Fréttablaðið - 02.05.2009, Page 6
6 2. maí 2009 LAUGARDAGUR
Opið málþing með hinum
heimskunna kvikmyndaleikstjóra
» David Lynch «
Heiti málþingsins:
Heilbrigði, farsæld og framfarir
Samstillt átak Íslendinga um kennslu
í innhverfri íhugun
„Íslenska þjóðin mun upplifa framfarir sem
erfitt er fyrir hana að ímynda sér í dag.”
David Lynch
Háskólabíó (stóra salnum)
í dag laugardag, 2. maí,
kl. 14:00
Aðgangur er ókeypis
Lay Low
leikur nokkur lög að loknum
pallborðsumræðum
Áætlun Lynch miðar að því að bjóða öllum Íslendingum að
læra innhverfa íhugun á lágmarksverði ásamt því að leggja
grunninn að stöðugum friðarhópi 200 iðkenda sérstakrar
framhaldstækni sem skapa mun samstillingu í þjóðarvitundinni
og færa íslensku þjóðinni áður óþekkt lífsgæði á öllum sviðum.
www.ihugun@ihugun.is
VIÐSKIPTI Fons, eignarhaldsfélag
Pálma Haraldssonar og Jóhann-
esar Kristinssonar, verður tekið
til gjaldþrotaskipta, samkvæmt
samþykkt Héraðsdóms Reykja-
víkur frá því á miðvikudag.
Morgunblaðið greindi frá þessu.
Helstu eignir Fons á Íslandi eru
Securitas og Plastprent en auk
þess á félagið hlut í versluninni
Hamleys og ferðaskrifstofunni
Ticket. Gjaldþrotið hefur engin
áhrif á Iceland Express, sem er
eign annars félags í eigu Pálma.
Í samtali við Vísi.is, en vefmið-
illinn greindi fyrstur frá beiðni
félagsins um gjaldþrota skipti,
segir Pálmi að rekstrarumhverfið
í dag geri félaginu ókleift að
starfa áfram. Skuldir Fons eru
taldar um tuttugu milljarðar en
eignir um fjórtán milljarðar, þar
af fjórir milljarðar í reiðufé. - shá
Enn eitt stórfyrirtækið í þrot:
Fons tekið til
gjaldþrotaskipta
Ýsa hækkar um 13 prósent
Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna
og útvegsmanna var ákveðið að
hækka verð á slægðri ýsu, sem ráð-
stafað er til eigin vinnslu eða seld til
skyldra aðila, um þrettán prósent. Verð
á óslægðri ýsu var hækkað um sautján
prósent. Ákveðið var að hækka verð á
karfa um 13 prósent. Verð þetta gildir
frá og með 1. maí 2009.
SJÁVARÚTVEGUR
ÖRYGGISMÁL „Það var ólýsanleg til-
finning og meiri upplifun en ég
hefði getað ímyndað mér,“ segir
Georg Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, en nýtt fjölnota
varðskip Íslendinga var sjósett
í ASMAR-skipasmíðastöðinni í
Chile á miðvikudag. Skipinu var
gefið nafnið Þór og verður afhent
á fyrra hluta næsta árs.
Georg segir tilkomu nýja varð-
skipsins vera sögulega stund fyrir
íslenska þjóð og með þeim stærri
í rúmlega 80 ára sögu Landhelgis-
gæslunnar. „Aðstæður okkar
í björgunar- og öryggismálum
almennt séð umbyltist við komu
þessa nýja skips sem er það full-
komnasta sinnar tegundar á
Norður-Atlantshafi.“
Að undanförnu hefur mikið
verið rætt um aukna þýðingu þess
að strandgæslustofnanir á N-Atl-
antshafi starfi nánar saman á sviði
öryggis- og eftirlitsmála á hafinu.
Verður hið nýja varðskip mikil-
vægur hlekkur í því samstarfi þar
sem gert er ráð fyrir gagnkvæmri
aðstoð við öryggiseftirlit og björg-
unarþjónustu, að sögn Georgs.
Georg tiltekur sérstaklega
hversu mikilvægt það sé að fá til
landsins öflugt dráttarskip, sem
ekki hefur verið til að dreifa til
þessa. Einnig er um borð sér-
stakur búnaður til mengunar-
varna og búnaður sem veitir
aukna nákvæmni í stjórn skips-
ins við erfiðar aðstæður. Hægt er
að taka stórtækan björgunarbún-
að um borð sem og fjölda manns
sem getur skipt sköpum við björg-
unaraðgerðir. Skipið er búið öflug-
um slökkvibúnaði og getur gefið
þyrlum á flugi eldsneyti.
Smíði þessa fjölhæfa og fjölnota
hátækniskips hefur vakið gríðar-
lega athygli og fylgjast strandgæsl-
ur víða um heim með gangi mála.
Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri
í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
gaf varðskipinu nafn við sjósetn-
inguna. svavar@frettabladid.is
Nýtt varðskip sjósett
og gefið nafnið Þór
Eftirlits- og björgunargeta Landhelgisgæslunnar eykst til muna við komu nýs
varðskips á næsta ári. Skipið er eitt best búna varðskip heims. Georg Lárusson,
forstjóri LHG, segir það ólýsanlega tilfinningu að sjá skipið sjósett.
ÞÓR SJÓSETTUR Skipið er 4.250 brúttótonn, tæpir 94 metrar að lengd og sextán
metra breitt. MYND/LHG
Hefur þú áhyggjur af fyrirsjáan-
legri fækkun lögreglumanna?
