Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 18
18 2. maí 2009 LAUGARDAGUR J arðvegurinn sem Guðrún Edda sprettur úr er óvenju- legur kokkteill lista og raungreina. Móðir hennar, Nanna Ólafsdóttir, er einn af stofnendum íslenska dansflokksins og á einn flottasta feril íslensks listdansari – dansaði meðal ann- ars í Bretlandi og Rússlandi. Faðir Guðrúnar Eddu, Þórhann- es Axelsson, er hinsvegar stærð- fræðingur og félagsfræðingur og hefur lengst af unnið í tölvugeiran- um og rekið eigin fyrirtæki. Þegar Guðrún Edda fæðist árið 1969 er faðir hennar er í námi við Oslóar- háskóla og móðir hennar dansari fyrir Oslóar-óperuna.„Þau kynn- ast hér á Íslandi sem unglingar en hún var snemma farin út í nám við Royal Ballet School í London, ekki nema sautján ára gömul. Hún fer svo í áframhaldandi ballett nám til Rússlands, í Vaganova Aka- demiuna í Leningrad og kemur svo alfarið heim til að stofna íslenska dansflokkinn árið 1973. Afi minn, Axel Jónsson alþingismaður, átti ríka framgöngu í því að Íslenski dansflokkurinn komst inn á fjár- lög. Og mamma var mikill braut- ryðjandi.“ Ólst upp í hverfi félaga sinna Frá fjögurra ára aldri elst Guðrún Edda því upp hér heima, í Voga- hverfinu í Reykjavík, og segir að henni finnist svolítið skemmtilegt að það fólk sem mikið komi við sögu kvikmyndagerðar í dag eigi einmitt margt rætur að rekja þang- að, svo sem Ari Alexander, Einar Kárason, Einar Már, Friðrik Þór og Laufey Guðjónsdóttir. „Það lá því beint við að fara í Menntaskól- ann við Sund eins og vinirnir og ég byrjaði þar á stærðfræðibraut. Pabbi vildi að ég yrði stærðfræð- ingur. Jú, ég var nú kannski alveg efni í það en áhuginn var ekki nógu mikill. Það endar því á því að ég skipti yfir á málabraut í Fjöl- brautaskólanum í Ármúla og mér fannst það frábær tími og kennar- arnir stórkostlegir sem og Sölvi Sveinsson skólastjóri sem þá var. Ballerína? Ég ólst auðvitað mikið upp innan dansheimsins og æfði ballet sem stelpa en það náði ekk- ert lengra.“ Komst í gegnum inntökuprófin í Cambridge Eftir menntaskóla lá leið Guðrún- ar Eddu á slóðir sem fáir Íslend- ingar hafa troðið en hún sótti um og komst inn í, eftir ströng inn- tökupróf, sjálfan Trinity College við Cambridge-háskólann. „Mig langaði að fá góðan bakgrunn fyrir lífið og námið var í sjálfu sér ekki aðalatriðið heldur skól- inn. Ég hafði alltaf haft áhuga á því að verða kvikmyndatöku maður enda alin upp í því sjónræna hjá móður minni en þarna leitaði hug- urinn til listasögu en áhrifin af því voru tvær vinkonur móður minn- ar sem voru listfræðingar við Vetrar höllinni í Leníngrad. Lista- saga er þó ekki kennd sem aðalfag í Cambridge svo að ég valdi mér bókmenntir og sögu eða það sem kallast í raun miðaldabókmenntir. Ég hugsaði mér þetta sem svona inngönguleið inn í listasöguna og hugðist taka hana með en úr varð að mér líkaði svo vel í því námi sem ég byrjaði í að ég lauk B.A. námi og mastersnámi úr því ein- göngu.“ Ævintýralegur tími í skólanum Það voru engar smákanónur sem tóku við Guðrúnu Eddu í Trinity college en hún fór í inntökuvið- tal hjá manni að nafni Simon Darwin Keynes, sem kominn er af sjálfum Charles Darwin og er náfrændi hagfræðingsins John Maynard Keynes. „Þetta var allt frekar skrítið og skemmtilegt – að mæta þarna lítil stelpa frá Íslandi og hitta fyrir rjómann af bresku akademíunni. Þetta voru frábær ár en auðvitað mjög erfið. Ég lærði að standa mig og skila mikilli vinnu, enda voru ritgerðarskil næstum upp á hvern dag.“ Cambridge er goðsögn. Ekki má mynda Trinity College að innan en hann var stofn- aður af Hinrik VIII og er eins og ævintýraheimur sem fáir fá að njóta. Prófessorarnir búa margir í skólanum sjálfum og hafa aldrei gifst. Þeir lifa fyrir fræðin. „Ég er enn í góðu sambandi við kennarana mína, sérstakega Simon Keynes og Andy Orchard. Einn vinna minna sem ég var í sérstöku sam- bandi við en er látinn var þekktur samanburðar málfræðingur, Sid- ney Allen. Hann tók mig að sér í upphafi því sjálfur lenti hann í því að vera sendur hingað til Íslands í seinni heimsstyrjöld. Hann full- yrti að Ísland hefði bjargað sér, því hann var þjálfaður kafbáta- hermaður og allir hans vinir lét- ust í stríðinu.