Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 16

Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 16
16 2. maí 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Davíð Stefánsson skrifar um stjórn- málaþátttöku Jesús reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum og geri aðrir betur. Sjálfur er ég, á fimmta degi eftir kjördag, enn að jafna mig eftir fyrstu kosningabaráttuna, enda bara venjulegur drengur sem stökk inn í pólitík til að rífa kjaft í kærleika. Vinnan hefur setið á hakanum, reikningar safnast upp, og bið ég lánadrottna að sýna örlitla bið- lund – ég er að taka til eftir baráttuna. Verkefni okkar allra næstu árin er að taka til í gildabankanum. Sumum gildum má fleygja, öðrum þarf að dusta rykið af. Við þurfum að taka til í leti- haugnum og nenna að hafa fyrir lýðræðinu. Við þurfum að henda í ruslið þeirri brjálæðislegu hug- mynd að allir hugsi bara um eigin breikkaðan aftur- enda. Við búum í sam-félagi. Saman.. Mannleg samskipti færa mér sjálfsskilning. Per- sónuleg einangrun minnkar mig. Ef ég hleypi mér á skeið í spjalli við aðra heyri ég eigin sannfæringar koma undan þakskegginu. Ég kynnist mér. Þetta gerðist ítrekað í kosninga baráttunni. Með óteljandi samtölum uppgötvaði ég ýmislegt um sjálfan mig og stjórnmálin. Ég uppgötvaði að í hjartanu hafði ég gefið lýðræðið upp á bátinn og var farinn að tortryggja stjórnmálaflokka og stjórn- málamenn. Það er mjög óheppilegt viðhorf. Stjórnmálamaður er bara einstaklingur sem vill hafa bein áhrif á samfélagið og stjórn- málaflokkur er hópur einstaklinga með svipuð grunngildi. En rétt eins og menn eru misjafnir geta flokkar verið velvirkir, óvirkir eða vanvirkir. Félagasamtök eru lýðræðisleg fyrirbæri. En þau eiga á hættu að fúna, eins og allar mannanna smíðar. Það er okkar að koma í veg fyrir það með aðhaldi og kærleiksríkri afskiptasemi. Hver dagur þarf að vera dagur breytinga, jafn- vel byltinga. Förum í betri fötin og stormum inn í stjórnmálaflokkana með brattar hugmyndir. Látum í okkur heyra, því samfélagið verður aldrei betra en hugmyndirnar sem hljóma hverju sinni. Tökum virk- an þátt í lýðræðinu, stjórnmálunum og upprisunni. Höfundur var á lista VG í nýafstöðnum alþingiskosningum. Upprisa með þátttöku Mér hefur stundum flogið í hug að íslenskir alþingismenn gætu lært sitthvað af sínum gal- vösku starfsbræðrum í Frakk- landi. Fyrir allmörgum árum var ég í fylgd með íslenskum þing- mönnum á áheyrendabekkjum franska þingsins og vantaði ekki fjörið: þingmennirnir böðuðu út öllum skönkum, fórnuðu höndum, börðu í púltin, bauluðu í ýmsum tóntegundum, frá reiði- og hneykslunartónum yfir í háð og spé, og hrópuðu athugasemdir af margvíslegu tagi. Þetta fannst íslensku þingmönnunum skemmti- legt, einhver lét þau orð falla að svona ættu þingfundir að vera. Samt hef ég á tilfinningunni, að lítið hafi menn fylgt þessu for- dæmi við Austurvöll. Fyrir nokkru gerðist svo atvik á franska þjóðþinginu, sem kannske væri rétt að hugleiða. Greiða átti atkvæði um lagafrumvarp, sem Sarkozy forseta var mjög í mun að yrði samþykkt. Yfir morgunverði með þingmönnum stjórnarflokks- ins þennan sama morgun, minnti hann á sitt eigið framlag í að koma frumvarpinu af stað og þakkaði framámönnum flokksins sérstak- lega fyrir að hafa síðan leitt til lykta þetta mikil væga mál, eitt hið mikilvægasta á hans forsetaferli. En rétt eftir hádegi, þegar ganga átti til atkvæða, voru aðeins sárafáir þingmenn stjórnar- flokksins til staðar, eitthvað um sextán. Það gerði þó ekkert til, því viðstaddir þingmenn stjórn- arandstöðunnar voru enn færri, og virtist því enginn vafi geta leikið á um úrslitin. Eitthvað voru þó stjórnar andstæðingarnir að bauka með sína gemsa, ekki laus- ir við taugatrekking, og greini- lega að senda skilaboð. Til öryggis gerðu stjórnar sinnar því agenta út af örkinni til að athuga hvort einhverjir andstæðingar þeirra kynnu að leynast í skúmaskotum, og fóru þeir um þinghúsið, sem er býsna