Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 15
SKINFAXI 15 ingunni; ])að er þegar búið að farga svo miklu af íslenzkum skartgripum, sill'ri, tréskurði og vefnaði úr landi, að við meg- um ekki missa meira. Það hefir verið bent á það oftar en einu sinni, hvað hent- ugt væri að búa til af smámunum i söludeild sýningarinnar, en það má gera ráð fyrir, að hver nefnd láti sér hugkvæmast margt fleira en stungið hefir verið upp á. Betra er, að hafa hlutina fieiri, en að þeir séu mjög útflúraðir, því að þeir verða um leið óhæfilega dýrir, og oftast að sama skapi ósmekklegri, sem ]>eir eru íburðarmeiri. Sem dæmi má nefna bréfapressur úr steini eða tré, fallegastar sem minst krot- aðar; náttúran íslenzka sem minst brjáluð; aðeins: „Island 1!)30“. íslenzkir spænir eru altaf gjaldgengir, íslenzkar öskjur sömuleiðis, halasnældur vel gerðar, nálhús rennd úr hval- beini eða hreindýrshorni. Þá væri hentugt og gott, að hafa þundsböggla af góðu vél- eða handspunnu bandi, meðallags fínu, tvinnuðu eða þrinnuðu, helst með sauðarlit. Margir vilja hekla og prjóna sjálfir úr íslenzku efni, en vantar band. Allskonar handavinnuáhöld þurfa að vera á sýningunni, bæði til sýnis og sölu. Ennfremur allar nýjungar, sem reyndar eru að gæðum. Einstaka viðgerðir, sem eru frábærar að einhverju leyti. fs- ienzkir ])jóðbúningar karlmannanna verða eflaust á sýning- unni, einnig aliur hentugur „sport“-klæðnaður karla, og helzt kvenna líka. Ullin okkar er einmitt sérstaklega hentug til þeirra hluta og á þar framtíð fyrir höndum. Gleymið ekki hrosshársvinnu og hinni grófari ullarvinnu. Hún er jafn þörf í sinni röð og hin fínni. Allan ferðaútbúnað, eins og bann var til skamms tima hér á landi, þarf að sýna þarna. Þá þurfa margir að vinna að ýmislegri handauinnu á sýn- ingunni sjálfri. Athugið, góðir ungmennafélagar, hvað ])ið getið lagt til í ])ví efni. Bendið landssýningarnefnd á hæfa menn og konur til þeirra hluta. Allt, sem sent er, þarf að vera sérlega vel hreint, svo að af ]>vi sé engin ólykt, en að öllu levti svo vel frá gengið, sem unnt er. Það væri ekki illa til fallið, að verja nokkru af því fé, sem vcitt er lil sýningarundirbúnings heima í héraði, til að snyrta sýningarmunina til, áður en þeir fara til Reykjavíkur. Nefndirnar gera nákvæma skýrslu um þá hluti, sem sendir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.