Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 VORHREINSUN sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins standa fyrir dyrum. Hreinsunarátak Garðabæjar verður 18. apríl til 8. maí. Í Mosfellsbæ verður vorhreinsun 22. apríl til 5. maí, í Hafnarfirði frá 30. apríl til 6. maí, á Seltjarnarnesi frá 15. maí til 22. maí og í Kópavogi 27. apríl til 8. maí. www.sorpa.is „Ég á lítinn kryddjurtagarð í stofuglugganum en þar má finna steinselju, graslauk, myntu, rós- marín, oreganó og kóríander,“ segir Ragna Björg Ársælsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Þessa dagana liggur hún yfir skólabókunum, enda próf á næsta leiti. „Ég vonast til að ræktunin tak- ist í þetta sinn en ég reyndi þetta í fyrra og þá tókst þetta ekki. Núna dafna jurtirnar hins vegar vel og ég hlakka bara til að geta eldað eitthvað úr þessu,“ segir Ragna Björg, sem er kunn fyrir hæfi- leika sína í eldhúsinu og glæsi- legar matarveislur. „Ég setti fræ í potta og síðan gæti ég þess að vökva jurtirnar vel. Þeim má ekki verða of kalt, þær þurfa birtu og síðan þarf að setja næringu í vatn- ið,“ útskýrir hún og hlakkar til að sjá árangurinn. Heimili Rögnu Bjargar er hlý- legt enda ekki vanþörf á þar sem hún eyðir þar löngum stundum. „Ég er í skóla og læri oft heima og elda mikið. Í eldhúsinu fer fram ýmiss konar tilraunastarfsemi en þegar ég var á höttunum eftir íbúð, í samráði við foreldrana, réð eld- húsið úrslitum í að þessi íbúð var keypt,“ segir Ragna Björg en hún er hæstánægð með fyrirkomulag- ið. „Eldhúsið skiptir miklu máli og þá sérstaklega að hálfopið er inn í stofu. Þá er hægt að blanda geði við gestina þar,“ segir hún en gest- kvæmt er á heimili Rögnu Bjargar þar sem hún býður oft til veislu og prófar nýja rétti. „Nú hef ég verið hér í dágóð- an tíma, hef náð að safna mér í búið og á orðið fullmótaða stofu. Ég kann einna best við mig í sóf- anum, sem er mjúkur tungusófi úr Betra baki. Hægt er að breyta honum í svefnsófa þegar fjölskyld- an kemur í heimsókn og hefur hann nýst vel,“ segir Ragna Björg ánægð og setur kryddjurtagarð- inn aftur í ylinn í glugganum. hrefna@frettabladid.is Ræktar kryddjurtir í gluggakistunni heima Í notalegri stofu lúra litlar kryddplöntur í glugga og drekka í sig þá sólargeisla sem inn um hann berast. Húsmóðirin, Ragna Björg Ársælsdóttir, vakir yfir þeim um leið og hún gluggar í skólabækurnar. Ragna Björg hlúir hér að kryddjurtunum sínum í uppáhaldshorni heimilisins, en stofusófinn hefur þar vinninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval 466 1016 www.ektafiskur.is frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu  Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.