Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1927, Page 10

Skinfaxi - 01.10.1927, Page 10
106 SKINFAXI Góður gestur. Nicls Bukh skólastjóri íþróttaskólans í Ollerup á Fjóni, mun nú frægastur allra íþróttafrömuða á Norð- urlöndum, og er orðinn heimskunnur maður fyrir iþróttastarfsemi sína. Hefir liann ferðast árlega til ýmsra landa bæði i Norðurálfu og Vesturheimi og lát- ið flokka sýna íþróttir. Nokkrir þjóðkunnustu iþróttamenn og íþróttakenn- arar tslands liafa stundað nám hjá Bukli og virðast kensluaðferðir lians falla hér í góðan jarðveg. I ágúst s. 1. kom Bukh hingað til Reykjavíkur með tvo fimleikaflokka, 13 stúlkur og 13 pilta. Hélt liann fimleikasýningar i Reykjavík, ísafirði, Siglufirði og Akureyri. Að því búnu kom hann til Rvíkur aftur og fór þá skemtiferð austur yfir fjall; ennfrenmr lieim- sótti iiann hinn alkunna íþróttamann og íþróttavin Sig- urjón Pétursson á Álafossi. Hvar sem Bukh kom, voru sýningar iians fjölsótt- ar; vöktu þær almenna ánægju og eftirtekt. A ísafirði var öllum búðum og skrifstofum hæjarins lokað dag- inn sem Bukh kom þar. Jón porsteinsson iþróttakennari er lærisveinn Bukhs, enda var Jón Iivatamaður þcss, að Bukh kom hingað með flokka sína; var Jón fararstjóri fimleilcaflokkanna á öllum ferðum þeirra hér og gekst fyrir sýningum, en margir einstaklingar, ungmennafélög og íþróttafélög veittu honuin lið. Alstaðar var kepst um að taka fim- leikaflokkunum sem hest. pó sýningar væru fjölsóttar, eftir þvi sem vænta mátti, þá mun þó hafa skort mikið á að tekjur af þeim nægðu til þess að standast fjár- hagslegan straum af förinni, en vinir Jóns og íþrótta- unnendur munu hai'a tckið allverulegan þátt i útgjöld- unum mcð honum. Ánægjulegt er það, að ferðum erlendra afhurða-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.