Fréttablaðið - 02.05.2009, Síða 19

Fréttablaðið - 02.05.2009, Síða 19
LAUGARDAGUR 2. maí 2009 19 af því að veita umhverfi sínu og fólki sem hún hittir áhuga. „Jú, það getur vel verið að ég sé jákvæð. Maður þarf heilmikið af henni í því sem maður er að gera, að hafa trú á að hlutirnir geti gerst.“ Hlutirnir gerast Árið 2007 ákveður Davíð að fara aftur út til London í meira nám í sjálfbærum arkitektur og þá ákveð- ur Guðrún Edda að hætta að vinna hjá Kvikmyndamiðstöð og einbeita sér að eigin verkefnum og fer þá meðal annars að vinna að Sveita- brúðkaupi með Valdísi Óskarsdótt- ur. Sveitabrúðkaup var sérstakt fyrir þá parta að Guðrúnu Eddu tókst að fá einkafjármagn hjá fólki sem var tilbúið að trúa á verkefn- ið. „Þetta voru mágkona mín Anna María Pitt og eiginmaður hennar Elfar Aðalsteinsson, Steingrímur Wernersson og Ragnar Þórisson og er það ein fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem framleidd er nán- ast að fullu með einkafjármagni án styrkja frá Kvikmyndasjóði – en styrkur þaðan kom einungis í formi eftirástyrks.“ Matráðurinn Áslaug Snorra heldur hópnum saman Davíð og Guðrún Edda komu heim frá Bretlandi síðasta sumar. Sveita- brúðkaup var frumsýnd við heim- komuna og Guðrún Edda fór að vinna með Friðriki sem framleið- andi að kvikmynd hans Mömmu Gógó. „Friðrik var þá kominn mjög langt með fjármögnunina, var búinn að fá með sér góða með- framleiðendur. En jú, jú auðvitað snýst framleiðsla um meira en að finna pening. Það er til að mynda mikil vinna að raða saman rétta fólkinu við vinnslu myndarinnar. Ég tel að það hafi tekist mjög vel með Mömmu Gógó. Andinn á sett- inu hefur verið frábær og tel ég að Áslaug Snorradóttir matráður, ljós- myndari og lífskúnstner eigi stór- an þátt í því með geggjuðum mat og jákvæðri nærveru.“ Ari og Friðrik vinna saman á ný Ari Kristinsson kvikmyndatöku- maður og Friðrik vinna í fyrsta skipti saman að mynd frá því að Djöflaeyjan var mynduð og Guðrún Edda segir þeirra samvinnu ein- staka. Helga I. Stefánsdóttir er yfir búningum og Árni Páll Jóhannsson yfir leikmyndinni. „Það er mikil kúnst að hafa auga fyrir því hvern- ig fólk passar saman í vinnu á setti og Friðrik hefur gott auga fyrir því. Hann er í raun bara frábær manneskja og hefur einstakt lag á að sjá það fallega í fólki og virkja það. Þannig nær hann til leikar- anna og á samstarf við þá sem ég sé fáa geta. Hann hefur líka minna egó en margur kvikmyndagerðar- maðurinn. Hann er allur í félags- málum og að vinna fyrir fagið.“ Margir halda að vinna framleið- andans sé þannig að þeir dvelji á tökustað þær vikur sem myndin er tekin og svo búið. „Þannig er það hinsvegar alls ekki. Þetta er bæði mikil forvinna, oft margra ára, við að finna fjármagn og svo eftirvinna. Finna þarf söluaðila til að selja myndina áfram og þetta er í raun sjaldnast búið. Myndin fylgir manni alla tíð.“ Ástarsenur úr ´79 af stöðinni Einungis nokkrir dagar eru eftir af tökum á Mömmu Gógó, í júní, til að ná fegurð landsins. „Við stefnum að því að frumsýna í septem ber, allra helst á afmælisdegi móður Friðriks, 8. september. Við sjáum hvernig það mun ganga. Myndin er jú byggð á hans eigin reynslu þegar móðir hans greindist með alzheimer-sjúkdóminn.“ Helstu leikarar eru Kristbjörg Kjeld, Hilmir Snær Guðnason og Gunnar Eyjólfsson en Kristbjörg og Gunn- ar rifja upp gamla takta í ástar- mótleik og notaðar verða gamlar ástarsenur úr ´79 af stöðinni. „Við notum þær til að sýna þau þar sem þau rifja upp þegar þau voru ung. Myndirnar tvær kallast þannig skemmtilega á sem kemur ótrú- lega fallega út.