Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 52

Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 52
8 fjölskyldan GAGN&GAMAN Tunglið stækkar Leikritið Alli Nalli og tunglið er sýnt um þessar mundir í Gerðubergi. Það byggir á sögu Vilborgar Dagbjartsdóttur sem kom fyrst út árið 1959 en í henni segir frá stráknum Alla Nalla sem harðneitaði að borða grautinn sinn sem endaði með því að mamma hans gaf tunglinu grautinn. Í leikgerð Möguleikhúss- ins eru það pössunarpíurnar Ólína og Lína sem taka á móti leikhús- gestum og halda utan um sýninguna sem tekur um 45 mínútur í flutningi. Sýningin er fínasta skemmtun fyrir yngri börnin, litrík og lífleg. Hressandi drykkur Tilvalinn eftirréttur í hollari kantinum er að búa til heilsudrykk sem krökkum þykir góður. Ekki er verra að einfalt er að búa þá til og geta krakkar tekið þátt í því. Vel þroskaður banani, mjólk og kakómalt er til dæmis góð uppskrift að sjeik. Venjulegt skyr eða vanilluskyr er líka góð uppistaða í heilsudrykk, mjólk, banani og fínt brytjað suðusúkkulaði eftir smekk út í og fyrirtaks súkkulaðisjeik í hollari kantinum er fram reiddur. Berist fram í háu glasi með röri. Krakkajóga Skapandi aðferðir út frá jóga fyrir börn, unglinga og þá fullorðnu sem vilja vekja leik barnsins innra með sér verður kennt í Lótus jógasetri helgina 29. til 31. maí næstkomandi. Kenndar eru uppbyggjandi aðferðir sem skapa traust, auka næmi, styrkja samskiptahæfileika og leikgleði. Kennari og höfundur námskeiðs- ins er hin fjölhæfa og orkumikla Gurudass Kaur en hún hefur kennt jóga og unnið með börnum í meira en þrjátíu ár. Þátttökugjald námskeiðsins er 24 þúsund krónur en innifaldir eru tveir geisladiskar og námshefti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.