Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 10
10 27. apríl 2009 MÁNUDAGUR Fagor uppþvottavél LJF-0310 5 þvottakerfi. Hljóðstig: 52dB(A). Stærð HxBxD 85x60x60. Tilboð 89.900 Fagor uppþvottavél Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 Þurrkun 2009 KONUM FJÖLGAR Á ÞINGI Konum á Alþingi fjölgar úr 20 í 27 milli kosninganna nú og árið 2007. Konur á þing: 27 Karlar á þing: 36 Konur á þing: 20 Karlar á þing: 43 Konur Karlar Nýliðar Allir 30 0 10 20 40 50 Al du r þ in gm an na 46 47 44 47 Ko sn in ga r 2 00 7 MEÐALALDUR LÆKKAR Meðalaldur þingmanna lækkar um þrjú ár milli kosninga, úr 50 árum í 47 ár. Meðalaldur karla lækkar úr 50 árum í 47 ár. Meðalaldur kvenna lækkar, úr 48 og hálfu ári í 46 og hálft ár. Meðalaldur nýrra þingmanna lækkar um fimm ár. NÝLIÐUM FJÖLGAR 27 setjast í fyrsta sinn á Alþingi eftir kosningarnar nú. Þeir voru 24 í kosningunum árið 2007. Kosningar 2007 Kosningar 2009 Kosningar 2007 Kosningar 2009 Alls þrettán af 27 nýliðum sem kosn- ir voru inn á Alþingi á laugardag eru konur. Nýafstaðnar kosningar skila 27 konum inn á þing, og hafa þær aldrei verið fleiri. Meðalaldur nýrra þingmanna lækkar um fimm ár, var 49 ár eftir síðustu alþingis- kosningar árið 2007 en er nú 44 ár. Meðalaldur þingheims hefur lækk- að úr 50 árum í 47 ár eftir kosningar laugardagsins. Breytinga er þörf „Mér líst ágætlega á að vera komin á þing. En þetta er auðvitað bara vinna og ekkert merkilegra en önnur störf,“ segir Margrét Tryggvadótt- ir, nýkjörin þing- kona Borgara- hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Margrét er ein af 27 nýjum þing- mönnum, þar af þrettán konum, sem taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar í fyrrinótt. Aldrei hafa fleiri konur setið á þingi, en þær verða 27 af 63 alls. Margrét vakti ekki lengi fram eftir á kosninganótt eins og marg- ir aðrir frambjóðendur. „Ég sá að okkar fólk hafði náð mönnum inn og fór þess vegna snemma að sofa. Svo var ég reyndar vakin klukkan fimm um nóttina af fréttastofu RÚV sem vildi fá mig í viðtal, en ég fór bara að sofa aftur.“ Margrét er að vonum ánægð með árangur Borgarahreyfingarinnar, sem náði fjórum mönnum inn á þing um tveimur mánuðum eftir stofnun flokksins. Hún segist munu leggja höfuðáherslu á breytingar. „Þegar fótunum var kippt undan þjóðinni í haust börðust margir fyrir því að einhverjir ættu að axla ábyrgð og víkja. En þegar ný stjórn tók við sá ég strax að það átti ekki að breyta neinu. Þess vegna ákvað ég að taka þennan slag, til að venjulegt fólk fengi pláss á þingi og þær upplýs- ingar sem þingmenn fá,“ segir Mar- grét. Evrópumál í öndvegi Magnús Orri Schram, einn níu nýliða Samfylkingar á þingi, seg- ist þakklátur fyrir ötult starf tuga sjálfboða- liða í Suðvest- urkjördæmi í kosningabarátt- unni. „Þetta er mjög ánægju- legt. Það er mik- ilvægt að gildi jafnaðarstefn- unnar verði ofan á og Evrópumálin verði lögð í dóm þjóðarinnar.“ Stresslaus kosninganótt Lilja Rafney Magnúsdóttir, ný þing- kona Vinstri grænna í Norðvestur- kjördæmi, segir kosninganótt- ina hafa liðið hjá að mestu stresslaust. „Við vorum allan tím- ann inni með tvo menn en svo kom þriðji maðurinn eins og rúsín- an í pylsuendan- um. Ég er stolt af mínum flokki og mun beita mér fyrir betri búsetuskilyrðum úti á landi og jöfnuði og réttlæti stétta,“ segir Lilja Rafney. Allir taki höndum saman Ásbjörn Óttarsson, sem kemur nýr inn á Alþingi fyrir Sjálfstæðis- flokk í Norðvesturkjördæmi, hafði einungis sofið í tæpa klukku- stund þegar Fréttablað- ið hafði sam- band við hann um miðjan dag í gær. „Ég er auð- vitað ánægður að vera kominn á þing. Mestu máli skiptir þó að allur þing- heimur, sama hvar menn standa í flokki, taki nú höndum saman og koma fyrirtækj- um og heimilum í landinu til bjarg- ar. Ég hef enga trú á að menn fari að þræta um pólitík á næstunni.