Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 22

Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 22
22 2. maí 2009 LAUGARDAGUR V íða um heim má finna blómleg hverfi sem byggst hafa upp þegar fólk hefur komið sér fyrir í ónýttum húsum í eigu annarra. Sennilega er Kristj- anía í Kaupmannahöfn frægasta dæmið, en þar hefur hústökufólk búið í bráðum fjörutíu ár á yfir- gefnu landsvæði danska flotans. Í öllum stórborgum heimsins er að finna fólk sem býr í húsnæði sem það á ekki og hefur ekki leyfi fyrir. Það gildir um allar hinar byggðu heimsálfur. Fyrir flest- um er það sár neyð sem rekur fólk til að koma sér fyrir í niðurnídd- um húsum annarra, eða klambra saman skýlum á lóðum sem það á ekki. Á Vesturlöndum – og jafn- vel víðar – er hins vegar að finna hreyfingu fólks sem lítur á hústöku sem lífsstíl. Þetta fólk, sem kallast á ensku squatters, telur þannig að nýta beri húsnæði sem þegar er til staðar frekar en að reisa nýtt hús- næði og bæta þannig við ört vax- andi þéttbýlisstaði heimsins. Samtök hústökufólks Á Bretlandi er skipulögð hreyfing um þessa leið til lífs. Hreyfingin veitir nýju hústökufólki leiðbein- ingar um hvernig er best að haga hústökunni. Þá hefur hún gefið út svokallaða lögfræðilega viðvörun sem allir hústökumenn er hvatt- ir til að hengja upp á útihurðina. Tilkynningin hefst svo: „Hér með tilkynnist að við búum hér, þetta er heimili okkar og við hyggjum á áframhaldandi dvöl.“ Eigendur húsa í Bretlandi þurfa að leita til dómstóla hyggist þeir koma hústökufólkinu út. Saka- málalöggjöfin nær ekki yfir hús- töku og eigendur verða því að höfða einkamál. Mikilvæg undan- tekning á þessu er að séu einhver merki um að fólk hafi þvingað sér leið inn í húsin, getur lögreglan vísað því út. Hafi fólkið hins vegar flust inn á löglegum forsendum þarf eig- andinn að sanna að hann hafi lög- legan rétt til heimilis í húsinu, en hústökufólkið ekki. Til að lögum sé fullnægt verður hústökufólkið að hafa lykla að húsinu, lásar að virka og gluggar mega ekki vera brotn- ir. Lagaferlið getur tekið mán- uði og jafnvel ár. Raunin er sú að einkaaðilar nýta sér frekar aðrar aðferðir við að tæma húsin; beita hótunum eða borga hústökufólkinu fyrir að hverfa á braut. Það er því yfirleitt hið opinbera sem stendur í slíkum málaferlum. Árið 2003 var áætlað að fjöldi hústökufólks í Englandi og Wales væri um 15.000. Lögleg hústaka Fáir hafa gengið jafnlangt í að viður kenna rétt til hústöku og Hol- lendingar. Hafi hús staðið autt í eitt ár og eigandinn hafi ekki brýna þörf fyrir að nota húsið má hver sem er nýta sér húsið til eigin nota. Brýn þörf eigenda telst til dæmis leigusamningur sem tekur fljót- lega gildi. Hér gildir þó það sama og í Bretlandi; það má ekki þvinga sér leið inn í húsið. Hústökufólk sendir oftar en ekki eiganda byggingarinnar bréf og býður lögreglu til að skoða húsa- kynnin. Sé í þeim rúm, stóll og borð og þeim læst með lási sem hústökufólkið hefur lykil að teljast þau heimili hústökufólksins. Hæstiréttur Hollands úrskurð- aði árið 1971 að lögvernduð frið- helgi heimilisins gilti einnig um hústökufólk. Því þyrfti leyfi þess til að fara inn í húsin. Árið 1994 var það sett í lög að hús þyrftu að hafa staðið