Fréttablaðið - 02.05.2009, Síða 26
26 2. maí 2009 LAUGARDAGUR
Hvað vitið þið hvort um annað?
Katrín: Ég bjó erlendis í níu ár og
það gerðist ansi margt á þeim tíma,
þannig að ég hef afsökun fyrir
fáfræðinni. Ég veit þó að þú varst
forstjóri 365. En maðurinn minn veit
allt um þig.
Gunnar Smári: Já, ég er svona karla-
karl. En ég veit ekki neitt um þig. Ég
hef ekkert fylgst með kvennaknatt-
spyrnunni, en ég veit samt að þið
eruð komnar á stórmót, er það ekki
Evrópumótið? Svo spiluðuð þið vin-
áttuleik við Holland um daginn.
Katrín: Það er nú ágætt að maður
sem fylgist ekki með kvennafótbolta
viti þó þetta mikið.
Gunnar Smári: Ég fylgist ekki mikið
með íþróttum lengur. Ég var vanur
að fara á völlinn til að sjá KR spila,
en ég held ekki einu sinni með Íslandi
í fótbolta.
Katrín: Nú?
Gunnar Smári: Það er erfitt að til-
heyra lítilli þjóð. Manni finnst stund-
um eins og maður beri ábyrgð á öllu
sem Íslendingar gera, skammast sín
ef forsætisráðherrann talar ekki nógu
góða ensku og fleira í þeim dúr. Mér
fannst ég þurfa að venja mig af þess-
ari meðvirkni og notaði karlalands-
liðið til þess. Liðið spilaði alltaf leið-
inlegan fótbolta og hékk stanslaust í
vörn, þannig að það snertir mig ekki
mikið þótt það tapi.
Katrín: Já, þeim hefur gengið misvel
en ég held samt alltaf með þeim. Mér
sýnist leikur þeirra hafa batnað með
nýjum þjálfara. Það er meiri gleði í
spilamennskunni.
Gunnar Smári: Ég held að áhugi
almennings á kvennalandsliðinu
muni kvikna fyrir alvöru þegar þið
farið að keppa við alvöru þjóðir. Fót-
boltinn verður betri en margir gera
sér almennt í hugarlund, og þið sláið
í gegn. Nema auðvitað að þið tapið
öllum leikjunum.
Valsarar eru líka fólk
Nú ættuð þið samkvæmt öllum regl-
um að vera erkifjendur, KR-ingur og
Valsari?
Katrín: Það er oft talað um stórveld-
in tvö í Reykjavík, KR og Val. En KR
er bara lið, rétt eins og við erum lið.
KR hefur verið erkióvinurinn síðustu
árin, en ég hef ekkert á móti félaginu.
Alls ekki neitt.
Gunnar Smári: Valsarar eru líka
fólk. Bróðir minn heldur því reyndar
stundum fram að hann hati Val meira
en hann elski KR, en hann er nú held
ég ekki alveg með fúlle femm.
Katrín: Þetta er samt ansi góð setn-
ing hjá bróður þínum.
Gunnar Smári: Svo er líka hægt að
elska KR og hata KR á sama tíma.
Þá er ekkert pláss fyrir nein önnur
lið, þau eru bara „hinir“. Auðvitað
ber maður mun meiri taugar til sinn-
ar eigin fjölskyldu en einhverrar fjöl-
skyldu á Djúpavogi.
Nauðsynlegt að losa um spennu
Sáuð þið myndbandsupptökuna af
„kjörklefakúkaranum“ svokallaða,
óánægða kjósandanum sem gerði
þarfir sínar á gólfið í kjörklefanum í
kosningunum?
Gunnar Smári: Nei, ég ýtti ekki á
play á upptökunni á netinu. Mér
finnst þetta svolítið eins og að rífa
upp dyrnar á klósettinu þegar aðrir
eru að kúka.
Katrín: Vinnufélagar mínir voru að
ræða um þetta atvik, en mig lang-
ar ekkert til að sjá þetta. Maðurinn
minn trúir reyndar ekki að þetta hafi
gerst, því hann er á þeirri skoðun að
konur kúki hvorki né prumpi. En mér
finnst þetta bara ógeðslegt.
