Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 9
SKINFAXI
9
Félagsmál.
Ititstjóraskifti.
Svo sem sjá má á kápu þessa lieftis, hefir Skinfaxi
skift um heima og ritstjórn nú á áramótum. Björn
Guðmundsson og Guðmundul* frá Mosdal hafa látið af
stjórn ritsins. Ber vel að þakka þeim ág'ætu félögum
fómarstarf þeirra. Þeir liafa engin laun hlotið vinnu
sinnar að Skinfaxa, nema sæla meðvitund þess, að vinna
gagn hjartfólgnu máli — og ónot fyrir það, sem mið-
ur hefir farið. Slík eru oft laun áhugamanna.
Eg tek við ritstjórn Skinfaxa með þeim fasta ásetn-
ingi, að vanda alla útgáfu hans, meira en undanfarið
liefir tíðkast. Mun eg leggja kapp á, að gera hann svo
úr garði, að hann verði sambandi voru til sæmdar og
félagsmönnum til ánægju og hvatningar, svo sem vera
ber. Flytja mun liann félagsfregnir, eins og áður, en
meira af leiðheiningum um starfsmál og vinnuaðferð-
ir einstakra félaga. Þá mun ritið flytja valdar og vand-
aðar ritgerðir um þau efni, er snerta U. M. F., einkum
þjóðleg mál. Myndir munu og birtar verða, til fegurðar-
auka og fróðleiks. Reynt verður, að liafa efni ritsins
sem fjölbreyttast, aðgengilegt æskumönnum — og
skemmtilegt í og með. Skal hér með heitið á ritfæra
ungmennafélaga og æskulýðsvini, að senda Skinfaxa
efni til birtingar. Jafnframt eru þeir beðnir, að vera
stultorðir og gagnorðir og vanda skrif sín sem bezt.
Biðja vil eg og lesendur Skinfaxa, að skrifa mér álit
sitt á honum undir ritstjórn minni — benda á það, sem
þeir telja, að öðruvísi gæti betur farið, og liitt, er þeim
hkar vel. Gott væri og, að fá sem flestar raddir um
það, hvað menn kjósa helzt, að rætt sé í ritinu. Þá ætti
Skinfaxi að geta verið góður, ef lesendur og ritstjóri
taka höndum saman um að hafa hann það. Hann er rit
vor allra og vér höfum öll við hann skyldur.