Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 2
2 SKINFAXl grœðir fleiri’ en talin verði tölum töfra lyfgrös, kring um sérhvert ból. Þar sem lömbin una á blómgum bölum, börn sér leika’ að skeljum úti’ á ból, ]jar sem enn í þraut og sæld og kvölum þjóðleg menning á sér griðaskjól. Syng það, vinur, þegar bregður blóminn blundi þungum eftir vetrar dá, lát það lilandast inn í fyrsta óminn, ósjálfráða, smábarns vörum frá. Lát það fylla starfa stunda tómin, styrkja magnið, létta þunga brá, Láí það mýkja Iiarða dauðadóminn, drottni sjálfum eða mönnum frá. Syng ])ú, vinur, yfir látins leiði, lagið gamla, er hljóma áfram s k a 1, /þó að nætur þöglar ástir breiði þétta blæju yfir bniginn val. Aftur þá, er sindrar sól í heiði, sæl og blessuð, yfir vorum dal, tekur orri aldins lags frá meiði undir nýja tímans banagal. Þiað, sem befir í hugans leynum inni hljómað gegnum þagnar basl og skort, það, sem hefir geymst í manna minni með þeim hætti, er þjóðlíf vort fékk ort, það, sem studdi að menning minni og þinni miklu dýj)ra’ en á varð bent og horft, syngið, bræður, ennþá einu sinni, æsku forna sumarlagið vort. Indriði Þorkelsson á Fjalli.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.