Já 77,5%
Nei 22,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ert þú félagi í golfklúbbi?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
HEILBRIGÐISMÁL Staðfestum tilvik-
um svínainflúensu í heiminum
fjölgar áfram og voru alls 481 í
gærmorgun, þar af 312 í Mexíkó.
Alls hafa þrettán látist úr veik-
inni þar af tólf í Mexíkó og einn
í Bandaríkjunum, samkvæmt nýj-
ustu upplýsingum Sóttvarnastofn-
unar Evrópu. Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin er áfram með viðbúnað
sinn á fimmta hættustigi af sex.
Á samráðsfundi sóttvarnalækn-
is og almannavarnadeildar Ríkis-
lögreglustjóra í gær kom fram að á
Íslandi hefur enginn verið greind-
ur með svínaflensuna eða lagður
inn á Landspítala vegna gruns um
smit. Viðbúnaður er því óbreyttur
hér á landi og ekki er talin ástæða
til frekari aðgerða að sinni. Veiru-
lyfjum hefur verið dreift og lækn-
ar ávísa lyfjum til sjúklinga sem
talið er líklegt að séu smitaðir.
Skipaður hefur verið viðbragðs-
hópur ráðuneyta og ákveðið að
hvert ráðuneyti geri áætlun um
hvernig brugðist skuli við far-
aldri.
Unnið er að því að koma á raf-
rænni skráningu inflúensutil-
fella hérlendis til að hraða upplýs-
ingamiðlun í heilbrigðiskerfinu
þannig að yfirsýn um stöðuna sé
sem skýrust á hverjum tíma, segir
á heimasíðu landlæknisembættis-
ins. - shá
Alls 481 staðfest tilvik svínainflúensu í heiminum, meirihlutinn í Mexíkó:
Enn enginn greindur hérlendis
STAÐFESTUR FJÖLDI
SMITAÐRA 1. MAÍ*
Bretland 8
Kanada 28
Holland 1
Þýskaland 3
Austurríki 1
Spánn 13
Ísrael 2
Sviss 1
Bandaríkin 109
Mexíkó 312
Nýja-Sjáland 3
*Tilkynnt um smit í Danmörku,
Hong Kong og smit á milli manna í
Bretlandi.
Lögreglumessa á Selfossi
Lögreglumessa var haldin á Selfossi í
gær, í fyrsta skipti utan höfuðborgar-
svæðisins. Ræðumaður var Margrét
Frímannsdóttir, forstöðumaður á
Litla-Hrauni.
Margt um manninn
Töluverður fjöldi fólks skemmti sér í
miðborginni í fyrrinótt. Nokkuð var
um ölvun en almennt fór skemmt-
anahald vel fram. Sex voru þó grun-
aðir um að keyra undir áhrifum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
TAÍVAN, AP Taívanir hafa sann-
fært Kínverja um að leyfa þeim
að sækja ráðstefnu Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar í Genf
í maí. Þetta þykir mikill sigur
fyrir Ma Ying-jeou forseta, sem
hefur barist fyrir aukinni alþjóð-
legri viðurkenningu ríkis síns.
Kínversk yfirvöld hafa staðið
gegn þátttöku Taívana í alþjóða-
samstarfi allt frá því að eyja-
skeggjar klufu sig frá Kína í
borgarastyrjöldinni 1949. Þeir
líta enn á Taívan sem sitt yfir-
ráðasvæði. Ma forseti, sem hefur
setið í ellefu mánuði, hefur hins
vegar einsett sér að bæta sam-
skiptin við Kínverja. - sh
Andstaða Kínverja minnkar:
Taívönum leyft
að vera með
ÞÝSKALAND, AP Bandaríkin vilja hjálp Evrópuríkja
við lokun á hinum alræmdu Guantanamo-
fangabúðum á Kúbu.
Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna,
óskaði eftir því við fulltrúa Evrópuríkja á miðviku-
dag að ríkin samþykktu að taka við einhverjum
þeirra fanga sem vistaðir hafa verið í Guantanamo
og ekki er lengur talin stafa ógn af.
„Ég veit að Evrópuríki opnuðu ekki Guantanamo,
og að raunar voru margir í þessari heimsálfu and-
snúnir búðunum,“ sagði Holder í Berlín á miðviku-
dagskvöld.
„Til að loka Guantanamo verðum við öll að færa
fórnir og við verðum að vera tilbúin að taka óvinsæl-
ar ákvarðanir,“ sagði Holder enn fremur.
Í dag er 241 fangi í Guantanamo-fangabúðunum.
Holder sagði bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt
að sleppa þrjátíu þeirra. Barack Obama Bandaríkja-
forseti hefur fyrirskipað að loka skuli Guantanamo
innan níu mánaða.
Herta Daubler-Gmelin, fyrrverandi dómsmála-
ráðherra Þýskalands, sagði að landið myndi að öllum
líkindum taka við fyrrum föngum frá Guantanamo.
Aðrar Evrópuþjóðir hafa einnig tekið vel í að taka
við fyrrverandi föngum, þar á meðal Portúgal og
Litháen. Frakklandsforseti hefur samþykkt að taka
á móti einum fanga. Litið er á það sem táknrænan
stuðning. - bj
Bandaríkin vilja aðstoð Evrópuríkja við lokun á Guantanamo-fangabúðunum:
Fangar geti flutt til Evrópu
VILJA AÐSTOÐ Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna,
bað ríki Evrópu um aðstoð við að finna föngum í Guantanamo
nýjan samastað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJÖRKASSINN