Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 24
16 27. apríl 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Iðnaðarráðuneytið úthlutaði nýlega eitt hundrað milljón- um króna til fjörutíu ferða- þjónustuverkefna um allt land. Styrkirnir eru fjár- magnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á lands- byggðinni. Alls bárust 210 umsóknir um styrkina sem þykir lýsa þeirri grósku sem er í ferða- þjónustu hér á landi. Styrk- ir til menningar- og heilsu- ferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðun- ar ýmiss konar. Stærsta styrkinn, eða 11 milljónir, hlaut Þjónustuhús við Akureyrarhöfn. Verkefnið Viskubrunnur í Álfalandi við Akranes hlaut átta milljónir. Uppbygging aðstöðu í Grund- arfjarðarhöfn hlaut 6,3 millj- ónir. Verkefnin Vatnaset- ur á Vestfjörðum, Jöklaver- öld í Hoffelli og Þjónustuhús á hjólum við Ísafjarðarhöfn hlutu fimm milljónir hvert. Ferðaþjónustu- verkefni styrkt UPPBYGGING ATVINNUGREINA Verkefnið Þjónustuhús við Akureyrar- höfn hlaut ellefu milljóna króna styrk. MERKISATBURÐIR 1858 Póstgufuskipið Victor Em- anuel (síðar nefnt Arctur- us) kemur til Reykjavíkur í fyrstu áætlunarferðinni frá Kaupmannahöfn. Áður hafa seglskip haldið uppi þessari þjónustu. 1915 Gullfoss leggur af stað til New York og kemur þaðan mánuði síðar. Hann er fyrstur íslenskra skipa með íslenskum skipstjóra og íslenskri skipshöfn til að sigla á milli Íslands og Amer- íku síðan á dögum Leifs heppna. 1944 Niðurstöður eru kynnt- ar í samkeppni um hátíð- arljóð fyrir Lýðveldishátíð- ina 17. júní 1944. Bestu kvæðin eru eftir Huldu og Jóhannes úr Kötlum. UNNUR STEINSSON ER 46 ÁRA. „Pönkið kom og fór en disk- óið lifði.“ Unnur Steinsson athafnakona lét þessi orð falla eftir sýn- inguna Ástin er diskó, lífið er pönk. Unnur sigraði í keppn- inni Ungfrú Ísland árið 1983, starfaði sem fyrirsæta og var áberandi á skemmtistaðnum Hollywood um það leyti sem diskóið var í algleymingi. „Ég held að Íslendingar séu áhuga- samir um að læra um Pólland,“ svar- ar Michal Gierwatowski, aðstoðar- ræðismaður Póllands á Íslandi, þegar hann er spurður út í Pólsku dagana sem haldnir eru á Grand hóteli í Reykjavík frá 27. apríl til 3. maí í samstarfi við pólska sendiráðið. „Við viljum gjarn- an sýna fram á að landið okkar hefur upp á margt að bjóða.“ Talið berst að dagskránni. „Bíódagurinn er í dag og hefur grunnskólabörnum verið boðið að sjá pólskar teiknimyndir,“ segir Mi- chal, en í kvöld geta kvikmyndaunnend- ur séð klassískar, pólskar kvikmynd- ir eftir heimsþekkta pólska leikstjóra eins og Michal orðar það. Hann nefnir í því samhengi nöfn leikstjóra eins og Krzysztof Kieslowski, Jan Jakub Kolski og Jerzy Stuhr. Möguleikarnir á samstarfi pólskra og íslenskra fyrirtækja verða svo kynnt- ir í fyrirlestri á morgun. „Sá sem fer fyrir viðskipta- og fjárfestingarráði pólska sendiráðsins í Ósló ætlar að fjalla um viðskiptaumhverfið í Pól- landi og tækifærin þar,“ nefnir Michal. Miðvikudagurinn verður notaður í að kynna Pólland sem ákjósanlegan ferða- mannastað. Fulltrúi frá pPólsku ferða- mannasamtökunum kynnir landið og veitir upplýsingar um ferðatilhaganir og segir frá þeim stöðum sem sérstak- lega sé vert að skoða. „Við eigum einn- ig von á fulltrúum frá pólska golfsam- bandinu og frá borginni Szczecin, sem hefur að geyma einn besta golfvöllinn í Austur-Evrópu,“ segir hann. „Grand hótel umbreytist síðan í djassklúbb á fimmtudagskvöldið þegar Aga Zaryan, ein þekktasta djasssöng- kona okkar Pólverja, heldur tónleika,“ segir Michal glaður. Þorleifur Friðriks- son tekur fyrir ákveðið tímabil í sögu Póllands í fyrirlestri á föstudag. Síðan hefst pólsk matarkynning í umsjá sjón- varpskokksins Roberts Maklowicz, þar sem íslenskir kokkar taka þátt. „Róbert er með sinn eigin sjónvarpsþátt í Pól- landi,“ útskýrir hann og segir frá því að teknir verði upp þrír sjónvarpsþætt- ir hér með Robert. Einn þáttanna verð- ur helgaður pólsku dögunum. „Þættirn- ir ganga út á að Robert kynnir rétti sem byggja á matarhefð þeirrar þjóðar sem hann heimsækir hverju sinni.