Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 54
30 2. maí 2009 LAUGARDAGUR Hvers konar tónlist ert þú að fást við núna? Var að ljúka við verkefni sem ég kallaði „Found Songs“ sem voru sjö lítil klassísk verk, gefin út á netinu, eitt á dag í eina viku. Núna er ég að taka mér smá frí frá klassíkinni og er að vinna að verkefninu Kiasmos, sem er danstónlist. Hvenær varstu hamingju- samastur ? Núna. Kannski ekki akkúrat í dag eða þessa vikuna, en svona almennt séð þessa mánuðina. Ef þú værir ekki tónlistarmaður hvað myndirðu þá vera? Fatahönnuður, lögfræðingur, reka útgáfufyrirtæki, arkitekt... ég veit það ekki, allt of margt sem mig langar að gera. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Fartölvan mín. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? „Nei“ - í ákveðnu samhengi. Annars held ég að ég hafi slopp- ið frekar vel. Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar myndirðu vilja búa? Berlín. Vil samt helst halda mér í Reykjavík bara. Uppáhaldstónlistarmaður/-kona og af hverju? Má þetta? Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Ég er nú ekki það metnaðarfull- ur í lífsnautnunum að eiga ein- hverja sérstaka draumahelgi. Þarf bara mitt góða fólk í kring- um mig, þá er ég sáttur. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tíman gegnt? Bæjarvinna Mosfellsbæjar? Það var nú samt ekkert svo slæmt ... Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- inni? Sumarbústaður fjölskyldunnar við Álftavatn. Helst úti á vatn- inu á kajak. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta mest á í dag? Einföld, melódísk, klassísk tón- list hefur mest áhrif á mig. Og gott síð-rokk (sem er reyndar vandfundið...). En þessa dagana er ég með lagið Time-Lapse Lif- eline með Maria Taylor á repeat. Gott popp. Ef þú ættir tímavél, hvert mynd- irðu fara og af hverju? Væri til í að upplifa diskótíma- bilið, en finnst framtíðin samt áhugaverðari en fortíðin. Myndi skella mér nokkur ár fram í tím- ann og gá hvort ég gæti keypt mér ódýra ferð til tunglsins í leiðinni ... Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Já. Ef þú gætir breytt einhverju í for- tíð þinni, hvað myndi það vera? Engu. Er sáttur með hvar ég er í dag, og ef ég breytti einhverju í fortíðinni væri nútíðin líklega önnur. Hvenær fékkstu síðast hláturs- kast? Á kosningavöku heima hjá mér, þegar ég og vinkona mín kom- umst loks að því, eftir örugglega 2 klukkutíma, að þumalputtinn í horninu á skjánum stæði ekki fyrir hversu margir væru búnir að „læka“ kosningarnar á Face- book. Áttu þér einhverja leynda nautn? Lagið 7 Things með Miley Cyrus. Þessi nautn er samt ekkert svo leynd. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Var að klára að lesa bók um afstæðiskenninguna eftir David Bodanis sem var frábær. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Pabba. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Ég hef ekki mikla þolinmæði fyrir Bubba þegar hann byrjar að tjá sig. Uppáhaldsorðið þitt? Forlát. Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Aðeins meiri metnaður í að drífa mig fram úr rúminu á morgnana. Kæmi fleiru í verk. Hvaða lag á að spila í jarðarför- inn þinni? Eitthvað ekki of dramatískt. Eitt- hvað fallegt, sem lætur mann fá þá tilfinningu að það verði allt í lagi. Hver verða þín frægu hinstu orð? „Ha?“ Hvað er næst á dagskrá? Halda áfram að vinna í plötunni minni sem kemur út í haust. Einn- ig nokkrar tónlistarhátíðir á dag- skrá á næstunni auk tónleika- ferðalags um Ísland með vinum mínum í For a Minor Reflection. Hef litla þolinmæði fyrir Bubba ÓLAFUR ARNALDS TÓNLISTARMAÐUR Fékk síðast hláturskast á kosningavöku þegar hann fattaði að þumalputtar á skjánum tengdust ekki Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞRIÐJA GRÁÐAN STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Mitt aðalstarf hefur verið hljóðmaður síðustu ár, en það hefur smám saman verið að víkja fyrir tónsmíðinni og eigin tónleikahaldi. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1986 - Kvikmyndin Top Gun kom í bíó. Ólafur Arnalds hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir nýklassískar tónsmíðar en hann er líka ann- ar helmingurinn af teknó-tvíeykinu Kiasmos. Anna Margrét Björnsson fékk hann til þess að svara nokkrum mjög mikilvægum spurningum. www.tskoli.is Ráðstefna verður haldin í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg föstudaginn 8. maí frá kl. 13:00 – 17:00. Ráðstefnugjald er 4000 kr. Ráðstefnugögn verða afhent frá kl. 12:30. Skráning fer fram í s. 514 9601 eða á netfangið ave@tskoli.is. Nánari upplýsingar á www.tskoli.is. • Ávarp samgönguráðherra • e Airline Industry: Trends, Challenges and Strategies John Wensveen Ph.D. Dean of School of Aviation • Air Atlanta Hannes Hilmarsson forstjóri • Icelandair Birkir Holm Guðnason framkvæmdastjóri • Flugfélag Íslands Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri • Flugvélamarkaðurinn Hafþór Hafsteinsson stjórnarformaður Avion Aircraft Trading hf. • Flugfélagið Ernir Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri • Primera Air Hrafn Þorgeirsson framkvæmdastjóri • Flugmálastjórn Pétur K. Maack flugmálastjóri Áskoranir og tækifæri Rekstur f lugfélaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.