Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 30
22 27. apríl 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? LÁRÉTT 2. jurt, 6. tveir eins, 8. umfram, 9. meðal, 11. gelt, 12. ávöxt- ur, 14. hnupla, 16. í röð, 17. í hálsi, 18. skelfing, 20. mun, 21. land í asíu. LÓÐRÉTT 1. kvk nafn, 3. guð, 4. brá, 5. skjön, 7. heimilistæki, 10. ílát, 13. segi upp, 15. engi, 16. tæki, 19. skst. LAUSN LÁRÉTT: 2. gras, 6. rr, 8. auk, 9. lyf, 11. gá, 12. akarn, 14. stela, 16. tu, 17. kok, 18. ógn, 20. ku, 21. laos. LÓÐRÉTT: 1. erla, 3. ra, 4. augnlok, 5. ská, 7. ryksuga, 10. fat, 13. rek, 15. akur, 16. tól, 19. no. „Taugarnar liggja til Íslands, það fer ekki á milli mála,“ segir Erla Dögg Ingjaldsdóttir arkitekt, en hún og eiginmaður hennar Tryggvi Þorsteinsson arkitekt hafa opnað listagallerí í Santa Monica í Kali- forníu. Galleríið er í sama húsi og arkitektastofan Minarc sem þau hjón hafa rekið síðustu níu ár, en Gallery Skart sýnir fyrst og fremst íslenska list og er markmið- ið að opna íslenskum listamönnum leið inn á bandarískan markað. „Við vorum heima í lok septemb- er 2008 og sáum hörmungarnar skella á. Við erum með skrifstof- una okkar í hjarta Santa Mon- ica, nálægt aðalmiðstöð menn- inga og lista í Kaliforníu, og þar sem við vorum með aukarými fyrir framan skrifstofuna í sama húsi fannst okkur tilvalið að nota okkar öfl til að koma íslenskum listamönnum á framfæri. Þetta er okkar framtak til að hjálpa,“ útskýrir Erla Dögg, spurð um til- urð gallerísins. „Skartbúðin er tileinkuð íslenskum iðnaði og er hugmyndin að hægt sé að nýta galleríið til kynningar á Íslandi, hvort sem er á list eða til annars brúks,“ bætir hún við. Gallery Skart hefur vakið mikla athygli í Los Angeles, en meðal annars hefur verið fjallað um það í LA Times og á útvarpsstöðinni KCRW. Nýlega hélt Bjarni Sigur- björnsson myndlistarsýningu í galleríinu, en nú stendur yfir ljós- myndasýning GroupLA 2008 þar sem 25 ljósmyndarar sýna staf- rænar myndir á flatskjá sem þeir tóku í sínu nánasta umhverfi í Los Angeles árið 2008. „Fram undan er sýning Friðgeirs Helgasonar ljósmyndara og seinna í sumar verður sýning sem kallast Fairy Tales þar sem hugmyndin er að listamenn taki þátt í vinnustofu með börnum sem minna mega sín,“ segir Erla Dögg, en áhuga- sömum er bent á heimasíðu gall- erísins galleryskart.com. alma@frettabladid.is ERLA OG TRYGGVI: OPNUÐU LISTAGALLERÍ Í LOS ANGELES Opna Íslendingum leið inn á bandarískan listmarkað KYNNA ÍSLENSKA LIST Í BANDARÍKJUNUM Arkitektahjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson opnuðu Gallery Skart í Santa Monica þar sem þau reka stofuna Minarc. „Ég vinn bara svona, ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég er enn í þessu djobbi,“ segir Jón- atan Garðarsson, liðsstjóri íslenska Eurovision- hópsins. Hópurinn fékk á föstudag yfirlit frá Jónatani yfir dagskrá hópsins í Moskvu. Óhætt er að fullyrða að hver einasta mínúta, hvert skref, sé skipulagt. Eiginlega er hvergi autt gat í tímaætluninni sem nær frá klukkan fjögur að morgni sunnudagsins 3. maí til klukkan fjögur síðdegis sunnudagsins 17. maí. Meðal þess sem Jónatan var búinn að setja niður á blað voru matmálstímar og háttatíminn. „Þegar svona mikið gengur á þarf oft að minna fólk á þessa annars sjálfsögðu hluti.“ Jónatan segist alltaf hafa gert svona skjöl fyrir þá Eurovision-hópa sem hann hefur farið með út. Og þeir eru þó nokkrir. „Þetta skjal hefur verið svona tvö ár í mótun, fyrstu árin skrifaði ég dagskrána bara frá degi til dags en það þótti ekki heppilegt enda finnst fólki betra að vita með góðum fyrirvara hvað sé að gerast,“ útskýrir Jónatan.„Það er mjög nauðsynlegt á svona stórum viðburði að allir gangi í takt.“ Að sögn Jónatans er öryggisgæslan nokk- uð mikil í Moskvu, menn þurfa til að mynda að vera með öll sín skjöl á sér því annars gætu þeir verið í vondum málum. „Öryggisgæslan er alltaf meiri eftir því sem austar dregur í álfunni, við verðum með einn til tvo öryggis- verði og svo sérstaka rútu undir hópinn og einn fólksbíl,“ útskýrir Jónatan sem kveðst ekki hafa hugmynd um hvernig týpa sú ágæta bifreið verður. „Í fyrra vorum við á Skoda og svo höfum við verið á Benz, hins vegar skiptir mestu máli að hann geti komið manni á milli staða.