Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 25
SKINFAXI 121 vanda, sem lengi á að standa, og við megum ekki tapa því áliti, sem við þegar höfuin fengið. Við erum ábyggi- lega ekki minni hæfileikum gæddir en margir aðrir menn, bara ef við þroskum þá, og heitum þeim i rétta átt. Við megum ekki láta það sannast að þjóðinni sé að fara aftur, eins og sumir lialda fram. Sú skoðun getur ekki fest rætur i Iiuga mínum, af þvi að mér finst hún hvorki hygð á óhlutdrægni né grunduðum hugsunum. Að síðustu vil eg minnast á það, að eg álít að við getur gert okkur starfið léttara og lifið skemtilegra, ef við bindumst sterkum félagsböndum í bróðerni og kær- leika, þar sem enginn starfar með hangandi hendi, held- ur af fúsum og einbeittum vilja. Við þurfum að gera heiminn bjartari og hetri, og breyta í lífsins sumar dauðans vetri. Hugsanir okkar eiga að spretta upp af því fegursla sem skráð hefir verið á íslenska tungu. ]?ólt ekki blási nú byrlega i baráítunni við náltúru- öflin, þá getum við þegar byrjað á að reyna að hleypa sólskini inn í hjörtu sem flestra, til að bræða þann ís, sem öllum hafís er verri, og einnig göfga vorn innri mann og glæða vel þann neista sem liggur inst. Við skulum reyna að vanda framferði okkar og siðferði, svo að lítl verði út á setjandi, og að við getum kinn- roðalaust sagt það hvar sem er, hverjir við erum, og' hvaðan. Eg vil svo ekki orðlengja þetta frekar, af því að eg veit að allir þeir sem hér eru staddir, unna sveitinni sinni alls hins besta nú og æfinlega. „Svo leggjum allir liönd á heimsbót þá, sem hæst er sett á tímans stefnuskrá! Og byrjum fyrst í vorum heimahögum að hjálpa röðli að fjölga sólskinsdögum. Er mannást tengist hreinni ættlands ást hjá öllum landsins börnum, skal það sjást

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.