“ Á ferð og flakki Guðrún Edda og eiginmaður hennar, Davíð Kristján Pitt, eiga tvö börn en þau hafa einnig búið úti í tengslum við nám Davíðs í arkitektúr í gegnum tíðina. Það var hins vegar árið 1996 sem hún flutti heim eftir mastersnámið og við tóku ýmis störf hjá smærri kvikmyndafyrirtækjum hér í bæ. Í gegnum eitt slíkt starf, kynntist hún Friðriki Þór, fyrsta árið eftir að hún kemur heim. „Þarna fer ég í fyrsta skipti að vinna fyrir Frið- rik og er framkvæmdastjóri Kvik- myndahátíðar í Reykjavík árið 1996. Ári síðar vinn ég sem verk- efnastjóri fyrir Kvikmyndasjóð Íslands. Á þessum árum eignast ég líka fyrsta barn mitt, dóttur mína Melkorku, eða árið 1997 og þegar hún er tveggja ára höldum við aftur út til Bretlands þar sem Davíð fer í meira nám í arkitektúrnum og ég fer í nám hjá British Film Institute í kvikmyndafræðum.“ Guðrún Edda og Davíð snúa aftur heim til Íslands árið 2000 og fer Guðrún Edda þá að aðstoða Friðrik við kvikmyndahátíðina sem þá var. Dýrmæt reynsla frá RÚV „Um þetta leiti fæ ég svo símtal sem leiddi mig á skemmtilegar slóðir en Laufey Guðjónsdóttir, sem þá var yfir erlendri dagskrár- deild á Ríkissjónvarpinu býður mér að koma og vinna með sér og það var frábær og lærdóms ríkur tími. Þar vann ég við innkaup á öllu erlendu efni, allt frá sjón- varpsþáttum og upp í kvikmyndir. RÚV er hinsvegar gamalgróin stofnun með takmarkað fjármagn þannig að maður gat ekki leyft sér að gera allt sem maður hefði vilj- að gera. En við komum þó ýmissi nýbreytni á, eins og að bjóða allt- af upp á hágæða alþjóðlegar kvik- myndir á sunnudagskvöldum . Og við reyndum að kaupa inn svo- lítið af áhugaverðum heimildar- myndum.“ Laufey var ráðin til að vera yfir Kvikmyndamiðstöð Íslands árið 2003 og þangað fylgdi Guðrún Edda henni og varð þar deildarstjóri yfir erlendri kynn- ingadeild. Guðrún Edda á því, ólíkt mörg- um kvikmyndaframleiðendum, afar breiða reynslu að baki í því að velja efni og hefur einnig góða þekkingu frá Kvikmyndamiðstöð í því að eiga í samskiptum við brans- ann hinum megin við hafið. „Það hefur til dæmis vera frábær skóli að vinna við kvikmyndahátíðir og mjög menntandi því þar sér maður nýjar víddir og lærir að öðlast smekk fyrir öðruvísi kvikmynda- gerð en þessari dæmigerðu amer- ísku. Á RÚV lærði ég svo mikið í því að ná tengslum og eiga í sam- skiptum og það er það sem er svo mikilvægt í þessum kvikmynda- heimi hefur mér fundist – mann- leg samskiptahæfni.“ Jákvæðni hjálpar Snýst þá kvikmyndageirinn að megninu til um mannleg sam- skipti? „Svolítið mikið, já. Sérstak- lega ef fólk er í framleiðslu. Þetta er viss samskiptamáti við fólk í þessum bransa, þau rista kannski ekki djúpt en eru mjög fín og það hjálpar afskaplega mikið að eiga auðvelt með þau. Friðrik Þór er búinn að ryðja mikla braut hvað varðar þessa samskiptalist – á Norðurlöndum og í Evrópu. Hann byrjaði mjög snemma til dæmis að fá með sér meðframleiðendur og tengja okkur þannig við fólk í útlöndum. Hann hefur þetta næmi sem mér finnst aðrir ekki endi- lega hafa. Það vita fáir hve ótrúleg sambönd maðurinn hefur og netið sem er í kringum hann.“ Guðrún Edda ber sjálf með sér að vera afar jákvæð og fas hennar einkennist Snýst um mannleg samskipti Guðrún Edda Þórhannesdóttir kvikmyndaframleiðandi hefur mörg járn í eldinum en hún og Friðrik Þór Friðriksson starfa saman undir merkjum framleiðslufyrirtækisins Hughrif ehf. (Spellbound) og eru nú á lokaspretti við gerð kvikmyndarinnar Mömmu Gógó. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við Guðrúnu Eddu um ævintýri í fortíð og annasama framtíð. KANÓNUR Í CAMBRIDGE „Þetta var allt frekar skrítið og skemmtilegt – að mæta þarna lítil stelpa frá Íslandi og hitta fyrir rjómann af bresku akademíunni. Þetta voru frábær ár en auðvitað mjög erfið. Ég lærði að standa mig og skila mikilli vinnu, enda voru ritgerðarskil næstum upp á hvern dag,“ segir Guðrún um dvölina í Cambridge. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Friðrik Þór er í raun bara frábær manneskja og hefur ein- stakt lag á að sjá það fallega í fólki og virkja það. Hann hefur líka minna egó en margur kvikmyndagerðarmaðurinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.