Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1958, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.11.1958, Qupperneq 10
106 SICINFAXI Ritstjóri Skinfaxa, GuðmuncLur Gíslason Hagalín rithöfundur, átti sextugsafmœli 10. októ- ber síðastliðinn. Honum var þá margvíslegur sómi sýndur af stofnunum, félagssamtökum og einstaklingum. Stjórn Ungmennafélags íslands árnar honum sextugum allra heilla og þakkar gott starf í þágu samtakanna. er ekki sagt af hæverslcu yfirlæti, heldur af þvi, að hann finnur, live verkefnið er geysilega viðamikið — og live mikið þax-f til, að úrlausnirnar verði í samræmi við þörf einstaklinga og lieildar — og þess vegna það, sem þegar hefur verið gert, ekki nema eins konar prófun þess, livaða tökum verkefnið skuli tekið. „Það, sem mig langar sérstaklega að spyrja um, er skoðun þin á því, Ixvort þið munið ekki vera þarna að vinna starf, sem leiðtogar unga fólksins úti á landsbyggðinni, í kaupstöðum, kaup- túnum og sveitum, geti tekið sér til fyrir- myndar, og þá verður mér einkanlega hugsað til tómstundaiðjunnar.“ Séra Bragi kinkar kolli til manns, sem er þarna hjá okkur, og segir unx leið við ritstjóra Skinfaxa: „Hérna er Jón Pálsson. Um þetta er hezt, að þú snúir þér sérstaklega til hans.“ Og Jón Pálsson svarar þegar í stað: „Jú, auðvitað er tómstundavinnan til- valið verkefni fyrir ungmennafélögin, og viða úti um landið liafa æslculýðsleiðtog- arnir einmitt það, sem okkur vantar mest liérna, rúmgott og hentugt liúsnæði, þar sem eru félagsheimilin.“ Lesendur Skinfaxa kannast allir við Jón Pálsson. Hann hefur í sjö ár flutt þætti í útvax-pið um tómstundaiðju — og þættir haus liafa vakið mikla athygli. Nú er hann ráðinn kennari við tómstundaheim- ilið á Lindargötu 50. Jón segist einmitt liafa orðið var við mikinn áhuga út um landið fyrir tómstundaiðju og því lilut- verki, sem lienni er ætlað: „Eg lief fengið margar fyrirspurnir, vei-ð að svara vikulega fjölda bréfa utan af landi, og margir liafa spurt, livort ég yrði ekki á ferð, svo að unnt væri að hafa tal af mér. I sumar varð það úr, að ég'fór talsvert viða og átti viðræður við áhugamenn um þessi efni.“ „Og á vegum livers eða hverra?“ .1 ón brosir: „Ég held ég verði að segja, að ég hafi hara farið á vegum þess áhuga, sem ég

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.