Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 17
SKINFAXI 17 völlum fyrir 1930. Aðstoð þessi var þegin og lögðu ung- mennafélagar fram 167 dagsverk vorið 1927 og 256 dagsv. 1928. Sé hvert dagsverk metið á kr. 5.00, verða þetta lcr. 2115.00. Þegar þess er gætt, að gefendurnir eru efnalitlir unglingar, senx af fórnfýsi og áhuga á málefninu, leggja þetta fram í peningum eða vinnu um einn mesta annatíma ársins, er þetta ekki svo lítil upphæð. Ungmennafélagar liafa þó ekki talið þetta eftir sér, því að þeir hafa álitið, að vinna þessi væri nokkurs virði fyrir þjóðina, bæði beint óg óbeint, fjár- hagslega séð, annað hitt að liér gæfu þeir ungum mönn- um og konum gott fordæmi, að lilúa að helgasta slað landsins og sýna fórnfýsi og ættjarðarást við undir- búning íslenzkrar sjálfstæðishátíðar. En hvernig hefir svo þessari fórnfýsi okkar, ung- mennafélaga, verið tekið? Um vinnuna i fyrravor visum vér til skýrslu Ólafs Þ. Kristjánssonar (sem með samþykki yðar var ráð- inn verkstjóri við iÞingvallavinnu Ungmennafélaganna), er birtist í „Skinfaxa“, 6. hefti 1928, og fylgir hér nxeð. Þegar vinnan átti að liefjast í miðjum maí, var ekkert til að gera, nokkrir menn urðu þvi að biða liér í lieila viku, þar til vinnan gat byrjað, og var yður þó full kunnugt um, með nægum fyrirvara, livenær byrja átti. Svo var loks byrjað á að leggja undirstöðu vegar að væntnlegum tjaldstæðum. Nú hefir oss borist til eyma, að vegur þessi verði alls ekki notaður og sé vinnan því með öllu ónýt. Þegar vegarlagningu þess- ari lauk, var ekkert verkefni til lianda olckur. Yar þá látið lagfæra gangstíg upp úr Almannagjá, eftir óljós- um fyrirskipunum gegnunx síma, og verkið þvi unn- ið nxeð hálfuixx huga, þvi að sem minnstu mátti raska, en hinsvegar ekki eftir neinum ákveðnum fyrirskip- unum um framkvæmd verksins að fara. Það nxá þvi telja fullvíst, að þetta verk konxi heldur ekki að til- ætluðunx notxim, en ekki er það okkar sök. Þessu næst

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.