Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 27.04.2009, Qupperneq 2
2 27. apríl 2009 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Við erum að afla upplýsinga og fylgjast með, en eins og málum er háttað er ekki búið að breyta áhættumatinu. Það eru engin tilmæli um ferðatakmark- anir og við erum bara á sama stigi og þegar varað var við fugla- flensunni,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlækn- isembættinu, um hugsanlegan svínaflensufaraldur. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin varaði í gær við mögulegum heimsfaraldri svínaflensu, en ríf- lega þúsund tilfelli hafa greinst í Mexíkó síðan í mars og sjúkdóm- urinn hefur dregið rúmlega 80 manns til dauða. Ellefu manns í Bandaríkjunum hafa greinst með flensuna, en enginn látist og átta skólabörn í New York eru í frek- ari rannsóknum vegna hugsanlegs smits. Svínaflensa er öndunarfærasjúk- dómur í svínum. Óalgengt er að veiran smitist úr svínum í menn, en það hefur þó gerst í nokkrum tilfellum. Flensan sem er nú að breiðast út er hins vegar blanda af svínaflensu, hefðbundinni inflúensu og afbrigði fuglaflensu sem hefur hvorki greinst í mönn- um né svínum áður. „Þegar þeir voru að finna þessa veiru í fólki voru engin tengsl manna við svín svo þetta var greinilega að berast manna á milli, sem er óvenjulegt og lyfti brúnum manna,“ útskýr- ir Haraldur. „Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er að leggja drög að því að búa til bóluefni sem virk- ar á þessa veiru, en það er álita- mál hvort okkar inflúensubóluefni virkar á þennan stofn. Þangað til treystum við á lyf eins og Tamiflu og Relenza sem virka vel,“ bætir hann við. „Við erum tilbúin til að breyta okkar áætlunum og grípa til ráð- stafana við heimkomu Íslendinga frá áhættusvæðum eins og Mexíkó ef þess þarf. Það eru allir að gera sitt besta til að fá botn í þetta og við látum vita um leið og eitthvað kemur í ljós,“ segir Haraldur, en upplýsingar má nálgast á heima- síðu Landlæknisembættisins. - ag Landlæknisembættið fylgist með svínaflensunni í Mexíkó sem hefur orðið áttatíu manns að bana: Möguleiki talinn á heimsfaraldri ÓBREYTT ÁHÆTTUMAT Haraldur segir engin tilmæli hafa borist um ferðatak- markanir. ÍTALÍA Ítalska skemmtiferðaskipið Melody var hætt komið þegar sómalískir sjóræningjar gerðu tilraun til að yfirtaka það undan ströndum Sómalíu seinnipart laugardags. Skipstjórinn, Ciro Pinto, greindi fréttastofu BBC frá atvik- inu, en sex ræningjar nálguðust skipið á hraðbát, skutu á það um 200 sinnum og reyndu að klifra um borð. Öryggisverðir hleyptu þá af skotum út í loftið til að hræða ræningjana og tóku einnig að sprauta á þá vatni. Nokkrir farþeganna um borð slógust þá í leikinn og tóku að henda stólum í ræningjana, sem að lokum gáfust upp og flúðu. Enginn særðist í átökunum, en um 1.500 manns voru um borð í Melody þegar atvikið átti sér stað. - ag Skemmtiferðaskip í hættu: Yfirbuguðu sjóræningja SRI LANKA Uppreisnarmenn tamil- tígra, sem barist hafa við stjórn- arher Srí Lanka í norðaustur- hluta landsins, lýstu einhliða yfir vopnahléi í gærdag. Stjórnvöld á Srí Lanka taka ekki mark á vopnahléinu og segja algjöra uppgjöf tígranna eina kostinn í stöðinni. Uppreisnarmennirnir höfðu í gær verið króaðir af á tólf fer- kílómetra svæði. Sameinuðu þjóðirnar segja um fimmtíu þús- und óbreytta borgara í sjálf- heldu í miðri átakalínu hópanna tveggja. - hhs Uppreisnarmenn á Srí Lanka: Boða vopnahlé MÓÐIR, BARN OG HERMAÐUR Um fimmtíu þúsund óbreyttir borgarar eru sagðir í sjálfheldu á milli tamiltígra og stjórnarhersins á Srí Lanka. MYND/GETTYIMAGES Daði, var stuð? „Það hefði örugglega verið meira stuð ef Ástþór hefði mætt.