auð í tólf mánuði til að hægt væri að flytja inn í þau. Land hústökufólksins Þeir sem gagn- rýna hústökufólk gera það á þeim forsendum að verið sé að nýta sér eignir annarra. Verið sé að brjóta á eignaréttinum, sem er heilagur í vestrænu sam- félagi. Fylgjend- ur hústöku horfa hins vegar frek- ar á nýtingar- réttinn, á að það sé skylda þeirra sem eiga eignir að nýta þeir samfélaginu til góða. Þá er oftar en ekki um hreina neyð að ræða og þar ræður neyðar- rétturinn. Allir eigi rétt til mannsæmandi lífs og þeir sem ekki hafi ráð á því á öðrum forsendum verði að gerast hústökufólk. Þeir sem líta á hústöku sem lífs- stíl sem er ekki í takt við það sem gengur og ger- ist í sam félaginu benda gjarnan á að vestræn samfé- lög séu reist á ránum og ofbeldi. Auður þeirra sem eignirnar eiga sé reistur á kúgun á þeim undirokuðu. Hústökufólk bendir gjarnan á Bandaríkin, þar sé að finna heilt samfélag sem reist sé á hústöku, eða landtöku. Evrópubúar hafi komið til samfélags sem fyrir var og lagt það undir sig með ofbeldi. Hrifsað landið af þeim sem fyrir voru. Það skjóti því skökku við að amast við friðsamlegri yfir- töku húsa sem ekki eru í neinni notkun. Andstaða stjórnvalda við hús- töku er að einhverjum hluta byggð á hræðslu við aðra sam- félagsgerð. Hústökufólk stendur utan samfélagsins að miklu leyti, nýtir ekki vatns-, rafmagns- og skólp lagnir. Þá hefur það sett spurningarmerki við þann rétt sem samfélag okkar styðst öðrum fremur við; eignaréttinn. Og ef viðurkennt er að hann sé ekki alltaf við líði þá fara menn að setja spurningarmerki við hann víðar. Það ruggi því bátn- um að leyfa fólki að lifa utan hins skipulagða samfélags. Þegar eignarréttinum er ógnað Víða um heim er rétturinn til hústöku talinn eðlilegur og jafnvel bundinn í lög. Blómleg samfélög hafa sprottið upp þar sem hústökufólk hefur komið sér fyrir og sums staðar er um heil hverfi að ræða. Kolbeinn Óttarsson Proppé kynnir sér hústöku. KRISTJANÍA Frægasta hverfi hústökufólks er án efa Kristjanía. Hverfið er annar vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Kaupmannahöfn, aðeins Tívolí er vinsælla. Nú ásælast yfirvöld landið sem Kristjanía stendur á enda er það gríðarlega verðmætt byggingarland. Myndin er frá 34 ára afmæli hverfisins sem haldið var 2005. NORDIC PHOTOS/AFP Níundi áratugurinn var áratugur hústökufólksins umfram aðra. Um alla Evrópu varð hústaka lífsstíll, ungt fólk safnaðist saman og yfirtók auð hús og gerði að sínum. Í Kaupmannahöfn bar mikið á þessu, enda var mikill húsnæðisskortur þar um og upp úr 1980. Ungt fólk fór því að brjóta sér leið inn í auðar byggingar og gera að sínum. Athæfið fékk nokkra samúð hjá íbúum og fjölmiðlum, enda húsnæðisvandinn ærinn. Borgaryfirvöld höfðu hins vegar litla þolinmæði með þessu og árið 1982 skarst í odda þegar ungt fólk yfirtók yfirgefið hús. Þegar lögreglan kom á svæðið neitaði fólkið að fara og varðist. Múrsteinum og ýmsu lauslegu var kastað í lögregluna, þar með talið klósetti sem síðar þótti táknrænn gjörningur. Þessi atburður þótti marka þáttaskil, friðsamlegri hústöku var lokið og fólk var reiðu- búið til baráttu. Unga fólkið hafði krafist þess í mörg ár að fá hús fyrir félagsstarf- semi