stórt, leituðu alls staðar, undir borðum og stólum, og „fóru jafnvel inn í bókasafnið og á sal- ernin“, eins og einn þeirra sagði síðar. Þeir komu aftur með þau tíðindi að ekkert væri að óttast, og þá var tilkynnt að atkvæðagreiðsl- an skyldi fara fram. Í sömu svif- um birtust óforvarandis tíu þing- menn stjórnarandstöðunnar, þeir höfðu falið sig bak við rautt og hnausþykkt tjald í hinu svokallaða „vinstri anddyri“ þingsalarins og haldið niðri í sér andanum meðan leitin stóð yfir. „Þetta bar allt að á nóinu“, sagði einn af þingmönnum stjórnarinnar, „við gátum ekkert gert“. Nú voru stjórnarandstæð- ingar allt í einu komnir í meiri- hluta, og frumvarpið var fellt. Sarkozy hellti úr skálum reiði sinnar á næsta ríkisstjórnar- fundi; horfur voru á að sá ráðherra sem sér um tengsl við þingið yrði látinn fljúga, en hann slapp með skrekkinn. Hins vegar hafði for- setinn í hótunum við þingmenn; til eru lög sem heimila að sekta þingmenn sem skrópa um of, og kannske væri hægt að dusta af þeim rykið ... Í herbúðum stjórnar- andstæðinga ríkti mikil kátína, nú höfðu þeir aldeilis platað Sarkozy. Þetta má nú hafa til marks um það hvað franskir þingmenn geta verið snjallir og ráðagóðir, eða kannske hafa þeir bara verið að lesa Alexandre Dumas. En nú er komið að dapurlegu hliðinni á þessari sögu. Kannske var þetta ekki alveg rétti vettvangur inn til að berjast gegn Sarkozy. Þeirri lagasetningu sem náði ekki fram að ganga var ætlað að stemma stigu við því að menn tíndu upp tónlist, kvikmyndir og önnur vernduð hugverk á netinu, og verja þannig höfundarrétt. Um hana hafði mikið verið deilt, en þær deilur fóru ekki eftir flokks- línum. Fjölmargir listamenn, tón- skáld, flutningsmenn og höfund- ar alls kyns verka voru hlynntir þessum lögum, þótt þeir væru engir fylgis menn forsetans og frekar með vinstri slagsíðu, ef eitthvað var. Ekki er ólíklegt að Sarkozy hafi viljað setja þau til að koma sér enn meir í mjúkinn hjá sinni syngjandi spúsu, og það er haft fyrir satt, að hann hafi jafnvel vonast til að með þessari lagasetningu gæti hann komið á einhverjum sögulegum sættum milli sín og vinstri sinnaðra listamanna. Því það er brýnasta hagsmunamál þeirra að tryggja höfundarréttinn, annað hafa þeir ekki til að lifa á. En andstæðing- ar laganna voru einnig fjölmenn- ir, þeim fannst að það væri mikil „frelsissvipting“ (það voru þeirra orð) að geta ekki fengið hvaða tónlist og annað úr netinu eins og þeir vildu endurgjaldslaust, og þessi andstaða breiddist út, ekki síst meðal unglinga. Upp í þann vind vildu stjórnar andstæðingar nú beita með bellibrögðum sínum, og ekki einungis þeir. Því sagt er að skrópa sótt stjórnarsinna hafi komið upp af þessari sömu bakt- eríu. Hvað sem þessu öllu líður, verða lögin áreiðanlega samþykkt um síðir, en það er svo önnur saga hvort hægt verður að framfylgja þeim. Bak við tjald EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Skrópasótt á þingi DAVÍÐ STEFÁNSSON Firring og vandræðagangur Björn Bjarnson, fyrrverandi ráðherra sjálfstæðisflokksins til fjórtán ára, gagnrýnir seinagang við stjórnar- myndunarviðræður vinstriflokkanna á vefsíðu sinni. „Hægferðin við myndun ríkisstjórnar er ekki til marks um vönduð vinnubrögð heldur vand- ræðaganginn í samskiptum stjórnar- flokkanna. Æ fleiri vekja máls á því, að þessi aðferð við stjórnarmyndun endurspegli firringu forystumanna stjórnarflokkanna tveggja,” skrifar Björn. Kosið var til Alþingis fyrir réttri viku. Taki ný stjórn við störfum í lok næstu viku eins og stefnt er að, segjum til dæmis á föstudag, hafa viðræðurnar tekið þrett- án daga. En ekki án fordæma Björn Bjarnason hefur verið ráðherra í fjórum ríkisstjórnum Sjálfstæðis- flokksins. Sú fyrsta var mynduð í apríl árið 1995 á fimmtán dögum. Sú næsta í maí 1999 á tuttugu dögum. Fjórtán vordaga tók að semja sátt- mála þriðju ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks árið 2003, en stystan tíma – tólf daga – tók að mynda stjórn með Samfylkingunni