“ - fgg Hver mínúta skipulögð hjá Eurovision-hópnum „Já, ég er bæði spenntur og kvíðinn,“ segir leik- stjórinn Arnar Már Brynjarsson en hann er á leið- inni til Cannes hinn 14. maí ásamt félögum sínum, þeim Hlyni Björnssyni og Gunnari Antoni Guð- mundssyni. Þeir, ásamt fjórða manninum, Hirti A. Guðmundssyni, gerðu stuttmyndina HUX sem vann Stuttmyndadaga Reykjavíkur í fyrra. HUX tekur þátt í svokölluðu Short Film Corner sem haldin er í tengslum við hina eiginlegu kvikmyndahátíð en myndin segir frá tvítugum dreng sem reynir að bjarga móður sinni undan klóm krabbameins. Undirbúningur fyrir stuttmyndadaga Reykjavík- ur í ár er nú í fullum gangi, Silja Hauksdóttir og Ólafur H. Torfason auk Sigmundar Dúa Mássonar verða í dómnefnd en hátíðin verður sett hinn 28. maí. Arnar segir þá félaga ekki ætla að endurtaka leikinn í ár. „Nei, við höfðum hreinlega ekki tíma en stefnum á að vera með mynd á næsta ári.“ Arnar segir það hálf ógnvekjandi að vera að fara á þessa frægustu kvikmyndahátíð heims sem hald- in er við sólríkar strendur Miðjarðarhafsins. „Ég á reyndar eftir að útvega mér smóking en það bjarg- ast alveg örugglega,“ segir Arnar og viðurkennir að þegar þeir gerðu myndina leiddu þeir aldrei hugann að því að hún gæti verið farseðill til Frakklands. Arnar, sem er 22 ára, hefur verið með ólæknandi kvikmyndagerðardellu í ansi langan tíma. „Hún kom þegar ég fékk myndbandsupptökuvél í ferm- ingargjöf. Hún hefur eiginlega ekki farið síðan,“ segir Arnar en hann rekur ásamt félögum sínum vélaleigu fyrir kvikmyndagerðarfólk undir nafninu Royal & Zlátur. - fgg Ungur leikstjóri til Cannes Í FERÐAHUG Arnar Már Brynjarsson og Gunnar Anton Guð- mundsson eru á leiðinni til Cannes og eru bæði spenntir og kvíðnir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKIPULAGÐUR Jónatan Garðarsson hefur skipulagt hverja einustu mínútu hjá Eurovision-hópnum enda er mikilvægt að allir gangi í takt. „Hún hefur allt- af verið mjög skapandi. Hún hefur þetta ekki frá mér, þessi elska, en það er mikið af lista- fólki í föðurætt- inni. Mér finnst þetta bara æðislegt hjá henni, er rosalega stolt og styð hana í öllu sem hún gerir, því allt sem hún tekur sér fyrir hendur tekur hún alla leið og gerir það vel.“ Margrét Árnadóttir um dóttur sína, Andr- eu Róbertsdóttur, en Jórunnarhjörtun sem hún hannar njóta mikilla vinsælda. Hún hannaði meðal annars hjörtu fyrir Dorrit Moussaieff sem afhenti þau gest- um á ráðstefnu sem hún sat um sérþarfir barna í síðustu viku í Katar. ATH TILBOÐIÐ GILDIR AÐEINS Í DAG MÁNUDAG OG MORGUN ÞRIÐJUDAG. ALLIR FISKRÉTTIR 990 KR/KG GLÆNÝR RAUÐMAGI Tæknilið og fréttamenn RÚV blóta væntanlega blaðaljósmyndara sem staddur var á kosningavöku Samfylkingarinnar í sand og ösku. Sjónvarpið skipti beint yfir á sigurræðu Jóhönnu Sigurðar- dóttur sem hún hélt skömmu eftir að fyrstu tölur voru komnar í hús og allt benti til stórsigurs flokksins. Til einhverra stympinga kom milli myndatökumanns RÚV og ljósmyndarans sem endaði með því að sá síðarnefndi sagði keppinautn- um til syndanna. Því miður fyrir RÚV var kveikt á hljóðnema þannig að blótsyrðin hljómuðu undir orðum formanns Samfylkingarinnar. Og ögn meira af alþingiskosning- unum. Því hljóðvarp Ríkisútvarpsins var einnig með sína kosningavöku. Útvarpsmaðurinn Guðmundur Pálsson átti stutt spjall við fulltrúa Borgarahreyfingarinnar, Baldvin Jónsson, en hann átti góða mögu- leika á að komast inn á þing í nótt. Baldvin upplýsti að hann og Þór Saari, verðandi þingmaður hreyfingar- innar, hefðu bundist fastmælum um að leggja fram tillögu um að háls- bindatíska karlmanna yrði afnumin. Ekki er víst hvernig hinn ópólitíski armur búsáhaldabyltingarinnar hefði brugðist við ef þetta hefði verið fyrsta mál hreyfingarinnar þegar þing verður kallað saman. Og loksins komu góðar fréttir af íslenskum útrásarvíkingum sem hafa verið sagðir í felum undanfarna daga og mánuði. Því Sunday Times greindi frá því í gær að Björgólfur Thor Björgólfsson sé meðal þrjátíu ríkustu manna Bretlands. Skýtur eig- anda knattspyrnuliðsins New- castle ref fyrir rass. Meira að segja Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmunds- synir komast inn á listann þótt þeir falli um rúmlega hundrað og fimmtíu sæti. FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.