Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 21
SKINFAXI
21
að halda í nöfn þau, sein erlendir valdhafar völdu stöð-
um á landi hér og oftast af litlum skilningi á staðhátt-
um og' þjóð vorri. Yona eg, að sá tími komi von bráð-
ar, að menn láti eigi silja við blaðaskrif ein um þetla
efni, og væri vel, ef þeir menn, sem nú kallast ísfirðing-
ar, gengju á undan í þessu þjóðlega starfi og hyrjuðu
hjá sjálfum sér, á Eyrinni við Skutilsfjörðinn. Flestir
munu sammála um verndun hinna ágætu örnefna, sem
sum geyma í sér heilan heim fegurðar og glöggskyggni.
En það er annað mál þessu skylt, sem mig langar til
að minnast örlítið á, og það eru mannanöfnin sum, sem
notuð eru liér á landi og sem margir láta sér sæma að
bera. Hvað segið þið, góðir hálsar, um nöfn eins og
Thorarensen, Sivertsen, Tlioroddsen, Melsteð, Hjalte-
steð, Finsen og Fjeldsted o. fl. þess háttar nöfn á ís-
lenzku fólki á 20. öldinni, löngu eftir að Islendingar
reistu sig upp undan oki erlendra laigara.
Forfeður þessara manna breyttu stafsetningu nafna
sinna, svo að Danir ættu liægara með að bera þau fram,
Iþví að þá beygðu sumir menn sig í flestu fyrii- kóngi og
kaupmannsveldi, á þeim miklu niðurlægingartímum,
og gerðu það meira að segja „allerunderdanigst“.
Kannske er. ekki rétt, að áfcllast þá alla, scm þetla
gerðu, svo mjög, því að lita verður á þann tíðaranda,
sem þá rikti.
En sé rétt, að líta á tiðarandann þá, þeim gömlu til
málsbóta, þó er og engu síður rétt, að líta á liann á
þessu herrans ári, sem við nú lifum á. Og þá á eg fyrir
mitt leyli hágt með að skilja, áð svt) margir Islending-
ar, sem raun her vitni um, skuli hafa það skap i sér,
sem með þarf, til þess að heita t. d. Sivertsen eða Tlior-
arensen o. fl. þess háttar, alla æfi sína.
Hugsið ykkur muninn á „Þórarinn“ og „Thoraren“!
Rétthverfan er oftast ólík ranghverfunni. Og til hafa
þeir íslendingar verið á seinni áratugum, sem fleygt
hafa hinum hálfdönsku ættarnöfnum langt aftur fyrir