á Þingvöllum fyrir tveimur árum. Hált á svellinu í kaldhæðninni Sighvatur Björgvins- son gerir í grein í Fréttablaði gær- dagsins óspart grín að tillögum Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, um eignarnám húsnæðislána og nið- urfærslu þeirra eftir tilteknum reglum. Kaldhæðnin verður hins vegar svo mikil að Sighvati verður hált á svell- inu. Hallur Magnússon, framsóknar- maður og fyrrverandi starfsmaður Íbúðalánasjóðs, bendir réttilega á það að Sighvatur, sem titlar sig meðal annars fyrrverandi ráðherra neytenda- mála, gerir ekki greinarmun á embætti talsmanns neytenda og Neytendastofu þótt um tvær alls aðskildar stofnanir sé að ræða. Hallur, flokksbróðir talsmanns neytenda, gerir hins vegar engar efnislegar athugasemdir við óvægna gagnrýni Sighvats. stigur@frettabladid.is T raust er af ákaflega skornum skammti í samfélaginu þessa dagana og hefur farið hratt þverrandi undanfarin misseri. Í nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallups kemur fram að 78 prósent aðspurðra telja að spilling þrífist í viðskipta- lífinu. Sömu skoðun hefur 71 prósent á stjórnmálaflokk- unum og 53 prósent á fjölmiðlum. Þetta eru ekki fallegar tölur. Þó eru þær alls ekki óvæntar eftir kollsteypurnar í vetur. Viðskipta- og stjórnmálamennirnir eiga mikið endurreisnarstarf fram undan. Það gera þeir ekki öðruvísi en með hraustlegri tiltekt, með því að lofta út úr bakherbergjun- um og opna bókhaldið. Stjórnmálamennirnir þurfa auk þess að sýna þjóðinni að pólitík er líka list málamiðlana og samninga, ekki einungis vettvangur átaka þar sem allt gengur út á að skora stig á kostnað andstæð- inganna. Þolinmæðin fyrir þeim sem aðhyllast þá línu gufaði upp með jákvæðri stöðu ríkissjóðs. Við sem vinnum á blöðunum, í útvarpinu, sjónvarpinu eða á netinu þurfum einnig að líta í eigin barm. Það er afleitt að meira en helmingur þjóðarinnar virðist telja að fjölmiðlar landsins séu spilltir. Án þess að það hafi verið kannað sérstaklega er rökrétt að ætla að eignarhald fjölmiðlanna varpi að minnsta kosti hluta af þess- um skugga. Einkareknu fjölmiðlarnir eru í eigu áberandi manna innan viðskiptalífsins, sem eru í litlum metum, og yfir ríkismiðl- unum vaka stjórnmálamennirnir, sem skora ekki heldur hátt. Það virðist vera nokkuð útbreidd skoðun að eigendur fjölmiðla noti þá sem nokkurs konar heimilishljóðfæri og spili á þá þau lög sem þeim henti við hvert tilefni. Í því samhengi er mjög áhugavert að skoða nýja rannsókn Öldu Áskelsdóttur, sem hún vann sem meistaraverkefni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Þar kemur fram að fjórð- ungur fjölmiðlamanna segist aðspurður hafa vitneskju um að eigendur hafi reynt að hafa áhrif á fréttaflutning síns miðils. Af þeim hópi telja hins vegar aðeins tólf prósent að eigendurnir hafi haft erindi sem erfiði. Það liggur beint við að yfirfæra þessar tölur Öldu á hausana á bak við þær. Gróft áætlað starfa um það bil 275 manns við fréttamennsku af alls kyns toga á helstu fjölmiðlum landsins. Af þeim telja 69 sig vita af tilraunum eigenda til að hafa afskipti af fréttaflutningi. Átta manns af þessum 275 telja að þeim hafi tekist það. Þetta þýðir með öðrum orðum að þrjú prósent þeirra sem starfa við helstu fjölmiðla landsins segjast vita dæmi þess að eigendum hafi lukkast að hafa áhrif á hvaða fréttir eru sagðar. Eigendavald hvað? Þeir sem ekki hafa unnið á ritstjórnargólfi gera sér kannski ekki grein fyrir því, en almennt líta blaðamenn skelfing mikið niður á viðskiptahlið útgáfunnar. Auðvitað er það viðhorf hlægilegt út af fyrir sig, en svona er það samt. Þetta er afstaða sem er lýsandi fyrir almenna sjálfs- upphafningu stéttarinnar, sem að stærstum hluta áttar sig á því að söluvara hennar er að fólk vilji lesa, horfa eða hlusta. En líka að fólk treysti því sem er skrifað og sagt. Þar þurfa blaðamenn að rétta sinn hlut. Spilling og þverrandi traust: Eigendavald hvað? JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.