“ Friðrik Þór stjórnar sjónvarps- þáttaröð Guðrún Edda rekur eigið fram- leiðslufyrirtæki, Duo, sem var eitt af framleiðslufyrirtækjum Sveita- brúðkaups. Á borðinu eru einnig verkefni sem tengjast fjölskyldu hennar en hún er að framleiða dansstuttmynd með móður sinni og á döfinni er að gera teiknimynd með bróðurnum, Sigurði Orra, sem útskrifaðist úr Listaháskólanum fyrir þremur árum síðan. Í janúar stofnuðu hún og Friðrik Þór svo fyrirtækið Hughrif (Spellbound Productions). Undir þeirra væng eru þrjár kvikmyndir í bígerð og sjónvarpsþáttasería. Ein af þeim myndum er Stormur sem Óskar Jónasson leikstýrir og byggð er á bók Einars Kárasonar. „Myndin hefur þessa undirliggjandi kímni og kaldhæðni sem hentar Óskari mjög vel. Hún fjallar svolítið um baráttu menningarinnar við mark- aðsöflin. Sjónvarpsþáttunum mun Friðrik Þór svo sjálfur leikstýra en þeir eru byggðir á bók Árna Þór- arinssonar; Tíma nornarinnar.“ Guðrún Edda segir að sjónvarps- stöðvar erlendis séu strax farnar að sýna þáttunum áhuga en þau vonast til að geta tekið upp þætt- ina í lok árs. „Það er svona svolít- ið film noir-stemning í þáttunum og auðvitað mjög gaman að vinna með svona góðan krimma, sem var einmitt tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna og hefur verið seldur til tólf landa og fengið frábæra dóma erlendis.“ Heimildarmyndahátíð í haust Og verkefnin eru ekki alveg upp- talin því Guðrún er framkvæmda- stjóri Nordisk Panorama heimilda- myndahátíðarinnar sem haldin verður í fjórða skipti hér á landi í september en hátíðin á tuttugu ára sögu. „Eftir hrunið er auðvit- að mjög erfitt að finna fjármagn en við ætlum að taka íslenska háttinn á þetta og reyna að halda flotta hátíð sem þarf ekki að kosta mikið. Ég hef fulla trú á að það tak- ist. Ég er með frábæran meðstjórn- anda, Þóru Gunnarsdóttir, og við ætlum að gera þetta á skapandi og skemmtilegan hátt.“ Að lokum er ekki úr vegi að spyrja hvernig það sé að vera kona í kvikmyndaheim- inum? “Við lendum oft í því að vera í einhvers konar stuðningshlut- verki þar. Kannski er það móður- eðlið í okkur. Ég er hinsvegar ekki í þannig stöðu sem framleiðandi. En ég veit ekki afhverju hlutunum hættir til að þróast í þá átt – getur verið að við séum ekki með jafn stór egó og karlmennirnir oft? Jú, ætli það ekki bara.“ ➜ GUÐRÚN EDDA Í HNOTSKURN Draumabók til að kvikmynda? Erfitt að segja en Grettis saga kemur fyrst upp í hugann. Grettir er svo mikil andhetja og heillandi. Eftirlætis kvikmyndin fyrr og síðar? Ein kvikmynd hefur alltaf setið í mér og heitir In the Mood for Love eftir Kar Wai Wong. Hvað veitir þér innblástur? Það veitir mér innblástur að fara út á land og upplifa náttúruna og víddirnar í fegurðinni. Abstrakt danssýning er mér líka mikill inn- blástur Og góð bók, að sjálfsögðu og áhugavert fólk. Myndlist og tónlist heillar mig líka alltaf. Eftirlætis íslenska kvikmyndin sem hingað til hefur verið fram- leidd? Börn náttúrunnar. Hún er svo frábært lítið listaverk. Draumaleikarinn? Steve Buscemi er alltaf brilljant. Kynntu þér úrræðin Starfsfólk Kaupþings aðstoðar þig við allt sem tengist fjármálum heimilisins og breyttum aðstæðum og leitar hentugra úrræða fyrir þig. Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta útibúi Kaupþings. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 45 39 0 1/ 09 Fjármálaráðgjöf fyrir þig • Heimilisbókhald • Stöðumat • Netdreifing/útgjaldadreifing • Úrræði í greiðsluerfiðleikum • Sparnaðarleiðir • Lífeyris- og tryggingamál

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.