Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 18
18 SKTNFAXI var unnið að dýpkun Öxarárfarvegarins, einnig eftir ónógum fyrirskipunum gegnum síma, sökum þess, að fornminjavörður var veikur þá dagana, sem að því var unnið, en hefði sú vinna verið ákveðin fyr, mundi fjarvera hans þó ekki hafa komið að sök, því að þá hefði hann verið búinn að lýsa þvi á staðnum, hvað gera ætli og hvernig. En sökum fjarveru lians og ófull- kominna upplýsinga, vitum við, að þessi vinna einnig kemur heldur ekki að fullum notum. Með öðrum orð- um: Öll vinna Ungmennafélaganna á Þingvöllum síð- astliðið vor er að mestu eða öllu leyti ónýtt verk! — Af framanrituðu viljum við að yður sé ljós óánægja okkar yfir ]jví, livernig vinnu okkar hefir verið tekið, og viljum við enga dul á það draga, að allmikið mun það draga úr áhuga á frekari framkvæmdum. En af því að við vitum að mál þetta á miklum vinsældum að fagna meðal alls almennings og þó einkum ung- mennafélaga, viljum við enn einu sinni hjóða fram að- stoð ungmennafélaganna til vinnu á Þingvöllum á kom- andi vori, en það er þó bundið því skilyrði, að næg verkefni séu fyrir liendi, áður en vinnan hefst, því að við viljum ekki þurfa að afþakka gefin vinnuloforð svo tugum dagsverka skiflir, eins og við urðum að gera í fyrrasumar, af því eklcert var til að vinna lianda okk- ur. Jafnframt viljum vér geta þess, að það er mjög ákveðinn vilji og eindregin krafa allra ungmennafélaga og þorra alþýðu, að byggð verði búð i fornum slíl á Þingvöllum fyrir 1930 og er það ósk okkar ungmenna- félaganna, að fá að byggja slíka i)úð. Vér viljum því í nafni ungmennafélaganna beina til yðar þessum spurningum: 1. Viljið þér þiggja þessa framboðnu en óvissu vinnu ungmennafélganna næsla vor á Þingvöllum? 2. Verði vinnan þegin, er þá nægilegt verkefni fyrir hendi, sem endast inun þeim vinnukrafti, er fæst.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.