum sagt að EES væri „á móti okkur“ og því hefð- um við ekkert þangað að sækja; og stuðningur við aðild snarminnk- aði í kjölfarið. Fólk virtist ekki átta sig á því að þetta var einmitt til vitnis um að EES stendur með „sínum ríkjum“ gegn utanaðkom- andi, og að Íslendingar hefðu ekki mætt þessu viðmóti hefðu þeir verið innan sambandsins. Útrás- arglóparnir hefðu reyndar aldrei fengið að valsa svona um óáreittir heldur innan EES … Það er önnur saga. Og þó: Í haust hrundi ekki bara íslenskt bankakerfi heldur líka íslenskt hugmyndakerfi, sjálfstæðisstefn- an, þetta einkennilega sambland af oflæti og fákænsku sem réði för hér á landi í stóru og smáu í glópagullæðinu. Þessi hugmynd hins óveraldarvana um að hann búi yfir einhverjum sérstökum eiginleikum sem ekki þekkist að öðru leyti hjá mannkyninu. Þessi derringur sem ruglað var saman við heilbrigt stolt. Þessi þvergirðingsháttur sem rugl- að er saman við sjálfstæði. Þessi fáránlega hugmynd að hagsmun- ir mínir og Jóns og Gunnu fari saman við hagsmuni sægreifanna. Allur þessi taumlausi dellugang- ur krakka með alltof mikla pen- inga milli handanna, þegar við Íslendingar vorum Silvía Nótt … Samt stóð þetta allt í Hávamálum – hefðu menn bara gefið sér tíma til að lesa þau og hugleiða boðskap þeirra um hógværð, kænsku og hófsemi, ekki síst meðal annarra þjóða: Vits er þörf / þeim er víða ratar … Þar stendur líka: „Hrörnar þöll / sú er stendur þorpi á / hlýrat henni börkur né barr“: það er að segja: furan hrörnar sem stendur á ber- angri, hvorki börkur né barr dugir til að hlífa henni. Sem sagt: skjól. Á Markaðstorginu Evrópusambandið er torg. Þar stendur kelling og hrópar: „Vín- ber! Nýjar agúrkur!“ og fögur stúlka selur þar appelsínur eins og beint út úr ljóði eftir Sigurð Pálsson. Þar er íbygginn fisk- sali, andfúll frímerkjasafnari og manískur teppakaupmaður. Þar sitja þarflaus karldýr yfir calvad- osi og sagnalist. Þar eru krakkar að býtta á kortum. Þar eru verð- bréfasalar að yrkja sitt fé. Þar er hist og skvaldrað og borin saman epli og appelsínur. Og kannski ganga þar hjá stóreyg íslenskt hjón í alltof dýrum en númeri of litlum leðurjökkum. Miklu er talið varða á þessu torgi að allir sem bjóða varning sinn geri það á sömu forsendum og sömu kjör- um – sitji við sama borð, uppfylli sömu kröfur, standi jafnfætis: þaðan koma tröllasögurnar um staðla á skrúfum og bananabog- um. En við vorum að kjósa um það í fyrradag hvort við eigum þarna heima. Við kusum í fyrradag um Ísland. Við kusum gegn sjálfstæð- is stefnunni – félagi sannra Íslend- inga – hugmyndafræðinni sem kom þjóðinni á vonarvöl á síðasta ári. Við kusum gegn árinu 2007, gegn derringnum, gegn græð- ginni, gegn bandalagi kaupahéðna og pólitíkusa, gegn útsölu á auð- lindum þjóðarinnar, gegn innleið- ingu stéttaskiptingar, gegn hug- sjóninni um misskiptingu. Gegn hruninu. Við kusum gegn grill- unum um Æðislegu Íslendingana sem Allt vita og á Engum þurfa að halda. Við kusum gegn hugmynd- inni um Ísland sem laumufarþega í Evrópu. Því að fullvalda telst sú þjóð ein sem situr við sama borð og aðrar þjóðir þegar málum er ráðið, er þjóð meðal þjóða, ber höfuðið hátt, veit hver hún er og treystir sér til að taka þátt í sam- starfi við aðrar þjóðir. Evrópusambandið er borð að sitja við. Setjumst … Um þetta var kosið GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Kosningarnar og EES UMRÆÐAN Ari Arnórsson skrifar um atvinnumál Ég var um daginn að sinna hópi