Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 27. apríl 2009 19 F í t o n / S Í A 23. – 25. maí 5. – 7. maí Verð á mann í tvíbýli: 86.900 kr. 109.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting í 2 nætur með morgunverði og miði á leikinn. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting í 2 nætur með morgunverði og miði á leikinn. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Arsenal Man. Utd. Arsenal Stoke Verð á mann í tvíbýli: Boltinn er hjá okkur! Meistaradeildin Úrvalsdeildin FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR ÞRÓTTI 12. SÆTINU Í ÍSLENSKU ÚRVALSDEILDINNI SUMARIÐ 2009 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2008 10. sæti í A-deild 2007 2. sæti í B-deild 2006 4. sæti í B-deild 2005 10. sæti í A-deild 2004 2. sæti í B-deild 2003 9. sæti í A-deild EYSTEINN PÉTUR LÁRUSSON HALLUR HALLSSON HAUKUR PÁLL SIGURÐSSON GENGI Á VORMÓTUNUM Sigrar Jafntefl i TöpAÐRIR LYKILMENN 4 5 > LYKILMAÐURINN Dennis Danry sló í gegn með Þróttaraliðinu síðasta sumar þar sem hann lék afar vel á miðjunni. Gunnar Oddsson þjálfari hefur fært Danry aftar á völlinn og í miðvörðinn. Það þarf ekki að koma á óvart þar sem vörn Þróttar var hriplek í fyrra og fékk á sig 46 mörk. Ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni í sumar verður vörnin að halda og þar verður Danry í algjöru lykil- hlutverki. > X-FAKTORINN Hjörtur Hjartarson var marka- hæsti leikmaður liðsins í fyrra með 8 mörk. Þessi reynslumikli leikmaður þarf að gera álíka vel í sumar en aldurinn færist yfir og spurning hvað Hjörtur á mikið inni. Ætlum að selja okkur dýrt Það hafa nokkrar breytingar orðið á liði Þróttar milli ára. Sigmundur Kristjánsson er horfinn á braut sem og Michael Jackson, Magnús Már Lúðvíksson, Brasilíumennirnir og markvörðuinn Bjarki Freyr. Þróttur hefur fengið markvörðinn Henrik Bodker í staðinn en hann hefur meðal ann- ars spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið hefur einnig fengið hinn tvítuga miðjumann Odd Inga Guðmundsson sem hefur verið á mála hjá Esjberg og svo eru ungir menn sem misstu af miklu vegna meiðsla klárir í slaginn. „Við erum með afar ungt lið í bland við nokkra reynslumeiri. Ég persónulega tel okkur vera sterkari nú en á sama tíma í fyrra,“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, sem fagnar endurkomu manna úr meiðslum. „Haukur Páll missti nánast af öllu tímabil- inu í fyrra en var með betri mönnum móts- ins fram að því. Annar strákur, Birkir Páls- son, spilaði ekkert í fyrra en er klár núna. Svo höfum við einnig fengið Skúla Jónsson frá KR en það er heilmikið spunnið í þann strák,“ sagði Gunnar. „Við ætlum að selja okkur dýrt í sumar. Við vitum að þeir sem eru til í að leggja mikið á sig geta uppskorið ríkulega. Við erum til í það. Ég veit að margir óttast breytingarnar en það var ekki mikil eftir- sjá að öllum sem fóru. Ég kvíði ekki þessu sumri. Við ætlum að gera betur en í fyrra og verðum klárir strax frá fyrsta leik.“ FÓTBOLTI „Við vorum svolítið heppnir með þennan dóm en svona er fótboltinn furðulegur,“ sagði Sir Alex Ferguson um vítaspyrnudóminn umdeilda sem kom Man. Utd inn í leikinn og virkilega af stað. „Við höfum fengið að kenna á lélegum dómum eins og í bikar- leiknum sem þýddi að við féllum úr leik. Það geng- ur ekki að velta sér upp úr því heldur verðum við að halda áfram.“ Harry Redknapp, stjóri Spurs, varð alveg brjálað- ur þegar Howard Webb flautaði vítið á Gomes mark- vörð sem virtist fara í boltann áður en hann kom við Michael Carrick. Redknapp var enn reiður eftir leik. „Þetta voru skelfi- leg mistök hjá dóm- a ra nu m . L ei k- mennirnir trúa þessu ekki enn. Þessi dómur gjörbreytti gangi leiks- ins. United hefði ekki u n n ið á n svona atviks og það sýnir að það þarf að nota tæknina meira í fótboltanum. Fjórði dómarinn ætti að sitja fyrir framan sjónvarp og kveða upp úr með svona dóma,“ sagði Redknapp. Liverpool spilaði ekki vel og lenti meira að segja undir pressu frá tíu leikmönnum Hull. Hollendingurinn Dirk Kuyt kom Liverpool hins vegar til bjargar með tveimur mörkum sem skilaði Liverpool þremur stigum. „Það eru allir ánægðir fyrir hans hönd. Hann er frábær atvinnumaður sem leggur hart að sér og það gleðjast allir þegar hann upp- sker svona eins og í þessum leik. Völlurinn gerði okkur erf- itt fyrir en við verðum að vera ánægðir með stigin þrjú,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Guus Hiddink, stjóri Chelsea, hvíldi nokkrar af sínum stjörnum gegn West Ham en gamli West Ham-maðurinn, Frank Lampard, spilaði eins og venju- lega. Hann fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Hamranna. „Sumir fengu að hvíla en mér dettur ekki í hug að biðja Frank um að hvíla því ég veit að hann myndi horfa á mig með augnaráði sem segði hvað ég væri eigin- lega að spá,“ sagði Hidd- ink léttur en Chelsea vann, 0-1. „Strákar eins og Lampard vilja spila. Ég mun eflaust þurfa að hvíla hann síðar en ég mun ekki horfa í augun á honum þegar ég færi honum tíð- indin.