“ Daði Pétursson er eigandi sportbars- ins Classic Rock í Ármúla, en þar hélt Lýðræðishreyfingin kosningavöku á laug- ardagskvöld. Samkvæmt Daða lét Ástþór sjá sig í upphafi kvölds en skilaði sér ekki til baka eftir sjónvarpsviðtal á Stöð 2, fylgismönnum sínum til nokkurrar gremju. LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn yfirbuguðu og handtóku mann í annarlegu ástandi við Bessastaðakirkju í gær. Maðurinn hafði gengið berserksgang í kirkjunni, brot- ið glugga og eyðilagt kirkjumuni. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til, en talið er að hann hrjái andleg veikindi. Messu var nýlokið í kirkjunni þegar hann bar að garði. Enginn var í kirkj- unni þegar hann fór inn. Að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara braut maðurinn nokkrar rúður í fjórum steindum gluggum eftir listamennina Finn Jónsson og Guðmund Einars- son. Þá skemmdi hann margra alda gamla kertastjaka. Vonast er til þess að hægt sé að laga munina. Maðurinn var færður í fangageymslur og er búist við að hann verði yfirheyrður í dag. Umfang tjónsins liggur ekki fyrir. Tæknideild lög- reglunnar var að störfum þar í gær og til stendur að leggja nánara mat á tjónið í dag. Bessastaðakirkja hefur staðið í núverandi mynd frá árinu 1796 og er hún meðal elstu steinbygginga á Íslandi. Sumir munirnir í kirkjunni eru töluvert eldri. Talið er að kirkja hafi staðið á Bessastöðum í um eitt þúsund ár. - sh Karlmaður handtekinn á Bessastöðum eftir að hafa gengið berserksgang: Braut og bramlaði fornminjar HANDTEKINN Ekki er vitað hvað manninum gekk til. Hann streittist á móti við handtöku. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LÖGREGLUMÁL „Okkur líður ágæt- lega,“ segir Jón Hannesson, 85 ára læknir, sem varð fyrir árás tveggja manna, sem vopnaðir voru hnífum, á heimili sínu á Arnarnesi í fyrra- kvöld. Honum og 73 ára konu hans var haldið í gíslingu af grímuklædd- um mönnum í hátt í hálfa klukku- stund á meðan þeir létu greipar sópa. Jón baðst undan því að tjá sig frekar um málið í gær, sagði það afar viðkvæmt og vísaði á lögregl- una eftir frekari upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu bönkuðu mennirnir upp á heima hjá hjónunum í Mávanesi á tólfta tímanum á laugardagskvöld, þegar kosningasjónvarp RÚV stóð sem hæst. Þegar konan kom til dyra mættu henni tveir grímuklæddir menn með hnífa. Annar þeirra réðst á hana og fleygði í gólfið og ruddist inn. Konan lemstraðist við árásina. Mennirnir voru klæddir í hettu- peysur með klúta fyrir vitum sér og hótuðu hjónunum lífláti ef þau létu ekki alla fjármuni sína af hendi. Þeir héldu hjónunum síðan í gíslingu í 20 til 25 mínútur á meðan þeir stálu ýmsum munum úr húsinu. Allan tímann dundu hótanir um líflát og líkamsmeiðingar á hjónunum. Meðal þess sem ræningjarnir stálu var upptökuvél, fartölva, far- símar, seðlaveski með 60 þúsund krónum og hringar af fingrum kon- unnar. Áður en mennirnir hurfu út í myrkrið skáru þeir á símalínur svo fólkið gæti ekki haft samband við lögreglu. Hjónunum tókst hins vegar að finna gamlan síma sem þau gátu sett í samband. Úr honum hringdu þau á hjálp. Þegar Fréttablaðið fór í prent- un voru mennirnir ófundnir en allt kapp lagt á að hafa hendur í hári þeirra, enda málið litið mjög alvar- legum augum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið nær fordæmalaust hér á landi. „Ég man ekki eftir því að áður hafi verið ruðst svona inn á blásaklaust fólk og svona aðfarir viðhafðar,“ segir hann. Friðrik segir að „engin spurning“ sé um að farið verði fram á gæsluvarðhald þegar og ef menn- irnir nást. Mennirnir eru 18 til 24 ára. grannvaxnir, um 180 sentimetrar á hæð, íslenskir og voru dökkklæddir þegar árásin átti sér stað. Lögregla hvetur þá sem urðu varir við grun- samlegar mannaferðir á Arnarnesi á laugardagskvöld að hafa samband. stigur@frettabladid.is Rændu gömul hjón og skáru á símalínur Grímuklæddir menn ruddust inn á heimili eldri hjóna á Arnarnesi og héldu þeim í gíslingu. Þeir hótuðu að myrða hjónin með hnífum og rændu meðal annars hringum af fingrum konunnar. Okkur líður ágætlega, segir maðurinn. FÓLK Nítján ára stúlku var bjarg- að úr sjálfheldu ofarlega í Vífils- felli um áttaleytið í gærkvöldi. Að sögn Jónasar Guðmundsson- ar í aðgerðastjórn björgunar- sveita var stúlkan orðin köld og hrædd þegar hún fannst en hún hringdi eftir hjálp um fimm- leytið. „Stúlkan var ein á ferð og labb- aði venjulegu leiðina á Vífilfell en fór niður aðra leið sem hún fór út af og lenti í sjálfheldu. Við vorum lengi í símasambandi við hana og hún reyndi að lýsa aðstæðum þar til rafhlaðan í farsímanum hennar rann út,“ segir Jónas. Stúlkunni var svo bjargað um borð í þyrlu en sigmaður björg- unarsveitarinnar hífði hana um borð. - ag Lenti í sjálfheldu á Vífilsfelli: Bjargað kaldri og hræddri um borð í þyrlu MÁVANESIÐ Ekki liggur fyrir hvort hjónin urðu fyrir valinu af tilviljun einni saman eða hvort ræningjarnir höfðu skipulagt hvar þeir hygðust banka upp á - og ryðjast síðan inn. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN GÆTU FENGIÐ MARGRA ÁRA FANGELSI Friðrik Smári Björgvinsson yfirlög- regluþjónn segir að mennirnir hafi með athæfi sínu gerst sekir um brot gegn fjölmörgum hegningarlögum. Meðal þeirra eru: ■ Húsbrot ■ Líkamsárás ■ Hótanir ■ Frelsissvipting ■ Rán Friðrik segir erfitt að gera sér í hugar- lund hver refsingin yfir mönnunum verður, en segir ljóst að þeir gætu átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsis- vist. SVEITASTJÓRNARMÁL Sameining sveitarfélaganna Akureyrar og Grímseyjar var samþykkt með nokkrum meirihluta í atkvæða- greiðslu á laugardag. Kosningin fór fram samhliða kosningum til Alþingis. Kosið var á báðum stöðum á laugardag. Var sameining samþykkt með 69 prósentum atkvæða á Akureyri og 88 pró- sentum atkvæða í Grímsey. Um 17.500 íbúar búa á Akur- eyri en Grímseyingar eru um níutíu talsins. Þegar mest var bjuggu um 120 í eynni. - kg Kosning á Norðurlandi: Grímsey sam- einast Akureyri SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.