fólks í skemmti/mútuferð á kostnað bresks fyr- irtækis. Þau eru 3.000 – þrjú þúsund – saman í húsi, sitja við síma og selja fyrirtækjum gas. Að auki aka hundruð um í bílum til að heimsækja fyrirtæki og selja þeim gas. Og svo eru allir hinir sem selja almenningi gas. Og gleym- um ekki að það eru sex önnur fyrirtæki líka að selja öllum gas. Og svo er gríðarleg vinna að selja raf- magn, aftur og aftur. Það er önnur deild. Enn fleiri sitja og stýra öllu þessu fólki. Þetta eru ansi mörg þúsund manns. Starfi alls þessa fólks er aðeins einn. Að trufla vinnandi fólk. Því sama hvað seljandinn heitir: Gasið er það sama, kemur frá sama stað um sama rör og kostar sama. Rafmagnið líka. Þar sem allir eru með sama verð ræður þjónustan, segja þau. Hvaða þjón- usta? Jú, að trufla vinnandi fólk betur en keppinaut- arnir, gefa enn fleiri penna, flísteppi og bæklinga og bljúgyrði en hinir. Því rörin eða gasið í þeim kemur þjónustu fyrirtækisins ekki við. Það er annað fyrir- tæki í því. Skilvirkni hagkerfisins ykist við það að þetta fólk hætti störfum. Gerði ekki neitt. Á kaupi. Fólkið sem er að búa eitthvað til úr gasinu í alvörufyrirtækjunum hætti þá að tapa vinnutíma í atvinnutruflarana. Enn ykist framleiðni þjóðfélagsins ef allt þetta fólk beindi kröftum sínum til að aðstoða frekar en að trufla. Segjum með því að grafa skurði, eða stunda vísindastörf. Þessi vúdútrú er viður- kennd víðar en á Haítí. Meira að segja hér í smáþorpinu okkar Íslandi á að framleiða vinnu með nauðungarmilliliðun. Dæmi: Umferðarstofa skal halda bifreiðaskrá en er bannað að veita upplýsing- ar úr henni nema til fyrirtækja sem selja upplýsing- arnar. Annað dæmi: „Samkeppni“ í sölu á rafmagni. Sama rafmagninu úr sömu leiðslunni. Þetta er annaðhvort trúarkredda eða til atvinnu- sköpunar. Sé hið seinna rétt væri hagkvæmara að borga einkarafmagnssölufólkinu fyrir að gera ekkert en stunda þau skemmdarverk á hagkerfinu sem það vinnur í góðri trú. Einmitt, trú. Þér trúað- ir: Prófið nú að skipta yfir í jólasveininn, eða Jesú, í staðinn fyrir vúdúið. Það veldur minna tjóni um mánaðamótin heima hjá mér og öðrum almenningi. Höfundur er leiðsögumaður. Atvinnutruflarar ARI ARNÓRSSON Táp og fjör … Líflegar umræður spunnust milli leiðtoga stjórnmálaflokkanna í Ríkis- útvarpinu kvöldið fyrir kosningarnar á laugardag. Að öðrum ólöstuðum átti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, setningu kvöldsins, og mögu- lega þá bestu í allri kosningabaráttunni og þó víðar væri leitað, þegar hann deildi við Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra um upphaf og orsök efnahagshrunsins. Sigmundur hóf leikinn á að benda Jóhönnu kurteislega á að Samfylkingin hefði verið í ríkisstjórn þegar allt fór á hausinn. Jóhanna spurði Sigmund þá á móti hvort Framsókn hefði ekki lagt grunninn að hruninu mikla með setu sinni í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum í tólf ár. Æstist Sigmundur nokkuð við þessar aðdróttanir, hristi hausinn og sagði að ekki væri hægt að kenna hönnuði Titanic um að skipið hafi sokkið. … og frískir menn Þessi yfirlýsing Sig- mundar er býsna einkennileg í ljósi þess að hönnun Titanic var einmitt meingölluð. Rannsóknir hafa leitt í ljós að aragrúa af öryggisat- riðum var kastað fyrir róða til að þóknast eigendunum, sem vildu fyrst og fremst tryggja að skipið væri íburðarmikið og hraðskreitt. Rannsóknir sýndu einnig fram á að Titanic hafði yfir að ráða nægum fjölda björgunarbáta