“ Himinlifandi með úrslitin „Fyrstu tölur litu ekki nógu vel út en svo vænkaðist hagurinn. Marg- ir hafa gefið út ótímabær dán- arvottorð fyrir f lokk i n n en við erum him- inlifandi með úrslitin á lands- v ísu ,“ segir Guðmundur Steingrímsson, nýr þingmað- ur Framsókn- arflokksins í Norðvesturkjör- dæmi. Hann segir efnahagsaðgerð- ir einfaldlega verða að vera númer eitt, tvö og þrjú í þinginu á næst- unni. „Manni finnst varla taka því að tala um eitthvað annað.“ kjartan@frettabladid.is Helmingur nýliða á Alþingi eru konur Alls 27 af 63 þingmönnum eru konur og hafa þær aldrei verið fleiri. Meðalaldur þingmanna lækkar úr 50 árum árið 2007 í tæp 47 ár nú. Ný þingkona Borgara- hreyfingarinnar segir þingmannsstarfið ekki merkilegra en önnur störf. GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON ÁSBJÖRN ÓTTARSSON LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR MAGNÚS ORRI SCHRAM MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR 2003 2007 2009 Kjörsókn 87,7% 83,6% 85,1% Auðir 1% 1,4% 3,2% Ógildir 0,2% 0,2% 0,3% KJÖRSÓKN, AUÐIR OG ÓGILDIR SEÐLAR Rúmlega þrjú prósent þeirra sem kusu á laugardag skiluðu auðu, eða 6.226 manns. Það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Í alþingiskosn- ingum í maí árið 2007 skiluðu 1,4 prósent kjósenda auðu, eða 2.517 manns. Árið 2003 voru 1.879 seðl- ar auðir, eða eitt prósent. Þeir voru þó mun færri sem skiluðu auðu en skoðanakannan- ir fyrir kosningar bentu til. Sam- kvæmt þeim mátti ætla að allt að tíu til fimmtán prósent myndu skila auðu. „En þrátt fyrir að fleiri hafi skilað auðu en venjulega var kosningaþátttaka góð,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur. Þeir sem skila auðu eru líka að taka þátt. Það er jákvætt því það grefur undan fulltrúalýðræðinu ef fólk nennir ekki einu sinni að mæta á kjör- stað.“ - hhs Færri auðir seðlar en skoðanakannanir bentu til: Margir skiluðu auðu „Við erum í sjöunda himni. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá kjós- endum um hvað þeir vilja gera,“ segir Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna. Samfylkingin hafi fengið góða kosningu og hinn evrópusinnaði Framsóknarflokkur sömuleiðis. Þá sé ljóst að evrópusinnaðir sjálf- stæðismenn hafi kosið þá flokka sem settu Evrópusambandsaðild á dagskrá. Andrés metur stöðuna í þjóðmál- unum þannig að það sé ábyrgðar- hluti að leita ekki allra leiða til að sjá hvaða aðgerðir geti hjálpað Íslandi í þeim þrengingum sem uppi eru. Um framhaldið spáir hann að stjórnarflokkarnir geti náð saman þrátt fyrir ólíkar áherslur í mála- flokknum. „Ég held að Vinstri græn geti samþykkt að fara í viðræður án þess að brjóta eigin prinsipp því um leið og þau hafa sagst vera á móti telja þau að þjóðin eigi að ráða.“ - bþs Evrópusamtökin hrósa happi yfir úrslitunum: Mjög skýr skilaboð „Ég held að það sé afskaplega mik- ill misskilningur sem veður uppi að úrslitin sýni aukinn áhuga á Evrópusambandsaðild,“ segir Ragnar Arnalds, formaður Heims- sýnar. „Það var aðeins Samfylk- ingin sem boðaði skýra aðild og hún er á svipuðu róli og í síðustu tvennum kosningum.“ Ragnar segir VG sigurvegara kosninganna og þá niðurstöðu megi allt eins túlka sem sigur fyrir and- stæðinga Evrópusambandsaðildar. „Ég held því að staða þeirra sem ekki vilja ganga í ESB hafi síður en svo veikst,“ segir Ragnar. Ragnar átelur álitsgjafa kosn- ingavöku Sjónvarpsins. Skoðan- ir þeirra hafi verið einslitar og flestir túlkað niðurstöðurnar ESB- sinnum í hag. Þeir hafi miðað mál- flutning sinn við fyrstu tölur sem voru Samfylkingunni hagstæðar en ekki leiðrétt kúrsinn þótt fylgi flokksins hafi dalað eftir því sem leið á nóttina. - bþs Heimssýn telur úrslitin ekki sýna aukinn ESB-áhuga: Misskilin túlkun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.