Skinfaxi - 01.10.1927, Síða 9
SKINFAXI
105
vera mjög ánægður með kynning sina af þeim. Honum
þykir starfsemi þeirra og áhugi fyrir þvi að þúsund ára
þjóðhátíðin takist sómasamlega, vera næsta mikilsverð,
og þýðingarmest telur hann þjóðdansastarfsemi ung-
mennafélaga.
Skásheim getur þess að ungmennafélagar buðu hon-
um austur í prastaskóg og líka til pingvalla. Hefir hann
á ferðum þessum verið mjög hrifinn af islenskri nátt-
úrufegurð, einkum á pingvöllum. Telur hann æskilegt
að Norðmenn reisi þar minnisvarða Islendingum til
heiðurs, mun liann þá einkum hafa í hug hina fornis-
lensku menning, sem orðið liefir Norðmönnum ómet-
anlega mikils virði.
Skásheim sá hér nokkra menn í litklæðum, sem gerð
voru eftir fyrirsögn Tryggva Magnússonar listamanns.
pykir honum búningurinn fagur og' sóma okkur vel,
og um íslenska kvenbúninginn farast honum þannig
orð, að vel megi telja hann fegux-sta þjóðbúning í viðri
veröld og þykir sem íslenskum konum muni það metn-
aður að bera liann við hátíðleg tækifæri.
Skásheim ber íslenskri menning ág'æta sögu — ef
til vill betur en hún á skilið. ■— Hann getur þess að
flestir útlendingar, sem heimsækja okkui*, muni gera
það fyrst og freinst vegna fornislenskrar menningar,
en honum þykir sem fáir niuni liafa verið hér lengi,
áður en nútíðin — þjóðlífið eins og það er — liefir jafn-
vel meiri áhrif á þá en fornar minningar. Honum
þykir sem íslenska þjóðin muni vera gáfuð, hugmynda-
í'ík, og unna landi sinu mjög. Fyrir þvi muni það lík-
legt að framtíðarsaga íslendinga vei-ði enn frægari en
fornsagan hefir orðið. Svo mikla trú hefir liann á is-
lenskri menning, að Iiann getur þess til, að frá rótum
liennar muni renna afburðamenn svo miklir, að þeir
verði færir um að skapa veruleg framtíðarspor á menn-
ingarbraut alheimsins. G. B.