Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1927, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.10.1927, Qupperneq 17
SKINFAXI 113 iþróttamót og fimleikasýningar, og oft er ritað um þau efni ýmist lof eða last, en sjaldan eru ritsmíðar þær samdar af mikilli dómgreind eða skilningi, og kalla má að horft sé í livern eyri af almannafé, þegar um það er rætt að menta þjóðina líkamlega, þó hundruð þús- unda sé varið til hinnar svokölluðu andlegu mentun- ar, sem oft er að mestu innifalin í því að hálflæra er- lcnd mál, rétt eins og öll tímanleg og andleg velferð þjóðarinnar væri undir þvi komin að liún eigi kost á þvi að herma sem flest eftir erlendum þjóðum. En frækni þol og þróttur er furðanlega lítils metinn, mætti benda á margt því til sönnunar t. d. það, að hér í liöfuðstað landsins, þar sem fimti hluti landsmanna býr, eru til að eins tvö leikfimishús lítt vönduð og að flestu af vanefnum gerð. J?ó kveður enn meira að tómlæti og samúðarleysi valdhafanna gagnvart einstaklingum, sem skara fram úr í líkamsment. Örsjaldan liafa þeir verið studdir af almannafé til þess að auka ment sina. peir liafa raunar stundum verið lofaðir í orði, en í verki hefir dyggilega verið farið eftir kenningu smásálanna, þeirri, að iþrótta- menn væru „fáir, fátækir og smáir“, og því litils af þeim að vænta. J?að virðist ekki liafa þótt líklegt að þjóðin hefði sænul eða gagn af þeim, þeir hafa eklci verið hvattir til þess með fjárframlögum, að koma á mannamót í hinum stóra heimi. J?að má víst með sanni segja, að hvergi sé afhurða íþróttamönnum skornir þrengri stakkar en hér á landi. J?ó mun efniviður þeirra engu kikari en gerist meðal erlendra iþróttamanna, og fátt eða ekkert er líklegra en þeir til þess að víðfrægja land og þjóð, ef þeir fengju að njóta sín. Öruggar sann- anir fengust fyrir þessu síðastliðið sumar. íþróttamenn fóru héðan til Hafnar í sumar og þrcyttu þar iþrótlir við ýmsra þjóða menn. Reyndust Islend- ingar svo vel, að þeir voru sæmdir verðlaunum, fór

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.