Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI eru, og skal þar getið um, hvaS cr handunniS, hvaS vélunn- iS, o. s. frv. Reykjavík, 20. janúar 1930. Halldóra Bjarnadóttir. Þingvallavinnan. Þegnskaparvinna ungmennafélaga á Þingvöllum vor- in 1927 og 28, til undirbúnings Alþingishátiðinni í sum- ar, er merkilegur og ljós vottur um áhuga þeirra á nytjamálum og ósérplægni í framkvæmd þjóðnytja- mála, þegar (þeim gefst tækifæri til atliafna. En því miður virðist skilningur þorra landsmanna mjög takmarkaður á nauðsyn og nytsemi félagsskapar okkar, svo að jafnvel mikilsvirtir og mjög ráðandi menn í þjóðfélaginu líta smáum augum á merkilegar framkvæmdir okkar og meiri fórnfýsi, en áður liefir þekkst í þágu þjóðfélagsins; en sú varð reyndin með Þingvallavinnu okkar. Þegar Þingvallavinna okkar hófst, var svo ráð fyrir gert, að unnið yrði á hverju vori fram að Alþingishá- tíðinni. En síðastl. vor var ekkert unnið, og þar sem ætla mætti, að það væri af ódugnaði þeirra, sem fram- kvæmdirnar liöfðu (stjórn U. M. S. K.), eða af því, að áhuginn væri nú þrotinn hjá félögunum, vil ég gera hér grein fyrir orsökum þessa, og hirti þá fyrst bréf það, er við sendum Alþingishátíðarnefnd 9. marz í fyrravetur og liljóðar svo: „Eins og yður er kunnugt, jþá tóku íslenzkir ung- mennafélagar höndum saman fyrir tveimur árum og buðu aðstoð sína til undirbúnings Alþingishátíðarinnar 1930, á þann hátt, að þeir óskuðu að fá að leggja fram ókeypis vinnu til einhvers þess, er gcra þurfti á Þing-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.