Gunnar Smári. Ég hef svo sem enga
skoðun á þessu, en þetta hefur örugg-
lega verið Valsari!
Katrín: Ég ætla nú rétt að vona að svo
sé ekki.
Gunnar Smári: Það þyrfi eitthvað
mikið að ganga á til að ég myndi
grípa til svona ráða. Ég er raunar
mjög lélegur í öllu svona andófi. Ég
kann ekki að vera reiður með öllum
hinum. Þegar allir aðrir eru brjálaðir,
þá rennur mér reiðin. Ég losa mig við
innbyrgða gremju með því að skrifa.
Katrín: Fótboltinn er einmitt ágætis
aðferð til að fá útrás. Að sjálfsögðu er
bráðnauðsynlegt að losa sig við svona
spennu.
Gunnar Smári: Einmitt. Annars endar
maður á hækjum sér í kjörklefa, og
ekki vill maður enda þar!
Rökstólaparið hlær dátt að þessum
vangaveltum.
Meiri kröfur gerðar til kvenna
Enn af nýafstöðnum alþingiskosning-
um. Nú hafa aldrei fleiri konur verið
á þingi. Er það ekki bara hið besta
mál?
Gunnar Smári: Þetta eru mjög merki-
legir tímar sem við lifum á, og þessar
breytingar eru það merkilegasta sem
við munum nokkurn tíma verða vitni
að. Tíminn sem breytingar hafa átt
sér stað á er svo örskammur, og stig-
mögnunin svo gríðarleg.
Katrín: Já, það er alveg hárrétt.
Gunnar Smári: Hlutfall kvenna á
Alþingi hefur risið úr því að vera um
það bil fimm prósent á áttunda ára-
tugnum upp í 44 prósent nú. Eins er
með fjölda kvenkyns háskólanem-
enda, sem hefur farið úr þrjátíu pró-
sentum upp í sjötíu prósent á tíu eða
tuttugu árum. Ég segi oft í gamni við
son minn að við hvítu karlmennirnir
höfum haldið yfirráðum yfir jörð-
inni í þúsundir ára, en svo tekur ekki
nema eina kynslóð að glutra þeim
yfirráðum niður. Karlarnir eru að
skíttapa, eins og Sjálfstæðisflokkur-
inn. Þetta er verulega merkileg þjóð-
félagsbylting.
Katrín: Breytingarnar hafa orðið
mjög miklar á skömmum tíma. En
samt finnst mér alveg magnað hvað
það er alltaf verið að tala um þetta.
Ég er ekkert brjálaður femínisti.
Ég er á þeirri skoðun að það skipti
ekki nokkru máli hvort það eru 63
konur á Alþingi eða engin. Það eina
sem skiptir máli er að hæfasta fólkið
Karlarnir eru að skíttapa
Katrínu Jónsdóttur, fyrirliða landsliðsins í knattpyrnu og Íslandsmeistara Vals, þykir Jóhanna Guðrún frábær söngkona en
Eurovisionlagið hennar leiðinlegt. Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður segir að mikið þyrfti að gerast til að hann gerði þarfir
sínar í kjörklefa. Kjartan Guðmundsson ræddi um fótbolta, fjölgun kvenna á þingi og ýmislegt fleira við rökstólapar vikunnar.
SAMMÁLA Katrín og Gunnar Smári eru sammála um að það sé betra að fá útrás fyrir reiðina áður en maður endar á hækjum sér í kjörklefa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Á RÖKSTÓLUM
veljist á þing. Punktur. Kynjakvótinn
fer til að mynda alveg ótrúlega mikið
í taugarnar á mér.
Gunnar Smári: Ég er ekki hlynntur
kynjakvóta heldur. En samt er það
þannig að það er nauðsynlegt að
brjóta upp ákveðna hópa þar sem
karlar hafa verið ríkjandi. Í slík-
um hópi fer margt fram sem konur
átta sig alls ekkert á, því málin eru
afgreidd með karlaaðferðum, í veiði-
kofum eða einhverju slíku. Það skiptir
máli fyrir samfélagið að brjóta þessa
hópa aðeins upp til að svona mismun-
um eigi sér ekki stað. Enda sýnir það
sig að þegar brestir myndast í þessa
veggi, þá fylgir flóðgátt í kjölfarið.