sína, hús sem það réði sjálft yfir og hefði fulla stjórn á. Borgar- stjórn neitaði, en árið 1982 fékk unga fólkið yfirráð yfir Ungdoms- huset við Jagtvej. Það komst síðan í fréttir árið 2007 þegar unga fólkið var rekið úr því, þó ekki átakalaust. Ungdomshuset tók hins vegar ekki á húsnæðisvandanum og fólk hélt því áfram að koma sér fyrir í tómum húsum. Oftar en ekki kom til átaka við lögreglu og fólk þurfti að yfirgefa húsin. Árið 1986 hafði fólk komið sér fyrir við Ryesgade 58. Það var vel skipulagt heimili fjölda manna. Fólkið náði samningum við eigendur hússins um að fá að vera þar í friði. Eigandinn var hins vegar undirstofn- un borgarinnar og þurfti samþykki borgarstjórnar, sem fékkst ekki. Borgaryfirvöld lýstu því yfir að þetta væri ólöglegt og lýstu yfir útburði 14. september. Áður en af honum varð kom fjöldi fólks sér fyrir í húsinu, eftir fjölmenna mótmæla- göngu. Við tók níu daga barátta undir slagorðinu: „Frekar að deyja standandi en lifa lífinu á hnjánum.“ Átökin voru hörð. Lögregla sótti að með fjölmennt lið, en um 600 lögregluþjónar stóðu vörð um húsið. Hústökufólk kastaði öllu lauslegu að lögreglu og henti út molotov-kokk- teilum. Fólkið fékk aðstoð nágranna sem létu vita um ferðir lögreglunnar. Hún hopaði því og við tók umsátur. Á meðan endurskipulagði lögreglan sig og fékk liðsauka hvaðanæva af landinu. Sáttaumleitanir tókust ekki og borgarstjórn harðneitaði að láta nokkuð undan. Þess í stað var lögreglan vígbúin, brynvarinn bíll fenginn frá hernum og hluti liðs vopnaður með vélbyssum. Gera átti allsherjar áhlaup og reka fólkið út. Fréttir um þetta bárust til hús- tökufólksins og ljóst var að þetta yrði algjört blóðbað. Aðfaranótt 23. september laumaði það sér burt í mörgum smærri hópum. Þegar lögreglan kom daginn eftir greip hún því í tómt; allir voru farnir. UNGDOMSHUSET Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn létu ungu fólki Ungdomshuset í té árið 1982 en þá urðu þáttaskil þegar hústökufólk tókst á við lögreglu. Árið 1986 urðu níu daga óeirðir og umsátursástand við Ryesgade. Myndin sýnir óeirðir þegar ungt fólk var rekið úr Ungdomshuset árið 2007. NORDICPHOTOS/AFP Hústaka er lítið þekkt hér á landi. Helst er að horfa til kommúna hippanna, en eignarhald þeirra var ekki endilega alltaf á hreinu. Hús- taka, líkt og hún þekktist í Evrópu, varð hins vegar ekki þekkt hér. Húsnæðisskortur hefur ekki verið það mikill hér að fólk hafi þurft að halda til í auðum húsum nema í sárri neyð. Það hefur þá ekki auglýst veru sína í þeim heldur þvert á móti, laumast með veggjum. Hústakan á Vatnsstígnum fyrir skemmstu var af allt öðrum toga. Hún var klár pólitísk aðgerð þar sem réttur verktaka til að eiga hús og láta grotna niður í mið- bænum var véfengdur og réttur fólks til að búa sér til mannlíf eftir eigin höfði var í hávegum hafður. Óljóst er hvort upp er sprottin hreyfing af sama meiði og sést erlendis, en pólitísku skilaboðin eru af sama toga. ÓLÍK VIÐHORF Fulltrúi anarkista mætir fulltrúa laga og reglu við hústökuna á Vatnsstíg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frekar deyjum við standandi en að lifa lífinu á hnjánum! Lítt þekkt á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.