“ Pólskur markaður verður haldinn á laugardag þar sem pólskir listamenn búsettir á Íslandi sýna verk sín. „Ljós- myndir eftir Filip Faferko verða meðal annars til sýnis,“ segir Michal um Faf- erko sem á einnig heiðurinn að ljós- myndasýningunni í Bankastrætinu, þar sem andlitsmyndir af börnum blasa við vegfarendum. Á markaðnum gefst fólki líka kostur á að bragða hefðbund- inn heimalagaðan, pólskan mat.“ Á þjóðhátíðardegi Póllands 3. maí verða haldnir klassískir tónleikar og er aðgangur ókeypis. Miðar eru fáan- legir í anddyri Grand hótels. Pólsku dögunum lýkur síðan með gala-kvöld- verði á þjóðhátíðardeginum. „Þetta er fimm rétta matseðill sem byggir á hefð- bundinni pólskri matseld og útfærður af sjónvarpskokknum sjálfum,“ nefnir Michal spenntur og bendir á að Brass- erí Grand bjóði einmitt upp á pólsk- an matseðil meðan á Pólskum dögum stendur. vala@frettbladid.is PÓLSKIR DAGAR: STANDA YFIR DAGANA 27. APRÍL TIL 3. MAÍ Grand hóteli breytt í djassklúbb ÁHUGAVERÐ UPPLIFUN Michal Gierwatowski og Danuta Szostak, aðstoðarræðismaður og ræðismaður Póllands á Íslandi, lofa góðri skemmtun á Pólskum dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Tonny Margrethe Muller Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Tjarnarbraut 17, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 20. apríl, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 28. apríl kl. 13.00. Kristinn Guðjónsson Tryggvi Anton Kristinsson Snorri Lorentz Kristinsson Anna Gréta Arngrímsdóttir Reynir Kristinsson Lilja Guðmundsdóttir Ingvi Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Erlings Ottóssonar (Albrektsen) Lækjasmára 58, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans við Hringbraut, deild 13D. Vilma Mar Jette Frydendahl Erik Frydendahl Jörgen Erlingsson Hallfríður Arnarsdóttir Irena Erlingsdóttir John Mar Erlingsson Hildur Björk Betúelsdóttir Inger María Erlingsdóttir Árni Eðvaldsson barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Vals Guðmundssonar frá Efra-Apavatni. Þórdís Skaptadóttir Skapti Valsson Jórunn Gunnarsdóttir Dóra Sjöfn Valsdóttir Birgir Sveinsson María Ýr Valsdóttir Rúnar Sigurðsson Guðmundur Valsson Marta K. Lárusdóttir barnabörn og barnabarnabarn. 90 ára afmæli 90 ára er í dag, 27. apríl, Þorsteinn Sigurðsson Frostafold 24, Reykjavík áður til heimilis að Skólavegi 77, Fáskrúðsfi rði. Eiginkona hans, Aðalbjörg Magnúsdóttir, varð 85 ára hinn 17. desember sl. Í tilefni þessara tímamóta taka þau á móti vinum og ættingjum í safnaðarheimilinu Grafarvogskirkju föstudaginn 1. maí kl. 15.00. Allar g jafi r og blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja gleðja afmælisbörnin verður gefi nn kostur á að leggja framlag til Líknar og vinafélagsins Bergmáls. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Kvikmyndahátíðin Stutt- myndadagar í Reykjavík var fyrst haldin á þess- um degi árið 1992 og svo samfellt allt til ársins 2002. Hún var svo end- urreist 2008. Upphaflega var hátíð- in haldin af Kvikmyndafé- lagi Íslands, fyrirtæki Júlí- usar Kemp og Jóhanns Sigmarssonar. Á Hótel Borg voru myndirnar sýndar dagana 27. til 29. apríl. Meðal mynda sem voru sýndar má nefna Spurning um svar eftir Sævar Guðmundsson og Filmumenn. Hátíðinni var breytt í keppni árið 1993 og veitt voru verðlaun fyrir bestu myndina. Alls bárust um 40 myndir þetta árið en fyrstu verðlaun hreppti stuttmyndin Athyglis- sýki eftir Reyni Lyngdal og Arnar Jónasson. Róbert Douglas og Ragnar Bragason eru á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaun hátíðar- innar en þeir hafa verið býsna áberandi í gerð kvikmynda í fullri lengd. Sama ár og keppnin var endurreist, eða árið 2008, var haldin í fyrsta skipti kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs þar. Verðlaunin Silfurref- urinn voru veitt þar bæði fyrir bestu stuttmynd- ina og bestu heimildarmyndina. heimilid: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 27. APRÍL 1992 Stuttmyndadagar í fyrsta sinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.