fyrir fyrsta farrými, þar sem ríka fólkið ferðaðist, en sárafáa til handa þeim sem minna höfðu milli handanna og þurftu að sætta sig við ódýrari sæti. Kannski er þetta ekki svo vitlaus samlíking hjá Sigmundi þrátt fyrir allt. kjartan@frettabladid.isV instri sveiflan á laugardag kom ekki á óvart, þó hún væri aðeins minni en spár gerðu ráð fyrir. Það sem einna helst kom á óvart var hve sterkur Framsóknar- flokkurinn var þrátt fyrir allt. Sá flokkur klárlega sigraði skoðanakannanirnar, þó hann hafi ekki átt stærsta kosningasigurinn. Útreið Sjálfstæðisflokksins kom ekki heldur á óvart og strax í gærmorgun fóru þingmenn flokksins og stuðningsmenn að efast um stefnu hans í aðdraganda þessara kosninga, sérstaklega hvað varðar Evrópusambandið og evruna. Jafnvel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, var á efasemdalínunni í gærmorgun. Það hlýtur að vera ómögulegt að vinna kosningar á stefnu sem frambjóðendur hafa ekki trú á. Hvar svo sem fólk staðsetur sig í stjórnmálum, þá er það söguleg stund að hægt sé að mynda hér tveggja flokka stjórn án atbeina Sjálfstæðisflokks- ins og að slík ríkisstjórn geti verið vinstri stjórn. Annar sigur sem unninn var á laugardag var jafnréttissigur- inn. Aldrei áður hafa konur verið jafn margar á Alþingi, 43 pró- sent. Þessi jafnréttissigur er reyndar tengdur vinstri sigrinum, þar sem Samfylking og Vinstri græn hafa lagt frekari áherslur á fléttulista og jafna stöðu karla og kvenna á listum sínum. Enda er jafnt hlutfall kvenna og karla í þingflokki þeirra auk þingflokks Borgarahreyfingarinnar. Til að sigurinn verði varanlegur þarf að gæta að því að hlut- fallið fari ekki aftur niður í um 30 prósent. Slíkt gerist með því að verja jafnréttið heima í flokkunum, í uppstillingunum á listum. Þennan sigur þarf einnig að verja með því að gæta að jafnrétti í skipan ráðherraembætta. Ef núverandi meirihluti heldur áfram samstarfi væri annað óverjandi. Þriðji sigurinn er sigur Evrópusambandssinna. Það er sögulegt að nú sé meirihluti á Alþingi fyrir aðildarumsókn að sambandinu. Ekki nóg með að aðildarumsókn sé á stefnuskrá Samfylkingar, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, heldur er einnig hópur Sjálfstæðismanna fylgjandi umsókn. Lýðræðislega er þetta sigur fyrir Evrópusinna sem vilja ESB-umsókn strax, hvað svo sem Steingrímur J. Sigfússon telur að sé rétt meðhöndlun ríkisstjórn- ar á vilja meirihluta Alþingis. Lýðræðissinnaði flokkurinn ætlar þó ekki að standa í vegi fyrir meirihlutanum af því hann er þeim ósammála? Það er ljóst að Evrópumálin verða Samfylkingu og Vinstri grænum erfið í ríkisstjórnarmyndun en að sama skapi verður nauðsynlegt að finna lausn á þeim vanda sem klýfur flokk- ana tvo; að finna millileið á milli þeirra sem segja já og þeirra sem segja nei. Millileiðin er ekki að segja kannski. Það er hægt að semja um lýðræðislega málsmeðferð, líkt og Vinstri græn hafa talað um alla kosningabaráttuna. Það er hægt að koma á fót miklum funda- og fræðsluherferðum um kosti og galla Evrópusambandsins. Það er hægt að halda lifandi þeirri miklu Evrópusambandsumræðu sem kviknaði á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar. Það er hægt að gera svo margt, bara svo lengi sem sótt er um aðild hið fyrsta. Það hlýtur að vera forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. Alþingiskosningarnar á laugardag: Vinstri-, jafnréttis- og ESB-sigur SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.