Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1927, Qupperneq 22

Skinfaxi - 01.10.1927, Qupperneq 22
118 SKINFAXI lendan þín, nóttlaus voraldar veröld þar seni víðsýnið skín.“ pannig lnigsa eg' mér franitið íslensku þjóðarinnar, og undir engum er meira komið hvernig hún verður, en þeim, sem nú eru að vaxa upp og hráðum verða fulltíða menn. pað eru „Vormenn lslands“, því að „seinna á þeirra herðum livíla heill og forráð þessa lands, þegar grónar grafir skýla gráum hærum nú- timans“. ]?að hefir verið sagt um Islendinga, að þeir hafi glatað frelsi sinu fyrir manngildisskort nokkurra manna, og þar sem við nú erum fullvalda riki i annað sinn, þá má það aldrei spyrjast, að við glötum frelsi okkar. „Og ánauð vcr hötum því andinn er frjáls, livort orðum hann verst eða sverðunum sláls.“ pað þarf cng- inn að segja mér, að ekki geti 1 liundrað þúsund manns lifað sæmilegu lifi á Islandi, ef stjórnin væri sæmileg og rétt á haldið, Jöfnuður þarf að verða meiri en er, og menn þurfa að læra að fara með peninga sem skyldi. Hvaða smáþjóð á meiri og hetri fiskimið en íslending- ar ? Óræktarmóa og mela eigum við einnig og ómælan- legt afl, sem enn þá er ónotað að inestu í þessu landi, þar sem vatnsföllin okkar eru. pað er framtiðarinnar að taka þessi öfl i þjónustu sína og nota þau sem hest fyrir land og lýð. ísland er framtíðarland, það hefir nóg fyrir sina vösku syni og dætur að vinna. pað erum við þessir ungu menn, scm eigum að ráða í framtíðinni, hver eða hverjir lialda um stjórnvölinn á þjóðarskút- unni, og hvcrt stefnt er. Við megum ekki liugsa sem svo, að okkur sé sama um þetta eða hitt, sem að því lýtur; við verðum að mynda okkur sjálfstæðar skoðan- ir eftir þvi, sem við höfum vit og dómgreind til. Okkar atkvæði er jafnmikilsvert og þess sem auðugri er og í hærri virðingarstöðu. Við megum ekki „fljóta sofandi að feigðarósi“; við verðum þcgar að hefjast lianda og bera merkið liátt og stefna að takmarkinu. Fram, fram í einni fylking. „Sé takmarkið hátt, þá er altaf örðug

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.