Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 13
SKINFAXI
13
3. Hveri’a álirifa fannst þér gæta í félaginu og
hverra mest?
4. Hvaða áhrif telur þú liugsjónir U. M. F., félags-
skapinn og einstaka félaga, liafa haft á sjálf-
an þig, liugsunarhátt þinn, störf og lífs-
stefnu?
Svör við spurningum þessum bið ég góða menn að
senda mér eða ritstjóra Skinfaxa sem fyrst, og eigi
síðar en fyrir næstu sumarmál.
Þórhallur Bjamarson,
Laufásveg 71,
Reykjavík.
Landssýningin 1930.
Landssýningin stendur fyrir dyrum.
Ungmennafélög landsins liafa átt góðan þátt í því, að und-
irbúa landssýninguna, meS því aS vinna aS stærri og smærri
sýningum um land allt á undanförnum árum. Sumar sýslur
eiga enn eftir, aS hafa héraðssýningar til undirbúnings
landssýningunni, en ráðgera, að hafa þær um sumarmál, eða
í síðasta lagi um miðjan mai í vor. Hreppasýningar hafa viða
verið lialdnar i sýslum þessum, ýmist með tilstyrk ung-
mennafélaga eða kvenfélaga, eða meS aðstoð beggja í sam-
einingu. Nú er þaS ósk okkar og von, að ungmennafélög láti
þetta mál sem fyr til sín taka og hrindi héraðssýningunum
áfram, þar sem þær eru enn óhaldnar. Æskilegt er, að sam-
vinna sé sem best um þctta mál, milli ungmennafélaga og
kvenfélaga. Bæði vinna að sama göfuga marki. Samvinna er
því nauðsynleg og sjálfsögð.
Þess er vert að minnast í þessu sambandi, að þótt búið sé
að hafa sýslusýningar, og velja muni úr til landssýningar, þá
er ekkert til fyrirstöðu því, aS bæta munum við í vetur, ef
talan, sem héraðið liefir ætlað sér að hafa, er ckki full, eða
cf nefndin vill skifta um til liins betra, eða ef hún hins vegar
telur sig vanta einhvern hlut, sem einkennir héraðið og sýn-
ingin sé því of einhliða. Nefndirnar verða að gera sér Ijóst,
hvað þær vilja sýna, og gera svo hvað þær geta til að fá þá