Katrín: Fjölgun kvenna á Alþingi
getur verið bæði jákvæð og neikvæð.
Konur eru yfirleit varkárari en karl-
ar, sem getur verið kostur og galli. En
að maður skuli fá eitthvað eingöngu
vegna þess að maður er kvenkyns er
óþolandi. Til dæmis er afar pirrandi
hvað við megum lítið gera í fótbolt-
anum. Dómarinn dæmir oft á brot í
kvennaleikjum sem aldrei yrði flaut-
að á hjá körlunum.
Gunnar Smári: Já, það eru gerðar
meiri kröfur til kvenna í þessu tilliti.
Það er alltaf verið að tala um virð-
ingu fyrir Alþingi, og ég held að fjölg-
un kvenna leiði til þess að fólki finn-
ist sú virðing minnka. Ástæða þess er
sú að hugmyndir okkar um virðingu
eru bundnar gamla feðraveldinu. Það
er borin virðing fyrir Frímúrararegl-
unni og svona drasli (bendir á fornar
bækur og ríkmannlega innanstokks-
muni á barnum á Hótel Holti). Þess
vegna eigum við ekki að kvarta
yfir því að virðing fyrir Alþingi sé
að hrynja heldur fagna því. Alþingi
þarf að verða opnara, virkara og eðli-
legra. Við þurfum ekki að bera virð-
ingu fyrir Alþingi, og eigum ekki að
gera það.
Fúlir og fyndnir lýsendur
Á Jóhanna Guðrún eftir að leggja Evr-
ópu að fótum sér í Moskvu?
Katrín: Hún Jóhanna Guðrún er frá-
bær söngkona en þetta lag er ekki
skemmtilegt. Mögulega hef ég heyrt
það aðeins of oft því það er í stöðugri
spilun á Bylgjunni. Ég hafði mikinn
áhuga á þessari keppni þegar ég var
yngri og var þá með allar helstu upp-
lýsingar um lög og flytjendur á tæru,
en áhuginn hefur minnkað með árun-
um.
Gunnar Smári: Ég fylgist stundum
með stigagjöfinni í Eurovision, en hef
ekki þrek í að hlusta á lögin. Hefur
það nokkur, nema kannski Páll Óskar
og einhver finnskur hommi sem er
fluttur til landsins?
Katrín: Það er greinilegt að áhugi
þjóðarinnar á keppninni hefur dvín-
að aðeins, en hann er samt mikill
miðað við flest önnur lönd. Áhuginn
í Noregi, þar sem ég bjó lengi, var til
dæmis ekki nærri því jafn mikill og
hér.
Gunnar Smári: Það getur samt verið
gaman að fylgjast með því hvað
íslensku sjónvarpslýsendurnir eru
rosalega tapsárir. Þegar fjórar eða
fimm þjóðir hafa greitt atkvæði sín
er oftast ljóst að Ísland mun ekki
sigra, og þá verða þulirnir pirrað-
ir, og svo stigmagnast það þar til í
lokin að þeir eru orðnir alveg draug-
fúlir og hrakyrða allar helstu þjóðir
heims.
Katrín: Já, Sigmar Guðmundsson,
sem lýsti síðustu keppni, var til
dæmis alveg brjálaður. Og svo hefjast
samsæriskenningarnar um Austur-
Evrópu og það allt.
Gunnar Smári: Það er bara vænisýki.
Þetta er alveg eins og í fótboltanum;
Þeir vinna sem langar mest að vinna
og leggja mest í þetta. Reyndar skil
ég ekki hvers vegna Ísland hefur ekki
unnið enn, því okkur langar mikið til
að vinna þessa keppni.
Katrín: Kannski er bara ágætt að
við vinnum ekki. Í þessu ástandi er
eflaust hægt að nýta peningana í eitt-
hvað þarfara en að halda risastóra og
rándýra keppni á Íslandi.
Gunnar
Smári: Vals-
arar eru líka
fólk. Bróðir
minn heldur
því reyndar
stundum fram
að hann hati
Val meira en
hann elski
KR, en hann
er nú held ég
ekki alveg með
fúlle femm.
Katrín: Þetta
er samt ansi
góð setning hjá
bróður þínum.