Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 22
22
SKINFAXI
sig. En því miður liafa |þeir verið allt of fáir. Einu sinni
þótti þetta upphefð á landi voru, að bera „fordanskað“
heiti, en nú er sá tími fyrir alllöngu liðinn. En nöfn
þessi höfum við eftir, sem leifar og minningar frá auð-
mýktarinnar og undirgefninnar tímabili.
Fáum þeim, sem skyn bera á íslenzkt mál, mun bland-
ast bugur um, að réttmætt sé, að færa forn staðarheiti
til hins rétta máls. Og það mun verða gert. En erfiðara
mun að fást við hin hálfdönsku og aldönsku heiti á
mannfólkinu íslenzka. Og er það þó engu óréttmætara
og engu síður þess þörf.
Ragnar Ásgeirsson.
Bækur.
(Skinfaxi telur skyldu sína, að benda á bækur þær, inn-
lendar og erlendar, sem hann telur eiga erindi til æskumanna.
Mun hann því birta stuttorðar bókafregnir framvegis. — Er
hér með til þess mælst, að útgefendur sendi Skinfaxa til at-
hugunar bækur |iær, er þeir gefa út og ætla má, að hann láti
sig skifta).
Eitt aðalhlutverk U. M. F. hlýtur að vera það, að vinna að
síauknum þroska æskumanna, andlega og líkamlega. Félögin
eiga að vera eins konar skóli unglinga á viðkvæmu og hættu-
legu skeiði æfi þeirra, gelgjuskeiði eða byltingaaldri. f skóla
þeim eru allir félagsmenn hvorttveggja: Kennarar og nem-
endur. En mest veltur að sjálfsögðu á forystumönnum og
ráðsettum félögum, að vel sé stýrt og gagn megi af hljótast
starfinu. Má því ljóst vera, að áhrifamönnum U. M. F. er
geysiáríðandi, að þekkja sem gerst æskulýð þann, sem þeir
eiga að vinna með og hjálpa til þroska og afkasta. Nægir ekki,
að kynnast hverjum einstaklingi persónulega, heldur ber
hverjum æskulýðsleiðtoga að heimta af sjálfum sér almenna
þekkingu á sálarlífi unglinga. Hún fæst þvi aðeins víðtæk
og haldgóð, að hennar sé aflað mcð hvorutveggja: hóklestri
og samvinnu og viðkynningu við ungt fólk.