Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 13
SKINFAXI 109 Sambandsráð U. M. F. í. ur, sem ekki hefur ávallt alið aldur sinn á þurru landi. Sigurður var snemma bókhneigður og brauzt í að stunda skólnám, þó uð ekki hefði hann á annað að treysta sér til framfæris en vinnu sína. Hann varð stúdenl og síðan guðfræðingur, og árið 1926 var liann vigður til Flateyjarpresta- kalls. þar var hann prestur i tvö ár, en fór síðan utan til náms í uppeldisfræðum. Hann varð kennari við Kennaraskólann og siðan há- skólakennari í guðfræði, því næst skrifstofu- stjóri á fræðslumálaskrifstofunni og loks prest- ur i Holti árið 1946. Um lirið átti hann sæti í útvarpsráði, og í mörg ár var hann starfsmað- ur Rikisútvarpsins, fyrst sem fréttamaður og síðan sem fréttastjóri. Sigurður er milcill mælskumaður. Hann flutti fjölmörg erindi i útvarp hér áður á árum um erlend stjórnmál, íslenzk menningarmál og um bókmenntir, og þóttu þau afbragðsvel samin og flutt af mikilli mælsku. Sigurður hafði lengi vel afskipti af stjórnmálum, hefur oft verið i kjöri fyrir Alþýðuflokkinn og mætt á baráttu- fundum fyrir hans hönd, og eitt kjörtímabil sat hann á þingi. Hann var skeleggur bardagamað- ur á fundum, og voru þeir ekki margir, sem stóðu lionum þar á sporði. Hann er og í predikunar- stól mjög hrífandi ræðumaður. Sigurður er ágætlega ritfær á óbundið mál, hefur skrifað margar blaðagreinar, einkum um bókmenntir og menningarmál, og hefur hann gefið út fleiri en eitt ritgerðasafn. En mesta at- hygli liefur hann á siðari árum vakið sem skáld. Hann tók snemma að yrkja, en lagði skáldskap- inn að mestu á hilluna i meira en hálfan annan áratug eða þangað til hann var orðinn prestur í Holti. Síðan hefur hann gefið út þrjár ljóðabæk- ur og eitt leikrit, en árið 1930 kom út fyrsta Ijóðabók hans. Þær, sem síðar hafa komið frá lians hendi, heita Yndi unaðsstunda, Undir stjörnum og sól og Yfir blikandi höf... Auk allra hinna nefndu bóka hefur Sigurður skrif- •að ævisögur, fræðibækur og kennslubælcur, og þýtt hefur hann fjölmörg rit á islenzku. Ljóð Sigurðar eru lipurt og létt kveðin og vitna um mikla og upprunalega bragsnilli. Þau sýna einnig — eins og önnur rit hans, — að íslenzkt mál leikur honum mjög á tungu, en auk þess er einkenni beztu kvæða hans ýmist djúpur og svo sem hljóðlátur ynnileiki eða björt og hrein lífs- hrifni, með mjög áhrifamiklum undirtóni af angurværð hins roskna og þroskaða manns, sem veit, að héðan af muni honum ekki auðnast að njóta ýkja lengi þessa viðsjála, en dásamlega lífs. Hér flytur nú Skinfaxi eina af perlunum í ljóðagerð Sigurðar Einarssonar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.