Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 2. maí 2009 Hönnuð hilla og línuskautar, unaðsleg kaka og ketill sem fl autar. Komdu í heimsókn VIÐURKENNDIR BÓKARAR RÉTTINDANÁM HAUST 2009 Opni Háskólinn í Háskólanum í Reykjavík býður áhugasömum að sitja réttindanám fyrir bókara. Þeir nemendur sem standast prófin fá staðfestingu frá fjármálaráðuneytinu um að þeir séu viðurkenndir bókarar, skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald. NÁMIÐ SKIPTIST Í ÞRJÁ HLUTA: I. HLUTI SKATTSKIL (40 KLST.) Markmið námskeiðsins er almenn innsýn í skattalög og reglur varðandi skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga. II. HLUTI UPPLÝSINGAMIÐLUN OG UPPLÝSINGAKERFI (31 KLST.) Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning þátttakenda á áhrifum upplýsingakerfa nútímans á reikningshald og á rafræn samskipti. Áhersla er lögð á notkun Excel við bókhaldsstörf. III. HLUTI REIKNINGSHALD (40 KLST.) Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning þátttakenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil eru byggð á. Námið hefst 21. ágúst og er alls 110 klst. Verð kr. 256.000, Umsóknarfrestur er til 15. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR Birna Björnsdóttir 599 6316 / birnabj@ru.is www.fagmennt.is PAKISTAN, AP Pakistansher hefur í vikunni reynt að hrekja sveitir talibana frá Buner-héraði, sem er í aðeins hundrað kílómetra fjar- lægð frá Islamabad, höfuðborg landsins. Í síðustu viku lagði um 500 manna lið talibana undir sig helstu bæi í héraðinu. Stjórnvöld brugðust hart við og sendu herinn á vettvang. Asif Ali Zardari for- seti hvetur þjóðina til að standa einhuga að baki aðgerðum gegn talibönum. Bandaríkjastjórn gagnrýndi Zardari harðlega þegar hann ákvað að semja við talibana um að íslömsk sjaría-lög verði tekin upp í Swat-dalnum og Malakand- héraði, en í staðinn lofuðu taliban- ar að hætta uppreisn sinni gegn stjórninni, sem kostað hefur fjöl- mörg mannslíf undanfarin tvö ár. Í ræðu á miðvikudag sagði Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti að Pakistanar væru nú að átta sig á því að áherslan á Indland sem höfuðóvin Pakistans hafi kannski verið misráðin. Nú sé að koma í ljós að hættan innan frá sé mun meiri. Pakistanski herinn sé far- inn að líta mun alvarlegri augum á hættuna sem stafar af herskáum öfgamönnum. „Ég hef miklar áhyggjur af ástandinu í Pakistan, ekki vegna þess að ég haldi að árás sé yfirvofandi og talibanarn- ir muni taka völdin,“ sagði Obama, „heldur vegna þess að borgaralega ríkisstjórnin þar er mjög brothætt sem stendur.“ Talibanar njóta mikils stuðnings meðal pastú-þjóðflokksins, sem býr beggja megin landamæranna og hefur í gegnum aldirnar iðu- lega neitað að lúta ríkisvaldinu, bæði í Afganistan og Pakistan. Þessi víðtæki stuðningur meðal pastúa hefur gert talibönum kleift að hreiðra um sig Pakistans megin, og skipuleggja þaðan bæði fjár- öflun, vígvæðingu og árásir yfir landamærin á erlenda herliðið í Afganistan. - gb Talibanar hafa lagt undir sig helstu bæi í Bunerhéraði: Stjórnin í Pakistan spyrnir við fótum VÍGBÚNAÐUR GEGN TALIBÖNUM Pakistanskir hermenn á leið til vígstöðva í Buner- héraði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.