Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 4
4 27. apríl 2009 MÁNUDAGUR Við hvetjum þig til að standa vörð um viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn. Kynningarfundur mánudaginn 27. apríl kl 17:15 í fundarsal Maður lifandi, Borgartúni 24. Auður Capital kynnir 585-6500 audur.is Allir velkomnir 0 5 10 15 20 25 30 Norðaustur B 25,3% (2 þingm.) D 17,5% (2 þingm.) F 1,6% (0 þingm.) O 3,0% (0 þingm.) P 0,3% (0 þingm.) S 22,7 (3 þingm.) V 29,7% (3 þingm.) 0 5 10 15 20 25 30 Norðvestur B 22,5% (2 þingm.) D 22,9% (2 þingm.) F 5,3% (0 þingm.) O 3,3% (0 þingm.) P 0,4% (0 þingm.) S 22,7 (2 þingm.) V 22,8% (3 þingm.) 0 5 10 15 20 25 30 Suðvestur B 11,6% (1 þingm.) D 27,6% (4 þingm.) F 1,5% (0 þingm.) O 9,1% (1 þingm.) P 0,6% (0 þingm.) S 32,2 (4 þingm.) V 17,4% (2 þingm.) 0 5 10 15 20 25 30 Reykjavík norður B 9,6% (1 þingm.) D 21,4% (2 þingm.) F 1,6% (0 þingm.) O 9,6% (1 þingm.) P 0,9% (0 þingm.) S 32,9 (4 þingm.) V 24,0% (3 þingm.) 0 5 10 15 20 25 30 Reykjavík suður B 9,7% (1 þingm.) D 23,2% (3 þingm.) F 2,0% (0 þingm.) O 8,7% (1 þingm.) P 0,6% (0 þingm.) S 32,9 (4 þingm.) V 22,9% (2 þingm.) 0 5 10 15 20 25 30 Suður B 20,0% (2 þingm.) D 26,2% (3 þingm.) F 3,1% (0 þingm.) O 5,1% (1 þingm.) P 0,5% (0 þingm.) S 28,0 (3 þingm.) V 17,1% (1 þingm.) 18,8% (1) 29,1% (3) 13,6% (2) 21,2% (2) 16,0% (1) 24,6% (3) 28,0% (3) 5,9% (0) 20,8% (2) 19,6% (2) 7,2% (1) 42,6% (6) 6,7% (0) 28,4% (4) 11,6% (1) 6,2% (0) 36,4% (4) 6,3% (0) 29,2% (5) 16,9% (2) 5,9% (0) 39,2% (5) 6,8% (1) 29,0% (3) 14,4% (2) 18,7% (2) 36% (4) 7,0% (1) 26,8% (2) 9,9% (1) VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 21° 14° 15° 21° 20° 16° 16° 20° 19° 17° 21° 12° 28° 28° 20° 14° 19° 16° 4 6 6 4 6 5 12 Á MORGUN 10-15 m/s sunnan og vestan til annars 3-8 m/s MIÐVIKUDAGUR 10-18 m/s hvassast sunnan og vestan til 10 8 7 6 5 3 5 5 5 1 3 1 3 3 3 12 6 8 8 88 8 14 14 1010 HLÝINDI Segja má að yndislegt veður verði á landinu í dag. Á morgun bætir í vind, einkum sunnan og vestan til með rigningu sunnan til og vestan. Hlýtt verður þó í veðri. Svipaða sögu er að segja um miðvikudaginn nema að líkindum verður úrkoman slitróttari og vindur heldur stífari sunnan og vestan til. Almennt eru kortin hlý þessa viku en frek- ar vætusöm syðra. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylk- ingin og VG, fengu skýrt umboð kjósenda til áframhaldandi sam- starfs í kosningunum á laugar- dag. Báðir flokkar bættu við sig fylgi og þingmönnum og hafa fimm manna meirihluta á þingi. Fylgi Samfylkingarinnar, sem er stærsti flokkurinn á þingi, jókst um þrjú prósent frá kosn- ingunum 2007 og þingmönnum hennar fjölgaði um tvo, úr átján í tuttugu. Fylgi VG jókst um 7,4 prósent og þingmönnunum fjölgaði úr níu í fjórtán. Framsóknarflokkurinn bætti einnig við sig fylgi. Það jókst um 3,1 prósent frá 2007 og þingmönn- unum fjölgaði úr sjö í níu. Borgarahreyfingin, sem bauð fram í fyrsta sinn, fékk 7,2 pró- sent og fjóra menn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði gríðarlegu fylgi og hlaut sögulega lélega kosningu. Flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en fékk 36,6 Stjórnarflokkarnir fengu skýrt umboð Ríkisstjórnarflokkarnir hafa fimm manna þingmeirihluta. Þingmönnum þeirra og Framsóknarflokksins fjölgaði. Borgarahreyfingin fékk fjóra menn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði níu mönnum og Frjálslyndir þurrkuðust út. 0 5 10 15 20 25 30 Landið allt B 14,8% (9 þingm.) D 23,7% (16 þingm.) F 2,2% (0 þingm.) O 7,2% (4 þingm.) P 0,6% (0 þingm.) S 29,8 (20 þingm.) V 21,7% (14 þingm.) 11,7% (7) 36,6% (25) 7,3% (4) 26,8% (18) 14,3% (9) prósent fyrir tveimur árum. Þing- mannafjöldinn hrundi úr 25 mönn- um í sextán. Frjálslyndi flokkurinn, sem fékk 7,3 prósent og fjóra menn 2007, hlaut aðeins 2,2 prósent í kosningunum nú og þurrkaðist út af þingi. Fylgi Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og VG jókst í öllum kjördæmum. Mest var aukningin hjá Vinstri grænum í Norðausturkjördæmi, rúm tíu pró- sent. Sjálfstæðisflokkurinn tap- aði alls staðar, og var tapið mest, um fimmtán til sextán prósent, í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Kosningar 2007 „Að almenningur skuli hafa tekið sig saman og náð 7,2 prósenta fylgi á níu vikum er náttúrulega bara sigur fólksins,“ segir Birgitta Jónsdóttir, talsmaður Borgarahreyfingarinnar. „Ég er sannfærð um að okkar raddir munu hafa mikil áhrif á þinginu. Við ætlum ekki að láta stjórnmálaskóla þingsins spilla okkur.“ Birgitta segir mikilvægast að nú fari þingheimur að vinna betur saman. „Við verðum að einbeita okkur að því sem við getum verið sammála um, frekar en að fara alltaf í skotgrafirnar. Þjóðin þolir ekki meira af þeim.“ - hhs SIGUR FYRIR ALMENNING Í LANDINU „Úrslitin eru glæsilegur sigur okkar. Aðrar kosningarnar í röð erum við stærsti sigurvegarinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Steingrímur segir gríðarlega sveiflu hafa orðið til vinstri. „Nú er möguleikinn á sterkri vinstri stjórn, með hreinan meirihluta á bak við sig, til staðar í fyrsta skipti í okkar stjórnmálasögu. Framhaldið er það að við ætlum að setjast niður og ræða málin, núverandi samstarfsflokkar, og við munum ganga vasklega í það. Við göngum með bjartsýni til viðræðna og ætlum okkur að sjálfsögðu að ná árangri og niðurstöðu.“ - gar GLÆSILEGUR SIGUR OKKAR „Úrslitin eru fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mestu í samræmi við kannanir,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Vinstri grænir eru að fá minna en kannanir sögðu til um en eru samt að vinna mikinn kosningasigur að mínu áliti.“ Bjarni segir ekki gott að segja nákvæmlega til um framhaldið. „Það verður spennandi að sjá hvernig stjórnarmyndunarvið- ræðurnar þróast. Þar er augljóst að Evrópusambandsmálið er sá ásteytingarsteinn sem fyrirsjáanlegur var fyrir helgi. Ég efast ekki um að þeir munu leggja mikið á sig til að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Bjarni. Hann telur ólíklegt á þessari stundu að Sjálfstæðisflokkurinn komi að ríkisstjórnar- borðinu. - gar LEGGJA MIKIÐ Á SIG TIL AÐ HALDA ÁFRAM „Úrslitin eru auðvitað svekkjandi fyrir okkur. Vissulega hefðum við viljað ná miklu betri árangri,“ segir Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, sem fékk síðast fjóra menn kjörna á þing en engan þingmann í kosningum á laugardaginn. „Framhaldið hjá okkur er að stofnanir flokksins fjalla um stöðuna. Við munum gera það á fimmtudaginn í miðstjórn og við verðum einfaldlega að leggja okkar línur fyrir framtíðina, um það hvernig við ætlum að vinna þetta,“ segir Guðjón Arnar. - gar MUNUM LEGGJA LÍNUR TIL FRAMTÍÐAR „Ég er ánægður með niðurstöðuna hjá okkur. Ég er hins vegar ekki ánægður með að vinstriflokkarnir hafi haldið meirihluta,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar- flokksins. Hann segir erfitt að sjá besta kostinn í stöðunni núna. „Það er ekkert stjórnarmynstur borðliggjandi eins og staðan er núna. Vinstri flokkarnir virðast ekki vera að ná saman með Evrópumálin og mér sýnist þeir munu ekki gera það, miðað við yfirlýsingar beggja flokka. En mér sýnist úrslit kosninganna vera þannig að Framsókn lendi í stjórnarandstöðu. Við reynum þá bara að vera uppbyggilegur stjórnarandstöðuflokkur.“ - hhs EKKERT STJÓRNARMYNSTUR BORÐLIGGJANDI „Úrslitin eru stærsta stund í mínu lífi á þrjátíu ára ferli,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta er stórkostlegt. Draumur okkar jafnaðarmanna um að verða stærsti flokkurinn á Íslandi var þarna að rætast. Það skiptir mjög miklu máli í þessu breytta landslagi að félagshyggju- og jafnaðar- flokkar eru komnir hér í meirihluta. Það var líka ánægjulegt að konum er að stórfjölga á þingi,“ segir Jóhanna sem nú segir viðræður við Vinstri græna um framhald stjórnasamstarfsins bíða. „Það er alveg ljóst að Evrópusambandsmálin verða erfið en við ætlum að reyna að leysa þau. Vonandi sjáum við til lands í því sem allra fyrst.“ - gar STÆRSTA STUNDIN Á ÞRJÁTÍU ÁRA FERLI „Við fengum nánast engan aðgang að fjölmiðlum fyrr en síðustu dagana fyrir kosningarnar. Þannig að það var engin möguleiki að kynna okkur á jafnréttisgrundvelli,“ segir Ástþór Magnússon, for- maður Lýðræðishreyfingarinnar. „Ef hér á að vera lýðræði er þetta eitthvað sem Íslendingar þurfa að laga - að hér sé óhlutdræg umfjöllun um hreyfingar og stjórnmálaöfl.“ Ástþór segir að nú hafi þjóðin afsalað sér fullveldinu út kjör- tímabilið. „Einhvern tíma mun þjóðin vakna við það að hún vill geta gert meira en að berja búsáhöld. Hún vill geta tekið þátt í lýðræðinu inni á Alþingi, þannig að Lýðræðishreyfingin hlýtur að koma aftur.“ - gar LÝÐRÆÐISHREYFINGIN KEMUR AFTUR 2009

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.