“ - hbg Sýning á Old Trafford Man. Utd fór á kostum í síðari hálfleik gegn Tottenham. Þá skoraði liðið fimm mörk eftir að hafa verið undir, 0-2. Liverpool gefur ekkert eftir og lagði Hull á meðan Chelsea vann líka sterkan útisigur á nágrönnum sínum í West Ham. MAGNAÐIR Ronaldo fagnar eftir að hafa komið United yfir. Berbatov fagnar með honum en hann skoraði gegn sínu gamla félagi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Enska úrvalsdeildin: STAÐA EFSTU LIÐA: Man. United 33 24 5 4 61-23 77 Liverpool 34 21 11 2 66-26 74 Chelsea 34 21 8 5 56-20 71 Arsenal 34 18 11 5 60-32 65 Aston Villa 34 15 10 9 50-44 55 Everton 34 14 11 9 48-36 53 Fulham 34 12 11 11 34-28 47 FÓTBOLTI Kvennalandslið Íslands og Hollands skildu jöfn, 1-1, í vin- áttulandsleik í Kórnum á laugar- daginn. Ólína Guðbjörg Viðars- dóttir skoraði fyrir Ísland í fyrri hálfleik en Hollendingar jöfnuðu í þeim seinni. „Ég var svo hissa á að hafa skorað að ég vissi ekki hvernig ég átti að fagna. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlaupa til stelpn- anna eða áhorfenda. Ég gerði eig- inlega sitt lítið af hvoru,“ sagði Ólína Guðbjörg brosmild eftir leik en hún var að skora sitt fyrsta landsliðsmark. „Þetta var ágætis leikur og góð barátta í liðinu. Við höfum oft spilað betur en erum samt ekkert óánægðar með okkur. Við erum samt svekktar yfir að hafa ekki unnið,“ sagði Ólína og bætti við að það væri óneitanlega sér- stakt að koma aftur heim þar sem tímabilið væri ekki byrjað en hún er að spila sjálf í Svíþjóð. „Það er rosa gaman að koma heim. Mér líður samt svakalega vel úti þar sem allt er til fyrir- myndar. Það er samt sérstakt að fara í alla leiki sem eru baráttu- leikir. Þetta er talsvert stökk en maður er að byrja að venjast þessu.“ Katrín Jónsdóttir fyrirliði var ekki alveg nógu sátt eftir leik. „Ég er ekkert voðalega ánægð með jafnteflið en samt mjög sátt við fyrri hálfleikinn hjá okkur. Við stjórnuðum framan af en duttum svo niður. Það vantaði herslumuninn og við fengum ekki alveg nógu góð færi. Samt jákvætt að fá þennan leik og gott að hittast aftur,“ sagði Katrín. - hbg Stelpurnar okkur gerðu jafntefli við Holland: Vissi ekki hvernig ég átti að fagna BARÁTTA Rakel Hönnudóttir sést hér í slagnum í Kórnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI „Ég stórefa að Kiel geti tapað leik með fjórtán marka mun. Það gerist bara aldrei,“ sagði Guð- jón Valur Sigurðsson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, aðspurður um hvort hans lið ætti möguleika í seinni leiknum gegn Kiel. Guðjón og félagar voru kjöl- dregnir í gær með fjórtán marka mun, 37-23, og er því svo gott sem komið í úrslitaleikina. „Það kom okkur á óvart að við skyldum spila eins og aumingj- ar í þessum leik. Við höfum spil- að geysilega vel síðustu vikur og meðal annars lagt Flensburg og HSV sannfærandi. Við mættum því til leiks með sjálfstraustið í lagi en leikmenn voru samt greinilega ekki tilbúnir. Við gerum meiri kröfur til okkar en að tapa leik með svona miklum mun. Sóknarleikurinn var í molum. Skytturnar í tómu rugli og ég ekki að stýra sóknarleiknum eins vel og ég hef verið að gera síðustu vikur,“ sagði Guðjón Valur sem var hund svekktur en markvörður- inn Thierry Omeyer reyndist þeim afar erfiður enda varði hann hátt í 30 skot í leiknum. Guðjón segir Löwen-strákana samt ætla að nýta seinni leikinn vel til að undirbúa sig fyrir undan- úrslitaleikinn í þýska bikarnum en þar mætast liðin einnig. „Það væri mjög sterkt að vinna seinni leikinn. Við þurfum að fá sjálfstraust og finna að við getum unnið þá. Við verðum að finna út hvað virkar gegn þeim og hvað við getum gert til þess að vinna þá,“ sagði Guðjón Valur. Hann sagði stemninguna í klef- anum hafa verið afar þunga og leikmenn liðsins hlakka lítið til átta klukkutíma rútuferðar sem beið þeirra. - hbg Kiel með annan fótinn í úrslitum Meistaradeildarinnar eftir stórsigur á Löwen: Kiel tapar aldrei með 14 mörkum GUÐJÓN VALUR Viðurkennir fúslega að Löwen eigi litla sem enga von um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. NORDIC PHOTOS/BONGARTS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.