Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1927, Síða 6

Skinfaxi - 01.10.1927, Síða 6
102 SKINFAXI þjóðdansana. Hún hefir snúið sér til miðaldalistarinn- ar og fnndið hjá gömlu meisturunum hreinleik og feg- urð, sem fyrnt var yfir og nútíminn var búinn að gleyma. Alt hið fegursta og þjóðlegasta i gömlu listinni hefir hún reynt að tileinka sér. Við það hefir hún þó ekki látið staðar nnmið. I orði, myndum, tónum og dansi liefir liún skapað ný verk. Og það, sem er mest um vert: hún lokar þetla ekki inni í skuggalegnm söfnum, heldur hefir hún flutt alt þetta inn á heimili sín, inn i daglegt líf sitt. A heimilnm þessara ungmenna, í fjalla- kofum þeirra og fundarskálum, alstaðar jnn', sem æsk- an lifir, er sérhver hlutur mótaður af anda hennar. Sérhver hilla, stóll og borð, sérliver mynd, sérliver flík — alt eru það hugsanir æslumnar, færðar í sýni- legan búning af henni sjálfri, cigin vinna hennar og handaverk, cn ekki verksmiðjuiðnaður. í staðinn fyrir andlaust „sport“-æði, scm að því einu stefjiir að setja ný met á met ofan, leilar æskan nú feg- urðar, samræmis og hrynjanda í lireyfingum og lima- burði. Eftir hlióðfalh guitarsins svífa ungmennin i mjúkum dansi um grænar grundir fjalldalanna og eftir bökkum skógarvatnanna. í stað íburðarmikilla leiksýninga, þar sem alt er mið- að við margmenni, en listin og einlægnin verða að skipa hinn óæðra sess • í stað þessa hafa æskumenn- irnir aftur tekið upp gömlu, þjóðlegu, hátíðlegu jóla- leiksýningarnar i kyrlátum sveitakirkjum. 1 trúarskoðunum sínum fer æskan líka sínar eigin leiðir. Arfþegin trú á játningar og kennisetningar full- nægir lxenni ekki, og lnin hefir snúið 'haki við „rétttrún- aði“ kirkjunnar. Hún leitar dýpra, leitar hins innra lífs. Alstaðar, í öllum verkum æskunnar má sjá leit henn- ar að lifinu. Iiin unga, nývaknaða trúarhneigð hennar Ijómar af öllu, er hún snertir við. J?essi látlausa leit hennar að lífinu, sönnu lífi, liefir valdið trúarlegum

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.